Sveitarstjórnarmál - 01.03.1999, Blaðsíða 11
SKIPULAGSMÁL
Á dagskxá voru þrjú mál. Fyrst var tekið fyrir bréf Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga þar sem tilkynnt var að
stjóm þess hefði samþykkt að beita sér fyrir sameigin-
legu átaki sveitarfélaga í landinu til aðstoðar við Súða-
víkurhrepp. Síðan var fjallað um atvinnulífið og skipuð
var framkvæmdanefnd, sem átti að taka ákvarðanir um
verklegar framkvæmdir. I bókun stjómar Frosta hf., sem
framkvæmdastjóri fyrirtækisins kynnti á fundinum,
kemur m.a. fram að ákveðið hafði verið að hefja vinnslu
í rækjuverksmiðjunni 30. janúar og að stjómin taldi að
með því væri fyrsta skrefið í uppbyggingunni hafið. Síð-
asta málið á dagskránni var að boða til borgarafúndar þá
um kvöldið til þess að upplýsa íbúana um ástand og
horfúr.
Grundvöllur að framtíðarsýn manna á þessum tíma
var löngunin til þess að endurreisa byggðina, yfírlýsing
stjómvalda um stuðning við uppbygginguna og hinn
stórkostlegi stuðningur þjóðarinnar við Súðvíkinga, sem
m.a. birtist í undirtektum við söfnun Samhugar í verki.
Á öðmm fundi hreppsnefndar (þriðja fundi nýrrar
hreppsnefndar) eftir flóðin, sem haldinn var á ísafirði
24. janúar, var ákveðið að ráða Jón Gauta Jónsson, ráð-
gjafa hjá Rekstri og Ráðgjöf ehf., í starf sveitarstjóra í
allt að þrjá mánuði þar sem ffam hafði komið ósk frá
Sigríði Hrönn Elíasdóttur sveitarstjóra um tímabundið
leyfi frá störfum. Þar kynntu þeir Vilhjálmur Þ. Vil-
hjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga,
og Þórður Skúlason framkvæmdastjóri hugmyndir
stjómar sambandsins um í hvaða formi aðstoð sveitarfé-
laganna í landinu gæti orðið.
Allt frá því að afleiðingar snjóflóðanna blöstu við var
það sannfæring manna að flytja þyrfti alla byggðina ef
von ætti að vera til þess að íbúamir snem aftur. Á þess-
um tíma vom allir íbúar Súðavíkur í bráðabirgðahús-
næði aðallega á Isafirði, en Isfírðingar tóku á móti íbú-
um Súðavíkur af miklum rausnarskap strax og hægt var
að koma þeim í burtu eftir flóðið. Allar aðgerðir sveitar-
stjómar áttu eftir að taka mið af þessari sannfæringu
manna.
Skipulags• og húsnæðismál
Á árinu 1994 hafði Súðavíkurhreppur fest kaup á
landi Eyrardals innan við þorpið. Samkvæmt aðalskipu-
lagi vom þar framtíðarmöguleikar til vaxtar byggðarinn-
ar. Á fúndi hreppsnefndar 26. janúar vom tvö mál á dag-
skrá, þ.e. deiliskipulag Eyrardalslands og húsnæðismál,
þar sem fyrst og fremst var rætt um með hvaða hætti
væri hægt að koma upp bráðabirgðahúsnæði til þess að
íbúamir gætu snúið aftur. Ákveðið var að fela sveitar-
stjóra að kanna möguleika á að fá arkitekta til þess að
taka þátt í samkeppni um deiliskipulagið og kanna
möguleika á að koma sem fyrst upp bráðabirgðahús-
næði. í kjölfar þessara samþykkta gerðust hlutimir hratt.
Á fúndi sveitarstjóra með framkvæmdastjóra og for-
manni Arkitektafélags Islands 2. febrúar kom fram vilji
félagsins til þess að aðstoða við undirbúning og fram-
kvæmd samkeppninnar um deiliskipulagið. Þar var m.a.
ákveðið að félagið ætti tvo fulltrúa í dómnefnd sam-
keppninnar. Þennan sama dag átti sveitarstjóri sinn fyrsta
fúnd með nefhd ráðuneytisstjóra allra ráðuneyta, en rik-
isstjómin skipaði þá nefnd til þess að tryggja greiðan
ffamgang allra mála er vörðuðu uppbygginguna. Á þeim
fúndi kom fram stuðningur við áfonn hreppsnefndar um
að koma sem fyrst upp bráðabirgðahúsnæði á staðnum.
Þessi ákvörðun ríkisstjómar, að skipa ráðuneytisstjóra-
nefndina, átti eftir að reynast afar farsæl íyrir ffamgang
mála.
Á fundi hreppsnefndar 5. febrúar var samþykkt að
skipa þijá inenn í nefnd til þess að skoða sumarbústaði
og þrjá fulltrúa heimamanna í dómnefnd vegna sam-
keppni um deiliskipulagið. Ennfremur var ákveðið að
ganga þá þegar til kaupa á sumarbústöðum. I fyrstu
samningum við sumarhúsaframleiðendur kom fram að
afar mikilvægt væri að fínna möguleika til þess að stað-
greiða bústaðina. Eftir að stjóm Samhugar í verki hafði
samþykkt að lána fé til kaupanna af söfhunarfé og eftir
að fyrir lá yfirlýsing forsætis- og fjármálaráðherra um
ríkisábyrgð gagnvart sjóðnum var ekkert því til fyrir-
stöðu að ganga til kaupanna. Það tafði nokkuð að sumir
ffamleiðendur höfðu ekki aflað sér umsagnar Rannsókna-
stofnunar byggingariðnaðarins um gæði framleiðslunnar
en eftir að slík umsögn lá fyrir vom gerðir samningar við
þrjá framleiðendur um kaup á 18 bústöðum.
Keppnislýsing vegna samkeppni um deiliskipulagið
var afgreidd á fundi hreppsnefndar 9. febrúar. Á þeim
sama fundi voru valdir 6 arkitektar/arkitektastofur til
þátttöku í samkeppninni. Mánudaginn 13. febrúar komu
þessir aðilar í skoðunarferð til Súðavíkur og á fúndi með
þeim þann dag var ákveðið að skila skyldi tillögum mán-
uði síðar eða 13. mars. Þetta þótti stuttur ffestur en það
sýnir hvað vilji manna var mikill til að greiða götu Súð-
víkinga að allir þátttakendur skiluðu vel unnum tillögum
á réttum tíma. í keppnislýsingunni kom m.a. ffam ákveð-
inn vilji til þess að flytja eins mörg af gömlu timburhús-
unum og kostur væri yfir í nýja þorpið og að þeim væri
þar ætlaður staður sem gæfí þorpinu svip af fyrri tíma og
sögu gamla þorpsins.
Kaup og uppsetning bústaóanna
Eins og áður segir voru keyptir 18 bústaðir. Kaupin
fóru fram dagana 14.-17. febrúar. Fyrstu afskipti Ágústs
Kr. Bjömssonar (ÁKB), núverandi sveitarstjóra, af mál-
efnum Súðavíkur hófust 14. febrúar þar sem fjármála-
ráðuneytið hafði milligöngu um að Ríkiskaup legðu til
sérfræðing til þess að aðstoða sveitarstjóra við kaup á
bústöðunum. Þessa sömu daga vann Verkfræðistofa Sig-
urðar Thoroddsen á Isafirði að hönnun götu og lagna fyr-
ir bústaðahverfið og framkvæmdir hófúst í lok vikunnar,
þ.e. 17. febrúar, með því að Vegagerð ríkisins lagði til
tækjabúnað til þess að hreinsa gífúrlegt magn af snjó af
5