Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1978, Side 58

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1978, Side 58
Fyrsti bæjarstjórinn, sem ráöinn er til starfa að loknum sveitarstjórnar- kosningunum 28. maí, er Þorsteinn Þorsteinsson, sem ráðinn hefur verið bæjarstjóri á Sauðárkróki. Þórir Hilmarsson fv. bæjarstjóri mun um sinn gegna störfum við undirbúning jarðefnaiðnaðar, sem verið hefur á döfinni á vegum kaupstaðarins. Þorsteinn Þorsteinsson er fæddur 27. marz árið 1948 á Hofsósi, sonur Pálu Pálsdóttur, kennara, og Þor- steins Hjálmarssonar, fv. oddvita á Hofsósi. Þorsteinn stundaði nám í Sam- vinnuskólanum á árunum 1964—1966 og í Verzlunarháskól- anum í Kaupmannahöfn og lauk þaðan prófi á árinu 1972. Síðan starfaði Þorsteinn í þrjú ár í Kaup- mannahöfn og síðast sem ráðgefandi rekstrarhagfræðingur hjá Hagvangi frá árinu 1972, unz hann var ráðinn til Sauðárkrókskaupstaðar sem bæj- arstjóri. Kvæntur er Þorsteinn Kristinu Hildi Sætran og eiga þau þrjá syni. JÓN ÞORGILSSON hefur verið ráðinn sveitarstjóri í Rangárvalla- hreppi, en Jón Gauti Jónsson, sem þar var sveitarstjóri á seinasta kjör- timabili, hefur ráðizt til Nigeríu til starfa hjá byggingarfyrirtækinu Scanhouse, sem fslendingar eiga þar i landi. Jón er fæddur 31. marz árið 1931 á Ægissíðu. Foreldrar hans voru Kristín Filippusdóttir og Þorgils Jónsson, bóndi þar. Jón lauk lands- prófi frá Héraðsskólanum að Laug- arvatni á árinu 1949, var verzlunar- og skrifstofumaður hjá Kaupfélaginu Þór á Hellu á árunum 1949 til 1963, og fulltrúi skattstjóra Suðurlands- umdæmis frá árinu 1963 til þessa, en hann er ráðinn sveitarstjóri frá 15. júlí. Jón var i hreppsnefnd Rangár- vallahrepps á árunum 1961 til 1974, þar af oddviti frá 1966. Kvæntur er Jón Gerði Þ. Jónas- dóttur frá Vetleifsholti i Ásahreppi. EINAR SVEINBJÖRNSSON, ný- ráðinn sveitarstjóri i Stokkseyrar- hreppi, er fæddur á Stokkseyri 27. maí 1952. Foreldrar hans eru Ingi- björg Sigurgrimsdóttir Jónssonar i Holti i Stokkseyrarhreppi og Svein- björn Guðmundsson Einarssonar í Merkigarði á Stokkseyri. Hann lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla fs- lands á árinu 1974 og kandídatsprófi frá Viðskiptadeild Háskóla fslands síðastliðið vor. Einar hefur samhliða námi starfað á endurskoðunarskrifstofu í Reykja- vík og hjá Framleiðsluráði landbún- aðarins. Kvæntur er hann Kristinu Frið- riksdóttur frá Eyrarbakka og eiga þau eitt barn. ÞÓRÐUR GfSLASON, hagræðing- arráðunautur, hefur verið ráðinn sveitarstjóri Gerðahrepps frá 15. júlí. Þórður gegndi starfi sveitarstjóra i Flateyrarhreppi frá 1. ágúst 1970 til ársins 1973, og var kynntur i 4. tbl. Sveitarstjórnarmála árið 1970. Þórður hefur seinustu árin unnið við ráðgjafarþjónustu, kennt við Menntaskólann við Hamrahlið og tölvuvætt stundatöflugerð fyrir skól- ann og fjölbrautaskólana. SVEITARSTJORNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.