Sveitarstjórnarmál - 01.06.1978, Blaðsíða 33
um hnútana búið, að hvert einstakt sveitarfélag
getur kippt að sér hendinni, hvenær sem er, sbr. 6. og
7. gr. samþykktar SSH. Ekkert sveitarfélag þarf því
að óttast, að fulltrúar þess verði bornir ráðum eða
hagsmunir þess fyrir borð bornir.
I stofnun SSH felst, eins og áður greinir, formleg
viðurkenning þess, að sveitarfélögin á þessu svæði
mynda eina félagslega, menningarlega og efnahags-
lega heild, sem ekki fær þrifizt, nema til komi náið
samstarf hinna einstöku eininga. Og við þurfum
ekkert að undrast, þótt nokkur tími líði, áður en
áhrifa þessarar staðfestingar fer að gæta. Forsvars-
menn allra þessara sveitarfélaga hafa um langt skeið
tamið sér sjálfstæð vinnubrögð, og þeir breyta þeim
ekki á einni nóttu. Það er ástæðulaust að tala um
smákóngaveldi í niðrandi merkingu. Þrátt fyrir
annmarka sína eru smákóngarnir fulltrúar grasrót-
arlýðræðis, sem ekkert okkar er reiðubúið að fórna.
Hindranir hinna
gömlu sveitarfélagamarka
Ég vék að því áðan, að það væri blekking að líta á
kyrrstöðu eða fækkun mannfjöldans í Reykjavík sem
einangrað fyrirbæri. Við hljótum að lita á mann-
fjöldann á svæðinu í heild og samsetningu hans
vegna þess að það er heildin, sem skiptir máli. En
þegar við förum að skipuleggja (og skipulag táknar
annað og meira en fallega og litskrúðuga uppdrætti,
skipulag táknar áætlun eða forsögn eða spásögn um
mannlíf á tilteknu svæði), rekumst við á hindranir
hinna gömlu hreppamarka, sem spilla fyrir farsæl-
ustu lausnunum
í atvinnumálum
í skólamálum
í ellimálum
í æskumálum
í dagvistarmálum
í samgöngumálum,
svo tekin séu nokkur dæmi, sem allir sem til þekkja,
geta heimfært upp á tilteknar sögulegar aðstæður.
Ef íbúasamsetning allra sveitarfélaganna væri
með mjög likum hætti, væru þessi vandamál minni í
sniðum. En því er hreint ekki að heilsa.
(BÚAFJÖLDI I KÓPAVOGI
1. DESEMBER 1976: 12769
A
KARLAR 6494 KONUR 6275
Athyglisverð línurit yfir ólíka
aldurssamsetningu íbúanna
Línuritin yfir aldursskiptingu mannfjöldans í
fjórum stærstu byggðarlögunum, sem aðild eiga að
SSH, segja sína sögu:
Mannfjöldi á höfuðborgarsvæðinu
Árið 1950 % Árið 1977 %
Reykjavík 55980 86,3 83887 70,7
Kópavogur 1652 2,5 12889 10,9
Hafnarfjörður 5087 7,8 11865 10,0
Garðabær 534 0,8 4446 3,7
Bessastaðahr. 158 0,2 344 0,3
Seltjarnarnes 676 1,0 2714 2,3
Mosfellssveit 544 0,8 2277 1,9
Kjalarneshr. 208 0,3 262 0,2
Alls 64839 100,0 118684 100,0
SVEITARSTJÖRNARMÁL