Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.1999, Blaðsíða 45

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1999, Blaðsíða 45
SKIPULAGSMÁL Erlendis hafa farið fram miklar rannsóknir á því í hvaða mæli há- vaði angrar fólk. Niðurstöður þeirra rannsókna má sjá í meðfylgjandi töflu: Eftirfarandi línurit sýnir mynd- rænt niðurstöður erlendra rannsókna hvemig vaxandi hlutfall fólks telur sig þjakað af umferðarhávaða eftir því sem hljóðstig vex. Nokkrir hópar fólks em sérstak- lega viðkvæmir fyrir tmflun af há- vaða meðan þeir sofa. Það er m.a. eldra fólk, fólk sem vinnur vakta- vinnu, fólk í ójafnvægi og fólk sem er þjakað af streitu. Bakgrunnshávaði getur skapað erfiðleika við að skynja talað mál. Eftir því sem bakgmnnshávaði vex fer fólk að tala hærra, einbeiting minnkar, samskiptahæfni minnkar, fólk verður ergilegt, misskilningur á sér stað, afköst minnka og streita vex. Mengunarvarnareglugeró I íslensku mengunarvarnareglu- gerðinni (nr. 48/1994 með breytingu nr. 273/1997) em ákvæði um mesta hljóðstyrk á opnum svæðum, á lóð við hús eða við opnanlega glugga og hljóðstig innanhúss. Megin- áhersla og strangar kröfur em settar þegar verið er að skipuleggja ný hverfi. í mengunarvamareglugerð- inni em notuð tvö hugtök um hljóð- stig, þ.e. „viðmiðunargildi“ og „leiðbeiningargildi“. Skilgreining hugtakanna er þannig: „Viðmiðunargildi" er það gildi sem verður að uppfylla til þess að ástandið geti talist viðunandi. Ef þetta viðmiðunargildi er samt sem áður ekki uppfyllt, skal skilgreina hvemig hægt verður að uppfylla það innan ákveðins tíma. „Leiðbeiningargildi“ er gildi sem ákjósanlegt er að uppfylla eða stefna að því að uppfylla sem lang- tímamarkmið, en leitast skal við að uppfylla það þar sem þess er nokkur kostur. Mestar kröfur eru gerðar um hljóðstig innanhúss þar sem fólk vill vera í næði. í mengunarvamareglu- gerðinni er viðmiðunargildi innan- húss 30 dB. Fyrir útivistarsvæði í þéttbýli er viðmiðunargildið við ný- skipulag 55 dB og við nýskipulag er einnig miðað við að hljóðstig utan við opnanlegan glugga fari ekki yfir 55 dB. Þær kröfur sem settar eru fram í íslensku mengunarvarna- reglugerðinni em samsvarandi kröf- ur og í nágrannalöndunum. Þau við- miðunargildi sem sett em fram um mesta hljóðstig eru málamiðlun samfélagsins, annars vegar um kostnað og hins vegar að minnka óþægindi íbúanna. Þegar hljóðstig er 55 dB eins og viðmiðunargildi í mengunarvamareglugerð er, þá má búast við samkvæmt erlendum rannsóknum að 10-15% íbúanna verði fyrir vemlegum óþægindum af hávaða. Þetta hlutfall hækkar eftir því sem hljóðstigið vex, eins og kemur fram í töflunni hér að fram- an. Mesti möguleiki til að skapa gott umhverfi með tilliti til hljóð- stigs án mikils kostnaðar er þegar verið er að skipuleggja ný hverfi. Þar sem byggð er fýrir og áform em um þéttingu byggðar eða lagningu nýrra vega er yfirleitt mun erfiðara að eiga við hljóðstigið utanhúss. Fyrirhugaðar framkvæmdir geta samt átt rétt á sér og í samræmi við það sjónarmið er í mengunarvama- reglugerðinni heimilað hærra hljóð- stig. I reglugerðinni eru nefnd tvö frávik frá almennu kröfunum. Eftirtalin frávik em: í fyrsta lagi er „frávik 1“ sem á við þegar um er að ræða „vemlega breytingu á umferðaræð í byggð sem fyrir er“ og viðmiðunargildi fyrir útivistarsvæði í þéttbýli er 65 dB og viðmiðunargildi fyrir hljóð- stig utan við opnanlegan glugga er 65 dB. I öðm lagi er „ffávik 11“ sem gild- ir fyrir „nýbyggingarsvæði í eldri byggð eða endumýjun byggðar sem fyrir er“ og þar er viðmiðunargildið utan við húsvegg á jarðhæð og utan Áhrif hávaða á íbúa. Hljóðstig Mjög truflandi Lítið truflandi Ekki truflandi <55 dB 10% 20% 70% 55-65 dB 33% 33% 33% >65 dB 50% 25% 25% 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.