Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.1999, Blaðsíða 49

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1999, Blaðsíða 49
RÁÐSTEFNUR Orðalag af þessu tagi felur ekki í sér skýran kostnaðarauka fyrir sveitar- félögin og getur auðveldlega leitt til miklu meiri útgjalda en ætla hefði mátt í upphafi. Þá hafa breytingar í skattamálum tíðum áhrif á útsvar sveitarfélaganna án þess að verið sé að breyta lögum um útsvar. Það á t. d. við um skattfrelsi lífeyrisið- gjalda, frádrátt vegna hlutabréfa- kaupa og tilfærslur í skattkerfinu í kjölfar upptöku fjármagnstekju- skattsins. Slíkar breytingar á skatt- kerfi ríkisins geta því með beinum hætti leitt til verulegs samdráttar í tekjum sveitarfélaganna. Núverandi tekjustofnakerfi sveit- arfélaganna hefur á margan hátt nýst þeim mjög vel. í ljósi þeirra breytinga sem stöðugt eiga sér stað í skattamálum og áhrif hafa á útsvarið, sem er megin- tekjustofn sveitarfélag- anna, er ég þeirrar skoðun- ar að tímabært sé að taka rekstrarumfang og tekju- stofna þeirra til gagngerrar endurskoðunar með það að markmiði að skilgreina betur þau verkefni sem sveitarfélögum er fyrst og fremst ætlað að sinna og treysta betur fjárhags- grundvöll þeirra.“ Vilhjálmur vék að skuldasöfnun sveitarfélag- anna og taldi hana algjör- lega óviðunandi. „Samkvæmt niður- stöðum ársreikninga sveitarsjóða landsins voru þeir reknir með tæp- lega 900 millj. kr. halla árið 1997, þ.e. eftir rekstur og fjárfestingu. Árið 1996 var hallinn 600 millj. kr. Miðað við fjárhagsáætlanir sveitar- sjóða árið 1998 verður halli þeirra u. þ.b. 1.800 millj. kr. á árinu 1998. Heildarskuldir sveitarsjóðanna jukust um 3,1 milljarð kr. að raun- gildi árið 1997 samkvæmt niður- stöðum ársreikninga þeirra en þær voru í árslok 42,4 milljarðar kr. Peningalegar eignir þeirra hækkuðu aftur á móti um 2,1 milljarð kr. að raungildi og voru þær 17,9 milljarð- ar kr. í árslok 1997. Peningaleg staða sveitarsjóðanna versnaði þvi um einn milljarð kr. árið 1997. Þessi þróun á sér stað þrátt fýrir stöðugleika í efnahagslífinu og mik- inn hagvöxt sem fært hefur flestum sveitarfélögum verulega auknar út- svarstekjur. Þessa skuldasöfnun má rekja ýmist til framkvæmda og reksturs málaflokka sem tengjast skylduverkefnum sveitarfélaga eða valkvæðum viðfangsefnum þeirra.“ Formaður kvað byggðamál á krossgötum og rnikinn flutning fólks utan af landi til sveitarfélag- anna á höfuðborgarsvæðinu áhyggjuefni allra sveitarstjórnar- manna og alls ekki einkamál þeirra sem í dreifbýlinu búa. „Á árunum 1995 til 1997 fjölgaði íbúum á höf- uðborgarsvæðinu samtals um tæp- lega átta þúsund, sem svarar til þess að á sl. þremur árum hafí allir íbúar Sauðárkróks, Húsavíkur og Homa- fjarðar flutt til svæðisins og fjölgun íbúa í Kópavogi á síðasta ári um 1.300 jafngildir því að nær allir íbú- ar Húnaþings, sem varð til við sam- einingu allra sveitarfélaga í Vestur- Húnavatnssýslu, hafí flust þangað á því ári.“ Hann vék að ályktun landsþings sambandsins í ágúst 1998 um byggðamál og kvaðst sammála þeim meginmarkmiðum, sem til- greind væru í þingsályktunartillögu forsætisráðherra um stefnu í byggðamálum fyrir árin 1998-2001 og kvað ljóst að aðgerðir ríkisins í byggðamálum á næstu misserum geti skipt sköpum varðandi búsetu og íbúaþróun í landinu. „Ákvarðan- ir, sem lúta að eflingu menntunar, jöfnun námskostnaðar, lækkun orkuverðs, endurskoðun á skipulagi ríkisstarfseminnar og að nýjum op- inberum stofnunum skuli valinn staður á landsbyggðinni, eru meðal þeirra aðgerða sem eru líklegar til að skila raunverulegum árangri í byggðamálum og treysta byggð í landinu.“ Formaður kvað ný lög um hús- næðismál mundu hafa veru- leg áhrif á fjármálaleg af- skipti og rekstur sveitarfé- laganna á þeim vettvangi. Sveitarfélögin hefðu mikil- vægu hlutverki að gegna varðandi framkvæmd fé- lagslega íbúðakerfisins og framboð á félagslegu leigu- húsnæði. „Þetta hlutverk hafa þau á liðnum áratugum rækt af mikilli ábyrgð. Ég tel hins vegar einsýnt að hlutverk annarra aðila á þessum vettvangi muni aukast á næstu árum, svo sem félagasamtaka og fyrir- tækja, og er sú þróun bæði eðlileg og skynsamleg," sagði Vilhjálmur. Þróunina í kjaramálum kennara kvað formaður alvarlegt umhugsun- arefni fyrir sveitarfélögin í landinu og stöðu Launanefhdar sveitarfélaga og varpaði fram nokkrum spuming- um varðandi stöðu hennar og fram- tíð. „Grunnskólakostnaðurinn er nú orðinn stærsti útgjaldaliður sveitar- félaganna og tekur til sín í heildina 38% af rekstrargjöldum þeirra. Miklu skiptir því að sveitarstjómim- ar séu meðvitaðar um þann veru- leika og beiti stjómtækjum sínum til að halda þessum rekstri innan eðli- legra ntarka. Ef út af ber í þessum viðamikla rekstri kann það að hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar í fjár-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.