Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1978, Blaðsíða 46

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1978, Blaðsíða 46
JÓN INGIMARSSON, skrifstofustjóri í heilbrigðis- og tryggingaráðuneytinu: SAMVINNA Á SVIÐI HEILBRIGÐISMÁLA INNAN EVRÓPURÁÐSINS 148 Heilbrigðismálanefnd Evrópu- ráðsins varsett á stofn árið 1954 og þá í fyrstu sem ráðgjafarnefnd sérfræð- inga frá nokkrum aðildarríkjum ráðsins. Árið 1966 voru verkefnin orðin svo umfangsmikil, að nauðsynlegt þótti að fjölga í nefndinni, og er hún nú skipuð einum fulltrúa frá hverju hinna 20 ríkja, sem aðild eiga að Evrópuráðinu. Hvert ríki ræður einu atkvæði við atkvæðagreiðslu. Flest ríkin, önnur en ísland, senda tvo eða fleiri fulltrúa á fundi nefndarinnar, en ráðið greiðir ferða- og dvalar- kostnað fyrir einn fulltrúa frá hverju landi. Fundir eru haldnir tvisvar á ári í aðalstöðvum Evrópuráðsins í Stras- bourg, og standa þeir 4—5 daga hverju sinni. Verkefni nefndarinnar eru þau helzt: að undirbúa til undirskriftar og staðfestingar samninga á sviði heilbrigðismála milli aðildarríkja ráðsins. Hingað til hefur nefndin gengið frá 8 slíkum samningum, sem fjalla um samræmingu á reglum og fram- kvæmd mála á ýmsum sviðum, m. a. varðandi blóðgjöf, liffæraskipti, flutning líka og um samræmdar kröfur um nám ýmissa heilbrigðis- • ætta, svo sem hjúkrunarfólks og meinatækna. Auk þessa hefur nefndin samþykkt 22 ályktamr um lágmarkskröfur um aðstöðu og framkvæmdir á ýmsum sviðum, svo sem um hreinlæti á tjaldstæðum, þátt endurhæfingar í lækningastarfi, matvælaeftirlit, slysavarnir á þjóðvegum, hávaða- varnir, lækkun lækniskostnaðar, íþróttalækningar o. m. fl. Annað höfuðverkefni nefndarinnar er að stjórna rannsóknum ýmissa mála, sem álitið er, að hafi sameigin- lega þýðingu fyrir flest eða öll aðild- arríkin og er þá einu sliku verkefni lokið á hverju ári. Meðal mála, sem þannig hefur verið fjallað um, eru: Framtíðarskipulag heimilislækn- inga, þörf heilbrigðisþjónustu fyrir starfsfólk á næstu árum, atriði, er ráða lengd dvalar í sjúkrahúsum, heilbrigðisþjónusta í dreifbýli, heil- brigðisþjónusta utan sjúkrahúsa, tannheilbrigði og skipulag tann- læknaþjónustu og svo vandamál aldraðra frá heilbrigðissjónarmiði. Rannsóknir þessar annast undir- nefndir 3ja — 7 sérfræðinga, og hefur nokkrum sinnum verið leitað til okkar að leggja til mann i slíkar nefndir. Nýlega var t. d. Ólafur Höskuldsson, tannlæknir, starfandi í nefnd, sem kannaði tannheilbrigði í aðildarríkj- unum og samræmdar leiðir til varnar tannskemmdum. Annar Islendingur, Ólafur Jens- son, læknir, forstöðumaður Blóð- bankans, er nú starfandi í fasta- undirnefnd blóðsérfræðinga. Loks vinnur María Finnsdóttir, hjúkrunarfræðingur, nú í undirnefnd að tilgreindu verkefni á sviði heil- brigðisþjónustu. Að síðustu má nefna það verkefni nefndarinnar að úthluta námsstyrkj- um til starfsfólks á sviði heilbrigðis- þjónustu og stjórnsýslu heilbrigðis- mála. Árlega eru veittir að jafnaði 5—8 styrkir til þegna hvers aðildarríkis, og er ekki gert upp á milli ríkjanna. Þannig hafa allt að 10 íslenzkir styrkþegar verið styrktir árlega til náms og kynnisferða og dvalar í ein- hverju öðru aðildarríki Evrópuráðs- ins. Allur ferðakostnaður er greiddur og auk þess fastur dvalarkostnaður í V2 mánuð til 6 mánuði eftir atvikum. Algengast er, að Islendingar fái styrki í 30—60 daga, og er fjárhæðin ríflega 3 þús. franskir frankar á mánuði eða um 120 þús. ísl. krónur. Síðan stofnað var sérstakt heil- brigðisráðuneyti hér á landi haustið 1970 hefi ég verið fulltrúi Islands í heilbrigðismálanefnd Evrópuráðsins og setið um það bil annan hvern fund nefndarinnar. Þrátt fyrir stutt kynni af störfum nefndarinnar, er ég sann- færður um gildi þessa samstarfs, og mér er ánægja að lýsa yfir því, að við Islendingar getum á ýmsan hátt miðlað af þekkingu okkar og reynslu á þessu sviði, þótt fáir séum. sveitarstjórnarmal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.