Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1978, Blaðsíða 26

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1978, Blaðsíða 26
128 sem í höfuðborginni búa eða í næsta nágrenni hennar. Þetta er, að mínum dómi, kjarni málsins og sýnir, hversu þjóðfélagið er í raun samofin heild, þar sem hver þátturinn styður annan og er forsenda hins. Það er því út í hött, sem stundum er haldið fram, að byggðastefnan margumtalaða sé andstæð stærstu þéttbýlisstöðunum. Þetta er mesti misskilningur. Hitt er svo annað mál, að mikið vantar enn á, að aðstaða og kjör ibúanna í þéttbýli og strjálbýli séu jöfn. Meðan svo er, verður að teljast sjálfsagt og eðlilegt, að framlög hins opinbera og öll fyrirgreiðsla verði hlutfallslega meiri til uppbyggingar strjál- býlisins. Uppbygging seinasta áratugs Oft verður vart nokkurs misskilnings í umræðum manna um uppbyggingu. Margur telur hana fyrst og fremst fólgna í byggingu íbúðarhúsa og húsnæðis fyrir hinar og þessar opinberar stofnanir. Sjálf undirstaðan vill oft gleymast, þ.e.a.s. hin atvinnu- lega uppbygging, sem að sjálfsögðu hlýtur svo að vera forsenda fyrir eðlilegri þróun á ýmsum öðrum sviðum. En nú hin síðari árin virðast augu manna almennt vera að opnast fyrir því, að stuðla beri að heilbrigðri atvinnuuppbyggingu á landinu öllu, og i því sambandi hefur réttilega verið lögð áherzla á mikilvægi islenzks iðnaðar. Til iðnaðarins hefur verið stofnað með ýmsum Fyrir 5 árum hófst samstarf Kaupfélags Árnesinga, Kaupfélags Rangæinga og Kaupfélags Skaftfellinga um sameiginleg innkaup, framleiðslueftirllt og sölukerfi undir merkinu 3K. Reynslan af samvinnu í þessu formi er mjög góð og mikil verkefni framundan. Þannig gæti fleira fólk fengið atvinnu við trésmíði, ef fjármagn væri til staðar til að reisa nýtt iðnaðarhús, tll viðbótar við þetta 1200 m2 húsnæði, að sögn Matthíasar Gíslasonar, kaupfélagsstjóra Kaupfélags Skaftfelllnga. hætti. Venjulegast hafa einstaklingar eða félög forystu um nýjan iðnað og framleiðslu, en stöku sinnum eru það sveitarfélög eða stjórnvöldin í landinu. Viðhorf stjórnvalda til þessara mála skipta líka miklu, þótt um beina forystu sé ekki að ræða. Og enginn efi er á því, að störf stjórnmálamanna geta haft úrslitaþýðingu um framvindu iðnþróunar og á það bæði við um ríkisstjórnir og þingmenn, byggðarstjóra og byggðarfulltrúa. Ekki þurfum við að hverfa nema tæpan áratug aftur í tímann til að gera okkur ljóst, að stórátak hefur verið gert í þessum efnum víða um landið. Fyrir þann tíma ríkti víða algjör kyrrstaða, at- vinnuleysi var tilfinnanlegt á ýmsum stöðum, og fólk hvarf í stórum stíl úr strjálbýli til þéttbýlis. Nú hafa orðið stórfelld umskipti og eru þau ekki síður til ávinnings fyrir þéttbýlið en strjálbýlið. En betur má ef duga skal. Enn sitja ýmsir staðir á landinu við lakara borðið. Er þar ýmislegt, sem veldur annað en það, að þar sitji tómir aumingjar. Þrenns konar aðstaða byggðaþróunar Þegar hugað er að þróun iðnaðar á Isla.ndi und- anfarna áratugi, virðist mega skipta landinu i þrjú svæði varðandi mismunandi aukningu i þessum efnum. Skiptingin hugsast þannig: 1. Höfuðborgarsvæðið og næsta nágrenni. SVEITARSTJÓRNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.