Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.1999, Blaðsíða 8

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1999, Blaðsíða 8
FORUSTUGREIN Málefni aldraðra Þó að margt jákvætt hafi áunnist í málefnum aldr- aðra á undanförnum árum og áratugum er langur vegur frá því að viðhlítandi árangur hafi náðst. Þetta á jafnt við um húsnæðismál, kjaramál, skatta- mál og margs konar þjónustu við aldraða, m.a. heimilishjálp og heimahjúkrun. Verkeíhi sveitarfé- laga við framkvæmd öldrunarþjónustunnar hafa vaxið rnjög mikið á undanförnum árum og jafn- framt hefúr kostnaður sveitarfélaganna vegna þessa málaflokks aukist verulega. í heildina tekið er áætl- að að árlegur rekstrarkostnaður sveitarfélaganna vegna öldrunarþjónustunnar, þ.e. kostnaður við heimilishjálp, tómstunda- og félagsstarf aldraðra, stofnanir, íbúðir og aðra þjónustu, nemi tæplega tveimur milljörðum króna. Verkaskipting ríkis og sveitarfélaga í þessum málaflokki er þó tæpast nógu skýr. Það á bæði við um stefnumótun og skipulag og ekki síður um stjórnunarlega og fjármunalega þætti öldrunarþjón- ustunnar. Þannig eru sveitarfélög t.d. ábyrg fyrir fé- lagslegri heimaþjónustu en heimahjúkrun er verk- efni ríkisins. Þjónustan við aldraða er fyrst og fremst staðbundin velferðarþjónusta sem mikilvægt er að myndi eina samfellda þjónustukeðju þannig að úrræðin sem í boði eru á hveijum stað séu sem fjölbreytilegust og að skortur á rýmum innan eins þjónustuþáttar leiði ekki til ofhotkunar á öðrum. Vistrými fyrir aldraða á dvalar- og hjúkrunar- heimilum, öldrunarlækningadeildum og hjúkrunar- deildum sjúkrahúsanna voru talin vera tæplega 2000 á árinu 1981. Nú eru vistrými aldraðra á þess- um stofnunum 3636. Á 17 ára tímabili hefúr vist- rýmum því fjölgað um 1636 eða nálægt 80%. Samkvæmt yfirliti Húsnæðisstofnunar ríkisins hafði stofnunin lánað fé til byggingar 507 íbúða fýr- ir aldraða til ársins 1980. Á síðustu árurn hefur orð- ið mikil aukning í byggingu sérhannaðra íbúða fyrir aldraða. Á árinu 1990 voru íbúðir fyrir aldraða 1550, en nú má áætla að í landinu séu riflega 3500 sérhannaðar íbúðir og þjónustuíbúðir sem ætlaðar eru til afnota fyrir aldraða. Eitt af aðalmarkmiðum öldrunarþjónustu á að vera að einstaklingurinn haldi reisn sinni og þátt- töku í mannlegu lifi til hinstu stundar. Því eldri sem við verðurn höfum við í ríkari mæli þörf fýrir ör- yggi og stöðugleika. Að frátalinni góðri heilbrigðis- þjónustu ájrað sérstaklega við í lífeyris- og húsnæð- ismálum. í þeim málurn er víða pottur brotinn og það ætti að vera eitt helsta verkefhi ríkis og sveitar- félaga á þessu ári aldraðra, árinu 1999, að beita sér fýrir sérstöku átaki í þessum málaflokkum. Auðvit- að eru aðstæður og kjör aldraðra afar misjöfn en þó eru alltof margir sem búa við aðstæður sem eru al- gjörlega óviðunandi. Hlutfallstala aldraðra af heildaríbúafjölda landsins fer vaxandi og samfélagið hefur miklum skyldum að gegna við þann aldurshóp. Því er ljóst að áffarn verður að veija verulegum fjármunum til uppbygg- ingar og reksturs öldrunarþjónustunnar, m.a. er mik- ilvægt að fjölga vernduðum þjónustuibúðum og hjúkrunarrýmum en langir biðlistar eftir slíkri að- stöðu eru fyrir hendi nú. Hér eftir sem hingað til rnunu sveitarfélögin gegna ákveðnu forystuhlutverki og ábyrgð í málefn- um aldraðra og þau skorast ekki undan meiri skyld- um og ábyrgð varðandi þann málaflokk að því gefnu, að þeim séu tryggðir til þess eðlilegir tekju- stofhar. Bæði fagleg og fjárhagsleg rök má færa fyr- ir því að verkaskiptingin sé gerð gleggri og stjómun og ábyrgð sé á einni hendi, næst þeim er þjónust- unnar eiga að njóta. Fyrir nokkru var kornið á samstarfi Landssam- bands aldraðra og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hlutverk og verkefhi landssambandsins er nátengt verkefnum sveitarfélaganna á sviði öldrunarmála. Aukin samvinna sveitarstjóma og félaga eldri borg- ara um land allt leiðir til enn meiri árangurs í því mikilvæga verkefni að búa öldruðum betri lífsskil- yrði sem þeir eiga allan rétt á af samfélaginu. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.