Sveitarstjórnarmál - 01.03.1999, Blaðsíða 17
SKIPULAGSMAL
Lögin um varnir gegn snjóflóðum og skriðufollum
gera ráð fyrir að flytja skuli hús sé þess kostur og það
talið ódýrara en að kaupa það upp. Fyrstu hugmyndir
ráðgjafa er skoðuðu fasteignir í Súðavík gerðu ráð fyrir
að 19 hús væru flytjanleg. Við skoðun fækkaði þeim í
13. Eins og áður sagði voru 7 þeirra flutt sem sérstök
aðgerð áður en styrkur Ofanflóðasjóðs var staðfestur.
Taka verður fram að reglugerðin sem tylgir lögunum
urn varnir gegn snjóflóðum og skriðufollum er óskýr
hvað varðar mat og framkvæmd slíkra verka ef til álita
kemur að flytja hús. Þannig tók mjög langan tíma að
skilgreina hvað telst til flutnings húss og með hvaða
hætti meta á þá þætti sem óhjákvæmilega eru hluti slíkr-
ar aðgerðar. Þetta gerði fjárhagslegar forsendur verk-
anna óljósar og allt of langan tíma tók að ná niðurstöðu
þess vegna. Slíkt eykur á spennu og það rót sem auðvit-
að fylgir þegar flytja þarf búsetu og heimili sitt um set.
í dag er framkvæmdum einstaklinga nánast lokið og
búið í 58 íbúðum í nýju Súðavík. Auk þess er búið í sex
sumarbústöðum. Fimm íbúðir eru í byggingu, þar af
tvær með styrk Ofanflóðasjóðs, og enn er búið í tveimur
húsum í gamla þorpinu.
Sala eldra húsnæáis
Eins og áður segir eignaðist Súðavíkurhreppur allar
þær fasteignir sem keyptar voru upp í gamla þorpinu,
samtals 46 hús og íbúðir. Nýting húsa sem keypt hafa
verið upp með styrk Ofanflóðasjóðs er háð samþykki
umhverfisráðuneytisins að fenginni tillögu sveitarfélags-
ins. Súðavíkurhreppur óskaði effir heimild ráðuneytisins
til að selja og/eða leigja þessi hús, en mörg þeirra eru
hin vönduðustu hús. Aform hreppsins eru að hvetja til
þess að eignimar verði notaðar til sumardvalar, jafnt fyr-
ir einstaklinga, félagasamtök og fyrirtæki. Umhverfís-
ráðuneytið setti þær takmarkanir að óheimilt er að
dvelja í húsunum ffá 1. nóvember til og með 30. april ár
hvert.
Þegar þetta er ritað er búið að selja 23 hús og íbúðir til
fyrirtækja, félagasamtaka og einstaklinga.
Lokaátakió
Flutningur þorps um set er mikið átak og að mörgu
sem þarf að hyggja þegar slíkt er framkvæmt. Eins og
fyrr segir hafa stjómvöld greitt fyrir ffamkvæmdinni og
gert hana mögulega í ágætri samvinnu við sveitarstjóm.
Þó er það mat hreppsnefndarinnar að enn vanti nokkuð á
að flutningi þorpsins sé lokið og að leyst hafi verið þau
vandamál sem urðu þegar náttúmhamfarir röskuðu ró í
byggðarlaginu. Má þar nefna flutning nauðsynlegustu
þjónustu inn í nýja byggð, svo sern sparisjóðs, versl-
unar, heilsugæslu, pósthúss o.fl. Jafnframt liggur fyrir
að einstaklingar sem eiga húsnæði í gömlu byggðinni og
stunda þar atvinnurekstur hafa orðið fyrir skakkafollum
því eignir í gömlu byggðinni em rnjög verðlitlar.
Súðavíkurhreppur sendi forsætisráðherra greinargerð
varðandi þessi atriði og fleiri er varða flutning þorpsins
og enn er ólokið. A fundi með forsætisráðherra nýlega
kvaðst hann ætla að beita sér fyrir því að á þessum mál-
um yrði fúndin lausn sem stjómvöld gætu haff sóma af
og sátt væri um í byggðarlaginu. Á fundi ríkisstjómar
þann 4. mars síðastliðinn var þessi vilji forsætisráðherra
og ríkisstjómar staðfestur. Viðbrögð forsætisráðherra við
málaleitan hreppsnefndar em byggðarlaginu mjög rnikils
virði og gefa svo ekki verður um villst til kynna stuðning
hans og ríkisstjómarinnar við að ljúka þeim verkefnum
sem enn er ólokið.
Lokaorð
Hér að framan hefur verið leitast við að skýra í megin-
dráttum hvemig til tókst með þetta risavaxna verkefni að
flytja heilt þorp um set. Að sjálfsögðu er ekki urn tæm-
andi lýsingu að ræða en hún ætti þó að geta gefíð lesend-
um nokkra hugmynd um þau verkefni sem líftð í Súða-
vík hefúr að mestu snúist um síðustu fjögur árin.
Ekki er hægt að fjalla um uppbygginguna í Súðavík
öðmvísi en að nefna þá ómetanlegu aðstoð sem Súðvík-
ingum barst eftir hamfarimar í janúar 1995. Eins og áður
segir er ljóst að gmndvöllur þess að það var mögulegt að
flytja þorpið var aðallega fólginn í þrennu. í fyrsta lagi
verður að nefna ákvörðun ríkisstjómar um að allt sem í
mannlegu valdi stæði yrði gert til að bæta skaðann. í
öðm lagi hinn mikli samhugur sem Súðvíkingar nutu og
birtist í kveðjum og hvatningu og þeim söfnunum sem
ffam fóm og skiluðu miklum árangri. Söfnun Samhugar
í verki, frænda okkar í Færeyjum, meðal Lionsmanna á
Norðurlöndum, meðal sveitarfélaga og margar smærri
safúanir og gjafir skiptu hér miklu máli. í þriðja lagi var
það hinn sterki vilji heimamanna til þess að endurreisa
byggðina á ömggum stað.
Uppbygging af þessari stærðargráðu er auðvitað gífúr-
legt verkefni fyrir sveitarstjóm í litlu sveitarfélagi. Álag-
ið á þessu tímabili var ekki í líkingu við það sem sveitar-
stjórnarmennirnir, sem tóku til starfa í nýsameinuðu
sveitarfélagi rúmum hálfúm mánuði fyrir flóðin, gátu átt
von á.
(Grein þessi er skrifuð af Agúsli Kr. Björnssyni, sveitarstjóra
Súðavikurhrepps, og Jóni Gauta Jónssyni sem var sveitarstjóri i
Súðavikfró 24.janúar 1995 til 15. október sama úr.)