Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1999, Blaðsíða 25

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1999, Blaðsíða 25
ALMAN NAVARN I R 3. Samhœfing Hugtakið almannavarnir felur m.a. í sér samstarf allra þeirra aðila sem bregðast þurfa við þegar al- mannavá ógnar öryggi hins almenna borgara. Stofnunin hefur með hönd- um það hlutverk að skipuleggja heildarsamræmingu aðgerða vegna almannvama. I þessu felst nr.a. að útbúa neyðaráætlanir, skipuleggja æfingar, annast fræðslu og þjálfun þeim til handa sem verkskyldur hafa, tryggja viðunandi búnað í landinu og hafa eftirlit með al- mannavamanefndum. Þetta er um- fangsmesta svið stofnunarinnar þar sem innan þess þarf að tryggja sam- vinnu fjölmargra stofnana, félaga- samtaka, neyðarsveita og sveitarfé- laga urn land allt. 4. Aðgeróir Þegar vá er yfirvofandi eða við- varandi hefúr stofnunin lögum sam- kvæmt skyldum að gegna þ. á m. við að skipuleggja og veita aðstoð milli umdæma. Til að gegna þessu hlutverki starfrækja AVRIK stjóm- stöð. Jaffiframt rekur stofnunin fjar- skiptanet um landið til þess að tryggja samskipti milli umdæma. Undir aðgerðasvið falla þau verk- efni sem stofnuninni er ætlað að skipuleggja eða framkvæma með beinum hætti vegna áfalla. Að- gerðasviðið vinnur líka að rann- sóknum og úrvinnslu eftir aðgerðir svo læra megi af reynslunni og nýta í frekari uppbyggingu. 5. Alþjóðatengsl AVRIK eiga sæti í ýmsum nefhd- um í alþjóðlegu samstarfi og taka þátt í því starfi eftir getu og for- gangsröðun á hverjum tíma. Virkt alþjóðlegt samstarf er fyrst og fremst við Norðurlönd og sækja fulltrúar stofnunarinnar árlega for- stöðumannafund norrænna al- mannavarna. Framkvæmdastjóri sækir einnig fundi almannavarna- nefhdar NATO. Aðrar stofnanir sem samvinna er við eru Sameinuðu þjóðirnar og Evrópusambandið. Stofnunin móttekur stöðurit frá al- þjóðlegum stofnunum um viðbúnað vegna hættu- og neyðarástands víðs vegar um heiminn. 6. Rekstur Rekstrarsvið fer með fjánnálaeft- irlit (rekstraráætlanir, verkefnavísar o.fl.), almennan skrifstofurekstur, útgáfumál og annan rekstur fyrir stofnunina, þ. á m. umsjón með skjala- og gagnavistun. Til útgáfu- mála teljast m.a. ársskýrsla og svo fréttabréf sem ætlað er að gefa út nokkrum sinnum á ári. Fastir starfsmenn AVRIK eru fímm og skipta með sér verkefnum á ofantöldum sviðum, auk þess sem fólk er fengið í tímabundin verkefni. Einnig koma margir við sögu við ýmiss konar nefndastörf á vegum AVRIK. Nefndastörfin eru mikil- væg til þess að tryggja að hin marg- víslegu sjónarmið mismunandi aðila sem standa að almannvömum komi fram. Endurskoóun Allar ríkisstofnanir þurfa að ganga í gegnum endurskoðun og uppfærslur með skilgreindunr mark- miðum, upphafi og endi, og haldast þannig í hendur við vöxt og þróun samfélagsins. Endurskoðun á skrif- stofu AVRIK er því sem næst lokið, þar með talið innra skipulag AVRIK með sviðsskiptingu eins og að framan greinir. Um þessar mund- ir er sérstaklega verið að endur- skoða vettvangsstjórnun, heildar- skipan almannavarna í landinu og búnaðarmál. Vettvangsstjórnun I september sl. var sett á stofn nefnd til að vinna að endurskoðun vettvangsstjórnunarskipulagsins. Á fjölmennri ráðstefnu sem haldin var í Reykjavík þann 26. febrúar sl. á vegum AVRIK vom tillögur nefnd- arinnar kynntar og fengu þær mjög góðan hljómgrunn. Hugmyndirnar ganga út á einfaldan ramma sem virkar jafht við stórar sem smáar að- gerðir. Honum má beita við alls kyns aðstæður þar sem framkvæmd- ir koma við sögu, óháð því að hveiju verið er að vinna. Nánari út- færsla er í samræmi við fram- kvæmdimar sem vinna þarf hverju sinni og er í höndum notandans. Má sem dæmi nefna að nýlega hélt Hafnarfjarðarbær veglega upp á 90 ára afmæli sitt. Þessar tillögur að vettvangsstjómun hefði verið hægt að nota þar. Nota má tillögurnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.