Sveitarstjórnarmál - 01.06.1978, Blaðsíða 4
HÆGT MIÐAR
Það verður naumast talið, að menn hafi haft
stórar andvökur af sveitarstjórnarmálum í kosn-
ingabaráttunni fyrir alþingiskosningarnar. Kannski
hafa menn fengið nóg í sveitarstjórnarkosningunum,
þótt vissulega væri þeim ekki lokið í maí?
Að vísu var dustað rykið af gömlu frösunum,
svona fyrir siðasakir . . leggur áherzlu á, að sjálf-
stæði sveitarfélaganna verði eflt, þeim fengin i
hendur aukin verkefni og auknir tekjustofnar til að
standa undir þeim, sköpuð verði skýr skipting verk-
efna og tekjustofna milli ríkis og sveitarfélaga."
Það hefur enginn hrokkið upp af blundi við að
heyra þennan boðskap.
Þess var vænzt, að skipun verkaskiptingarnefnd-
arinnar 1976 yrði til þess að þoka þessu nauðsynja-
máli áfram, og allt fram á þetta ár leit svo út sem það
mundi takast. Þ. e. a. s.: með vorinu lægju fyrir a. m.
k. ákveðnar hugmyndir um, hvernig skipa mætti
þeim málefnum, sem nefndin skyldi fjalla um. En
undanfarna mánuði hefurekki verið haldinn fundur
í nefndinni, þrátt fyrir munnleg og skrifleg tilmæli,
bæði stjórnar sambandsins og fulltrúa þess í nefnd-
inni.
Nefndin gekk að mestu frá áfangaskýrslu um
fyrsta þátt málsins, verkaskiptinguna, um miðjan
febrúar, þótt ekki væri vélritun lokið fyrr en í apríl.
Þá lá og fyrir ýmislegt um hina tvo þættina, tekju-
stofnamálin og stjórnsýsluna, m. a. umdæmaskipt-
inguna. En síðan ekki söguna meir. Það liggur i
augum uppi, að verkið er aðeins hálfunnið, því að
þessir þrír þættir, verkaskiptingin, tekjuskiptingin
og stjórnsýslan, verða ekki greindir sundur, þar sem
þeir hafa megináhrif hver á annan og fyrsti hlutinn
verður að skoðast i ljósi þessa, og má því ekki teljast
endanlegur. En þeir hafa sem sagt ekki verið ræddir í
nefndinni, svo að heitið geti, þótt sitthvað liggi fyrir.
Það eru stjórn sambandsins mikil vonbrigði, að
tíminn undanfarið hefur ekki verið notaður sem
106 skyldi til að þoka þessu máli áfram. Það voru vissu-
lega möguleikar á því að ganga svo frá, að unnt yrði
að leggja málið í heild fyrir landsþing, að vísu með
ýmsum fyrirvörum, en landsþingið virðist einmitt
vera liinn rétti aðili til að fjalla um það.
Þess verður að vænta, að málið verði nú tekið
fastari tökum og verkið leitt til lykta hið allra fyrsta,
þannig að hægt verði að meta hugmyndirnar í heild.
Nú hefur þófið um verkaskiptingu staðið í 10 ár
samfleytt. Að vísu má ekki vanmeta það, sem
áunnizt hefur, því að það er töluvert, ef á heildina er
litið.
íslenzk stjórnmál hafa, a. m. k. undanfarna ára-
tugi, snúizt fyrst og fremst um það, hvernig eigi að
komast út úr aðsteðjandi efnahagsvanda, sem virðist
jafnan hvolfast yfir. Þetta er mjög skiljanlegt, en það
er þó hæpið að einskorða sig við morgundaginn.
Menn verða að horfa til framtíðarinnar, og sjálfsagt
má rekja ýmsa þætti hinna aðsteðjandi vandamála
til þess, að það hefur ekki verið gert sem skyldi. Og
það mega menn vita, að skynsamleg skipun sveitar-
stjórnarmála er ekki lítill þáttur í því, að efnahags-
mál þjóðarinnar komist í sæmilegt horf. Núverandi
glundroði býður ekki aðeins upp á óskynsamlega
fjárfestingu, heldur kallar á hana; hann kallar á
óþarfa skriffinsku með öllu, sem henni fylgir, tví-
verknað og timasóun í fánýta hluti.
Því verður naumast trúað, að eftir þessar kosn-
ingar verði enn látið sitja við frasana gömlu, öll
fallegu, en útslitnu orðin um sveitarfélögin og sögu
þeirra gagnmerka, aukið sjálfstæði og valddreifingu
og þessar gömlu lummur.
Samband íslenzkra sveitarfélaga verður áreiðan-
lega hér eftir sem hingað til reiðubúið til undir-
hyggjulauss samstarfs við þá aðila, sem við stjórn
landsins taka, hverjir, sem þeir verða, þannig að
koma megi á sæmilegri skipun sveitarstjórnarmála,
miðað við þarfir líðandi stundar og nánustu fram-
tíðar. Endanleg lausn á því sviði er ekki til og mun
aldrei verða til, sem betur fer. p p
sveitarstjórnarmAl