Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.1999, Blaðsíða 35

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1999, Blaðsíða 35
SKIPULAGSMÁL Fjarskiptamannvirki og skipulag sveitarfélaga Gautur Þorsteinsson verkfrœðingur Breytingar á fjarskipta- þjónustu Á undanfömum ámm hafa orðið miklar breytingar á íjarskiptaþjón- ustu víða um heim. Ekki síst á þetta við um farsímaþjónustu og hafa víða verið stofnsett einkafyrirtæki sem bjóða hana í samkeppni við op- inberu símafyrirtækin, sem áður höfðu einokun á allri símaþjónustu. Þessi þróun hefur einnig náð hingað til lands og í maí 1998 hóf Tal hf. rekstur farsímakerfis. Á þeim stutta tíma sem liðinn er hefur verð á GSM-farsímaþjónustu lækkað um- talsvert og má með nokkrum rétti halda því fram að tilvist fyrirtækis- ins hafi orðið öllum farsímanotend- um til hagsbóta, hvar sem þeir em búsettir á landinu. Tal hf. hefur einnig verið að festa sig í sessi sem alhliða fjarskiptafyrirtæki og frá áramótum býður það símnotendum að hringja til útlanda í gegnum sím- stöð sína á lægra verði en áður hefur þekkst. Dreifikerfi farsímaþjón- ustu Á þessu ári hafa báðir þeir aðilar sem reka farsímakerfi, Tal hf. og Landssíminn, unnið að uppbygg- ingu dreifikerfa sinna. Dreifikerfi farsímaþjónustu byggjast á neti far- stöðva og fjarskiptatengingum þeirra við símstöðvar þaðan sem símtölunum er iniðlað til áfanga- staðar, sent ýmist er í sama farsíma- kerfi, í farsímakerfi annars aðila, í almenna símkerfinu eða í útlöndum. Farstöðvarnar þurfa að vera í námunda við notendurna og fylgir þeim nokkur tækjabúnaður, sem koma má fyrir í litlu herbergi eða tækjaskýli. Til þess að hafa sam- skipti við símtækin þarf nokkuð stór loftnet og vegna eðlis þess hluta ijarskiptatíðnirófsins sem GSM- kerfinu hefur verið úthlutað, þá er nauðsynlegt að fjarlægðin milli far- síma og loftneta sé sem minnst og að sem fæstar hindranir séu þar í milli. I þéttbýli er yfirleitt reynt að koma loftnetum íyrir á húsbygging- um sem rísa nokkuð yfir umhverfi sitt, þannig að sem fæstar hindranir séu milli loftneta og farsíma. í dreif- býli er gjaman reynt að koma far- stöðvunum fyrir á hæðum og jafn- vel fjöllum ef kostnaður við raf- magnsheimtaug er ekki of mikill. í mörgum tilvikum er nauðsynlegt að reisa fjarskiptamöstur til þess að koma loftnetum í viðunandi hæð frá jörðu. Frjálsræði fyrri tíma Víða á landinu em til ljarskipta- möstur sem reist hafa verið í ýms- um tilgangi. Hér er um að ræða dreifikerfi Ríkisútvarpsins, Islenska útvarpsfélagsins og Landssímans auk þess sem Landsvirkjun rekur eigið Qarskiptakerfi. Flestum þess- um íjarskiptamöstmm er það sam- eiginlegt að þau vom byggð þegar skipulags- og byggingarmál vom i lausari skorðum en nú tíðkast. Um dreifikerfi veitustofnana gilda oftast sérlög sem undanskilja þau ákvæð- um byggingarlaga. Fyrr á tímum vom veitustofnanir nær einráðar um það hvernig þær höguðu fram- kvæmdum sínum og voru einungis bundnar af sérlögum þeim sem við áttu. Þannig giltu vegalög um fram- kvæmdir Vegagerðar ríkisins og íjarskiptalög um Landssímann, síð- ar Póst og síma. Á síðari ámm hefur svigrúm hinna opinbem fyrirtækja þrengst allmikið. Lágspenntar raf- línur em enn lagðar utan skipulags, en vegagerð þarf að vera í samræmi við skipulag. Póstur og sími byggði upp Ijarskiptakerfi sitt utan skipu- lags og oft án byggingarleyfa, enda giltu íjarskiptalög um þessar fram- kvæmdir. Hugsun löggjafans hefur væntanlega verið sú að ótækt væri að opinberar stofnanir, sem gegndu mikilvægu samfélagslegu hlutverki, væm háðar staðbundnum hagsmun- um um framkvæmdir sínar. Þessi tími frjálsræðis í byggingamálum fjarskiptamannvirkja er nú liðinn. Í ársbyrjun 1998 tóku gildi ný skipu- lags- og byggingarlög, þar sem kveðið er á um að fjarskiptamann- virki þarfnist byggingarleyfa. Gildir þetta jafnt um há fjarskiptamöstur, sem um loftnet utan á húsum. Jafn- framt eru ný ákvæði i byggingar- reglugerð, sem skylda byggingaryf- irvöld til þess að láta fjarlægja mannvirki sem byggt hefur verið í óleyfi og má ekki leyfa það fyrr en hið óleyfða mannvirki hefur verið Qarlægt. Með gildistöku hinna nýju laga má segja að lagður sé gmnnur að jafnræði í byggingarmálum með fjarskiptafyrirtækjunum tveimur, Tali hf. og Landssímanum hf., því báðum aðilum er nú gert að byggja í samræmi við skipulag og hlíta ákvörðunum byggingar- og skipu- lagsnefnda. Þó skortir enn á að 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.