Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1999, Blaðsíða 42

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1999, Blaðsíða 42
MENNINGARMAL Munu hetjur ríða um héraðið þitt í sumar? Armann Guðmundsson, formaður Leikfélagsins Sýnir Leikfélagið Sýnir (leikfélag áhugaleikara sem taka ekki mark á fjarlœgð) hyggst í sumarfara i leikferð um landið og sýna nýtt leikrit eftir Böðvar Guðmundsson. Þetta verður útisýning sem fjallar um kristnitSku i Eyjafirði um árið 1000 og verður hún frumsýnd í Kjarnaskógi á kristnitökuhátíð í Eyjafirði 25. júli nk. Árið 1997 hóf Bandalag íslenskra leik- félaga (BÍL) starfsemi leiklistarskóla fyrir áhugaleikara. Skólinn starfaði rúma viku í júní og fór kennsla fram í Húsabakkaskóla í Svarfaðar- dal. Sóttu hann tæplega 40 áhugaleikarar víðs vegar af landinu og gafst áhugaleikurum þama kærkomið tæki- færi til að kynnast og vinna með fólki úr öðrum leik- félögum. Varð þvílík sköpunarsprenging í hópnum að strax og fólk var komið heim var farið að leita leiða til að hópurinn gæti áfram unnið saman að leiklist. Menn settu ekki fyrir sig að hópurinn kom frá öllum lands- hornum, töldu það aðeins tæknilegt vandamál sem leysa rnætti með góðri skipulagningu. Niðurstaðan varð sú að stofnað var leikfélag sem spannaði landið allt og hlaut nafnið Leikfélagið Sýnir. Markmið félagsins var að setja upp leiksýningar senr sýndar yrðu sem víðast um landið. Þar sem flestir félagsmenn leikfélagsins voru bundnir yfir sýningum síns heimaleikfélags þá urn veturinn var ákveðið að byija smátt og látið nægja að setja upp tvo frumsamda einþáttunga á einþáttungahátíð BIL í Stykk- ishólmi í maí. Þessir einþáttungar voru síðan leiknir aft- ur ásamt fjórum öðrum á Dalvík síðastliðið sumar með- an á öðru ári leiklistarskólans stóð. Strax síðastliðið haust hófst svo undirbúningur fyrir fyrstu leiksýningu félagsins í fullri lengd. Leikfélagið Sýnir er hæfdeg blanda af efnilegu og reyndu leikhúsfólki. 1 því er fólk sem fengist hefur við flesta þætti leiklistar, allt frá hvísli til leikstjómar, og stefnir leikfélagið að því að vera sjálfbært (svo notað sé það tískuorð) urn sem flest. Upphaflega stóð því til að þrír félagsmanna skrifúðu fámennt og meðfærilegt leik- rit sem einfalt og þægilegt væri að setja upp í hvaða samkomuhúsi sem væri. Þá kom að máli við stjórn félagsins séra Hannes Örn Blandon og fór þess á leit, fyrir hönd kristnitökunefndar Eyjafjarðarprófasts- dæmis, að Leikfélagið Sýnir tæki að sér að setja upp leikrit sem Böðvar Guðmundsson væri með í smíðum og fjallaði um kristni- töku í Eyjafirði um árið 1000. Þrátt fyrir að lágmark 25 leikara þyrfti í sýninguna, þetta væri útisýning þar sem flest íslensku hús- dýrin væm skrifuð inn í handritið og fyrir- sjáanlegt að verkefnið æti meira og minna upp allt sumarfrí þátttakenda, var þetta svo einstakt og ævintýralegt verkefni að innan viku hafði tilboðinu verið svarað játandi. Leikritið er hæfileg blanda af gamni og alvöru og er þar allt að finna sem prýðir góða Islendinga- sögu, forboðna ást, afbrýði, ódæðisverk, hefndarþorsta og sáttfýsi. Þarf enginn sem þekkir til verka Böðvars að efast um að vel er farið með efhið. I samningnum sem Leikfélagið Sýnir og kristnitöku- nefnd Eyjafjarðarprófastsdæmis gerðu með sér fólst að nefndin greiddi höfúndi fyrir verkið en leikfélagið tók að sér að sýna það og fékk í staðinn sýningarrétt að ákveðið mörgum sýningum en enga beina greiðslu. Og þá var bara að vinda sér í að skipuleggja og fjármagna dæmið því það segir sig sjálft að svona ferðalag útheimtir gífúr- legt skipulag og kostar dágóðan skilding. Það er ljóst að leikfélagið kemur til með að reiða sig talsvert á styrki þvi ætlunin er að stilla aðgangseyri í hóf (en stefnt er að því að miðaverð á sýninguna verði kr. 999 fyrir áhorf- endur 16-66 ára eða ein króna á hvert kristið ár. Að- gangur verður ókeypis fyrir ellilífeyrisþega og böm. Um þessar mundir stendur yfir leit að heppilegum sýningar- stöðum (sýningarnar verða alls níu á tímabilinu 25. júlí-2. ágúst) og eitt af því sem ræður miklu um val á þeim er áhugi viðkomandi sveitarfélags eða annarra aðila innan þess á að fá sýninguna til sín. Ef slíkur áhugi er fyrir hendi er tilvalið að hafa samband við greinarhöf- und og fá frekari upplýsingar en það er hægt að gera í heimasíma 551—4880, vinnusíma 568-2550 eða í net- fanginu: concepts@mmedia.is 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.