Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1978, Blaðsíða 58

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1978, Blaðsíða 58
Fyrsti bæjarstjórinn, sem ráöinn er til starfa að loknum sveitarstjórnar- kosningunum 28. maí, er Þorsteinn Þorsteinsson, sem ráðinn hefur verið bæjarstjóri á Sauðárkróki. Þórir Hilmarsson fv. bæjarstjóri mun um sinn gegna störfum við undirbúning jarðefnaiðnaðar, sem verið hefur á döfinni á vegum kaupstaðarins. Þorsteinn Þorsteinsson er fæddur 27. marz árið 1948 á Hofsósi, sonur Pálu Pálsdóttur, kennara, og Þor- steins Hjálmarssonar, fv. oddvita á Hofsósi. Þorsteinn stundaði nám í Sam- vinnuskólanum á árunum 1964—1966 og í Verzlunarháskól- anum í Kaupmannahöfn og lauk þaðan prófi á árinu 1972. Síðan starfaði Þorsteinn í þrjú ár í Kaup- mannahöfn og síðast sem ráðgefandi rekstrarhagfræðingur hjá Hagvangi frá árinu 1972, unz hann var ráðinn til Sauðárkrókskaupstaðar sem bæj- arstjóri. Kvæntur er Þorsteinn Kristinu Hildi Sætran og eiga þau þrjá syni. JÓN ÞORGILSSON hefur verið ráðinn sveitarstjóri í Rangárvalla- hreppi, en Jón Gauti Jónsson, sem þar var sveitarstjóri á seinasta kjör- timabili, hefur ráðizt til Nigeríu til starfa hjá byggingarfyrirtækinu Scanhouse, sem fslendingar eiga þar i landi. Jón er fæddur 31. marz árið 1931 á Ægissíðu. Foreldrar hans voru Kristín Filippusdóttir og Þorgils Jónsson, bóndi þar. Jón lauk lands- prófi frá Héraðsskólanum að Laug- arvatni á árinu 1949, var verzlunar- og skrifstofumaður hjá Kaupfélaginu Þór á Hellu á árunum 1949 til 1963, og fulltrúi skattstjóra Suðurlands- umdæmis frá árinu 1963 til þessa, en hann er ráðinn sveitarstjóri frá 15. júlí. Jón var i hreppsnefnd Rangár- vallahrepps á árunum 1961 til 1974, þar af oddviti frá 1966. Kvæntur er Jón Gerði Þ. Jónas- dóttur frá Vetleifsholti i Ásahreppi. EINAR SVEINBJÖRNSSON, ný- ráðinn sveitarstjóri i Stokkseyrar- hreppi, er fæddur á Stokkseyri 27. maí 1952. Foreldrar hans eru Ingi- björg Sigurgrimsdóttir Jónssonar i Holti i Stokkseyrarhreppi og Svein- björn Guðmundsson Einarssonar í Merkigarði á Stokkseyri. Hann lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla fs- lands á árinu 1974 og kandídatsprófi frá Viðskiptadeild Háskóla fslands síðastliðið vor. Einar hefur samhliða námi starfað á endurskoðunarskrifstofu í Reykja- vík og hjá Framleiðsluráði landbún- aðarins. Kvæntur er hann Kristinu Frið- riksdóttur frá Eyrarbakka og eiga þau eitt barn. ÞÓRÐUR GfSLASON, hagræðing- arráðunautur, hefur verið ráðinn sveitarstjóri Gerðahrepps frá 15. júlí. Þórður gegndi starfi sveitarstjóra i Flateyrarhreppi frá 1. ágúst 1970 til ársins 1973, og var kynntur i 4. tbl. Sveitarstjórnarmála árið 1970. Þórður hefur seinustu árin unnið við ráðgjafarþjónustu, kennt við Menntaskólann við Hamrahlið og tölvuvætt stundatöflugerð fyrir skól- ann og fjölbrautaskólana. SVEITARSTJORNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.