Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1978, Qupperneq 14

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1978, Qupperneq 14
6. Lán til varðveizlu gamalla húsa Samþykkt var að biðja þingmenn kjördæmisins að beita sér fyrir breyt- ingu á lögum um byggingarsjóð rik- isins í þá átt, að heimilt verði að veita úr honum allt að fullu byggingarláni til viðhalds og endurbóta húsa, sem húsfriðunarnefnd hefur i samráði við hlutaðeigandi sveitarfélag ákveðið, að varðveita skuli. Skal húsfriðunar- nefnd gera tillögu um lánsfjárhæð hverju sinni. 7. Skipulagsaðgerðir í landbúnaði Aðalfundurinn leggur áherzlu á, að sambandið taki þátt í samstarfi við Búnaðarfélag Islands og aðra aðila, sem hlut eiga að máli, um skipulags- aðgerðir í islenzkum landbúnaði og er fyrir sitt leyti því meðmælt, að SSA greiði sinn hluta kostnaðar við nauð- synlegar rannsóknir og tillögugerð í þessu sambandi innan þess ramma, sem fjárhagsgeta sambandsins leyfir. 8. A tvinnulíf í sveitum Aðalfundurinn mælir með þvi við sveitarstjórnir, að þær taki þátt i at- hugunum á þvi, með hvaða hætti sé mögulegt að auka atvinnulíf i sveit- um byggðarlaganna. 9. Rannsóknir á vatnsbúskap og mengun- aráhrifum Samþykkt var að fela stjórn SSA að semja við Jarðkönnunardeild Orku- stofnunar um úttekt á vatnsbúskap Austfirðingafjórðungs með tilliti til framtiðarþarfa og hugsanlegra mengunaráhrifa og við Veðurstofu íslands og Hafrannsóknarstofnun um hliðstæðar rannsóknir að því er varð- ar veðurfar og hafstrauma. 10. Dreifikerfi fjölmiðla Áskorun á stjórnvöld varðandi úr- bætur á dreifikerfi sjónvarps, hljóð- varps, símakerfis og loftskeytaþjón- ustu. 11. Sveitavegir Aljnngismenn kjördæmisins beiti sér fyrir hraðari uppbyggingu vega- kerfisins i sveitum og minnt á gildi góðra vega fyrir mjólkurflutninga og akstur skólabarna. 12. Þjónustumiðstöðvar Stjórn sambandsins er falið að vinna að undirbúningi að uppbygg- ingu þjónustumiðstöðva í landshlut- anum. 13. Virkjunarrannsóknir Skorað er á yfirvöld orkumála að láta nú þegar fullrannsaka virkjunar- möguleika í Fjarðará i Seyðisfirði og í Fossá í Berufirði. 14. Skatlstofa Austurlands Skorað er á fjármálaráðherra og rikisskattstjóra að bæta húsnæðisað- stöðu Skattstofu Austurlands og efla starfslið hennar svo, að hún geti veitt þá þjónustu, sem lög gera ráð fyrir á réttum tíma. 15. Skipaúlgerð ríkisins Skorað er á Alþingi og rikisstjórn að búa svo að Skipaútgerð ríkisins, að hún geti bætt rekstur sinn og lands- byggðin notfært sér hagkvæma sjó- flutninga meira en nú er. 16. Dvalarheimili aldraðra Þvi er beint til stjórnar sambands- ins, að hún beiti sér fyrir aukinni fjáröflun til uppbyggingar dvalar- og hjúkrunarheimilis aldraðra á sam- bandssvæðinu, með því meðal annars að landsbyggðin utan höfuðborgar- svæðisins fái hlutdeild i tekjum af landshappdrætti DAS. 17. Dvalarheimili vangefinna Stjórn sambandsins er hvött til að beita áhrifum sinum við sveitar- stjórnir, að þær veiti Styrktarfélagi vangefinna fjárframlög til jiess að koma upp dvalarheimili fyrir van- gefna. 18. Framhaldsskólar Fundurinn telur sjálfsagt, að rikis- sjóður kosti að fullu allt skólahald á framhaldsskólastigi. 19. Skipulag orkumála Aðalfundur SSA ályktar, að orku- lindir landsins séu sameign þjóðar- innar allrar og að nýting jæirra eigi að vera á þann veg, að allir lands- menn njóti sömu kjara á orkukaup- um og afhendingaröryggi. í skipu- lagsmálum sé megin markmiðið, að íbúar landshlutans hafi sem mest áhrif á ákvarðanatöku og rekstur orkukerfis síns svæðis. Aðalfundurinn felur stjórn sambandsins og þing- mönnum kjördæmisins að leita leiða til að ná sem fyrst þeim tæknilegu og félagslegu markmiðum, sem hér eru sett fram. Að undirbúningi þessara ályktana unnu þrjár allsherjarnefndir, a, b og c svo og orkunefnd. Einnig störfuðu á fundinum fjárhagsnefnd og kjör- nefnd. 1 fundarlok kvaddi sér hljóðs Jó- hann Klausen, sem starfað hefur á vettvangi samtakanna frá því að þau voru stofnuð, en hafði þá nýverið lát- ið af starfi sem bæjarstjóri á Eskifirði. Voru Jóhanni þökkuð mikil og margvisleg störf á vegum samtak- anna. Stjórn SSA 1 aðalstjórn SSA til eins árs voru kosnir Hreinn Sveinsson á Vopna- firði; Gunnar Guttormsson, Tungu- hreppi, sem er formaður; Theódór Blöndal, Seyðisfirði; Már Karlsson, Djúpavogi; Bjarni Þórðarson, Nes- kaupstað; Björn Kristjánsson, Stöðv- arfirði og Egill Jónsson, Nesjahreppi. Endurskoðendur til sama tíma voru kosnir Sigurjón Jónasson á Eg- ilsstöðum og Gísli Sigurðsson á Seyðisfirði. 1 orkunefnd SSA voru kosnir Frið- rik Kristjánsson, Höfn; Reynir Zoega, Neskaupstað; Alexander Árnason, Vopnafirði; Guðmundur Hallgrimsson, Fáskrúðsfirði og Hjálmar J. Nielsson, Seyðisfirði. I ráðgjafarnefnd Brunabótafélags Islands hlutu kosningu Hallsteinn Friðþjófsson, Seyðisfirði; Haukur Ólafsson, Neskaupstað og Guð- mundur Magnússon á Egilsstöðum. 1 stjórn Safnastofnunar Austur- lands voru kosnir Ármann Halldórs- son, Egilsstöðum; Elias Jónsson, Höfn; Elín Metúsalemsdóttir, Burst- arfelli; Grétar Einarsson, Seyðisfirði og Hjörleifur Guttormsson, Nes- kaupstað. SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.