Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1999, Blaðsíða 50

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1999, Blaðsíða 50
RÁÐSTEFNUR Frá fjármálaráðstefnunni. Við borðið sitja, talið frá vinstri, Sturla Þórðarson, bæjar- fulltrúi á Blönduósi, Skúli Þórðarson, bæjarstjóri á Blönduósi, Þórarinn B. Jónsson, bæjarfulltrúi á Akureyri, og Sigriður Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri þjónustusviðs Akureyrarbæjar. Aftar sjást m.a. Aðalbjörn Björnsson, oddviti Vopnafjarðarhrepps, og Þorsteinn Steinsson, sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps. málum sveitarfélaganna og varðandi möguleika þeirra til að sinna öðrum skyldum sínum. Eigi að síður er mik- ilvægt að sveitarstjórnir leiti allra leiða til að reka sem bestan grunn- skóla og til þess þarf að ná samstöðu með skólastjómendum og kennurum. Það markmið að gera góðan grunn- skóla enn betri næst ekki eingöngu með því að hækka laun kennara. Þar þarf ýmislegt annað að koma til og í því efni er ábyrgð skólastjómenda og kennara ekki síður mikil en sveitar- stjómanna. Vilhjálmur ræddi undirbúninginn að yfirfærslu málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga og kvaðst vænta þess að innan nokkurra mánaða lægi fyrir skýr mynd af umfangi mála- flokksins og tillaga að samkomulagi um yfirfærslu verkefnisins og tekju- stofnaflutning milli ríkis og sveitar- félaga. Að lokum sagði Vilhjálmur: „Það á að vera sameiginlegt við- fangsefni og markmið ríkisstjómar- innar og sveitarstjómanna að skapa sveitarfélögunum þann ijárhagslega ramma, að þau geti staðið undir þeim skyldum, sem á þau eru lögð, án þess að sveitarsjóðimir séu rekn- ir með halla. í því efni verður að horfa til allra skylduverkefna sveit- arfélaganna og möguleika þeirra til tekjuöflunar til að standa undir þeim verkefnum. Löggjafinn og ríkis- valdið hafa mikið vald til þess að leggja nýjar skyldur á sveitarfélögin með setningu laga og reglugerða. Sé þess ekki gætt að samhliða fylgi nægir tekjustofnar til að sinna þeim skyldum gerist það eitt, að sveitar- sjóðirnir verða reknir með halla, sem er engu síður alvarlegt mál en hallarekstur ríkissjóðs. Viðamikil sameining sveitarfé- laga á undanfömum misserum, sem að mínum dómi heldur áfram, hefúr breytt sveitarfélagaskipaninni í landinu og eflt sveitarfélögin til að takast á við ný og fleiri viðfangs- efni. Fyrir fmmkvæði sveitarstjóm- anuanna sjálfra, sem undirbúið hafa sameiningu sveitarfélaga heima í héraði, hefur sveitarstjórnarstigið eflst og áhrif þess aukist. Eflaust á aukinn verkefnaflutningur frá ríki til sveitarfélaga vemlegan þátt í þeirri þróun, ekki síst yfirtaka sveitarfé- laganna á öllum rekstrarkostnaði gmnnskólans. Skilvirk stjómsýsla og traust ijár- málastjórn sveitarfélaga eru atriði sem alfarið em í höndum sveitar- stjómarmannanna sjálfra. Misfellur í þeim þáttum er ekki hægt að kenna öðrum um. Grunnur að fjárhags- stöðu sveitarfélaganna er þó að vemlegu leyti lagður af löggjafan- um og framkvæmdavaldinu. Sveit- arstjórnarmenn verða þó ætíð að gæta þess að hafa heildaryfírsýn yfir þann viðamikla rekstur sem þeir bera ábyrgð á og haga rekstri og framkvæmdum hvers sveitarfélags í samræmi við raunvemlega fjárhags- getu þess. Skuldasöfnun sveitarfélaganna getur ekki haldið áfram með sama hætti og verið hefúr. Hvort tveggja þarf nú að gerast, að sveitarstjómar- menn gaumgæfi vel rekstur og framkvæmdir sveitarfélaganna í ljósi ijárhagsstöðu þeirra og ríki og sveitarfélög taki verkefni og tekju- stofna sveitarfélaganna til sérstakrar endurskoðunar.“ „Stöðugur hallarekstur sveitarfé- laganna er mikið áhyggjuefni, sér- staklega nú þegar góðæri ríkir,“ sagði Páll Pétursson félagsmálaráð- herra í ávarpi sínu til ráðstefnunnar. „Þjóðhagsstofnun spáir yfír tveggja milljarða halla árið 1998. Hallinn á árinu 1997 að mati Þjóðhagsstofn- unar var 3 milljarðar, 426 milljónir 1996, 1450 milljónir 1995 og 6,8 milljarðar árið 1994. Þessum tölum ber ekki fyllilega saman við tölur Hagstofú sem em enn skuggalegri. Það sjá allir að svona er ekki hægt að láta mál þróast. ... Það er mjög áríðandi, sértaklega á þenslusvæð- unum, að sveitarfélögin gæti hófs í framkvæmdagleðinni og fresti fram- kvæmdum ef unnt er. Þá er auðvitað sjálfsagt að sveitarfélög með erfiðan rekstur fullnýti við álagningu heim- ilað útsvar.“ Ráðherra vék að flutningi verk- efna, s.s. grunnskólans, frá ríki til sveitarfélaga. „Löggjafmn hefúr lagt miklar skyldur á sveitarfélögin og sumar þeirra em mjög ijárfrekar svo sem að hafa lokið að einsetja gmnn- skólann 2002. Ég tel að vel komi til 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.