Sveitarstjórnarmál - 01.03.1999, Blaðsíða 24
ALMAN NAVAR N I R
Almannavarnir ríkisins (AVRIK)
Sólveig Þorvaldsdóttir framkvœmdastjóri
Maður rekur sig oft á það að fólk
veit ekki hvað Almannavamir ríkis-
ins gera á inilli þess að bregðast við
náttúmhamfomm og ýmsum öðmm
áföllum í þjóðfélaginu. Til dæmis
þegar stofnunin fékk til liðs við sig
sérfræðinga til að útbúa heimasíðu
urðu starfsmennimir að byrja á því
að útskýra hvers konar starfsemi
færi fram á vegum hennar. Margir á
höfuðborgarsvæðinu hugsa aðeins
um viðvörunarflautumar sem hafa
hljómað í eyrum manna þar síðan á
sjöunda áratugnum. Viða á lands-
byggðinni þar sem fólk býr í meiri
návist við náttúmna hafa almanna-
vamir aðra merkingu.
í flestum þróuðum löndum heims
þykir sjálfsagt að hafa öflugar al-
mannavarnir og hafa vísindarann-
sóknir á þessum sviðum færst sífellt
í aukana. „Þetta reddast“-hugarfar
er á undanhaldi. Einstaka sinnum
verður þó vart við þetta sjónarmið
hér á landi: „Það er óþarfi að vera
að leggja mikla vinnu við undirbún-
ing vegna stórslysa og áfalla, við
höfúm alltaf reddað þessu.“ En sið-
menntað þjóðfélag gerir þá kröfú að
gott neyðarskipulag sé fyrir hendi
og að samstillt vinnubrögð séu við-
höfð af hálfú viðbragðsaðila á öllum
stigum aðgerða.
Augljóslega er það bæði kostur
og galli að nauðsyn þess að huga að
almannavamamálum er ekki stöðugt
að gera vart við sig. Kosturinn er sá
að stórslys og áföll gerast sjaldan.
Gallinn er sá að þegar langt líður
milli áfalla er hætta á að fólk sofni á
verðinum. Það er siðferðileg og
lagaleg skylda þeirra sem hafa skil-
greindu hlutverki að gegna innan al-
mannavarna að vera vakandi fyrir
því að samfélagið sé ávallt eins vel
búið að mæta áfollum eins og þekk-
ing og efnahagsástand leyfa hverju
sinni.
Fyrstu lög um almannavamir em
frá 1962 og tengdust eingöngu hem-
aðarvá, enda eru almannavarnir
skilgreindar í orðabók Menningar-
sjóðs sem vamir almennra borgara í
ófriði. Þetta var á tímum kalda
stríðsins þegar menn óttuðust að
gripið yrði til kjarnorkuvopna.
Fimm árurn síðar var lögunum
breytt og hljóðar 1. grein svo:
„Hlutverk almannavarna er að
skipuleggja og framkvæma ráðstaf-
anir, sem miða að því að koma í veg
fyrir, eftir því sem unnt er, að al-
menningur verði fyrir líkamstjóni
eða eigna af völdum hernaðarað-
gerða, náttúmhamfara og af annarri
vá og veita líkn og aðstoð vegna
tjóns sem orðið hefúr, enda falli þau
störf ekki undir aðra aðila sam-
kvæmt lögum.“
Nauðsynlegt er því að breyta skil-
greiningu orðsins i orðabókinni
þannig að það passi við málnotkun.
Hvað gera AVRIK?
AVRIK vinna á sex sviðum:
áhættugreiningu, forvömum, sam-
hæfingu, aðgerðum, alþjóðatengsl-
um og rekstri. Viðfangsefni fyrstu
fjögurra sviðanna snúast um gmnn-
þætti almannavarna og lýsa vel í
hverju starf stofnunarinnar er fólgið:
1. Fyrst þarf að skilgreina áhættuna
og nota þá skilgreiningu m.a. til
þess að forgangsraða verkefnum.
2. Því næst er skoðað á skipulegan
hátt hvemig megi draga úr áhætt-
unni með forvamaaðgerðum.
3. Ahættan verður aldrei engin og
því nauðsynlegt að samhæfa við-
brögð, þjálfún og búnað starfsein-
inga sem hafa skilgreint hlutverk
vegna neyðaraðgerða.
4. Loks þarf hver starfseining að
undirbúa eigin störf vegna að-
gerða og reyna að læra af reynsl-
unni.
Verkefni sviðanna
1. Ahœttugreining
Áhætta er það kallað þegar likur
eru taldar á þvi að almenningur
verði fýrir Iíkams- og/eða eignatjóni
af völdum náttúmhamfara, hemað-
arátaka eða af annarri vá.
Áhættugreining nefnist það þegar
skoðaðar em líkur á tilteknum áhrif-
um og afleiðingum af skilgreindri
vá. Margar stofnanir og sveitarfélög
vinna að verkefnum sem tengjast
þessum málum. Meginhlutverk
AVRIK á sviði áhættugreiningar er
að stuðla að, fylgjast með og sam-
ræma ráðstafanir hinna ýmsu aðila
og vinna að áhættugreiningarverk-
efnum sem ekki eru unnin annars
staðar.
2. Forvarnir
Undir forvamasvið falla verkefni
sem tengjast því að draga úr áhættu
vegna almannavár. Verkefhin tengj-
ast almenningi, æðstu stjóm lands-
ins, stofnunum og stærri fyrirtækj-
um. Sérstök áhersla er lögð á for-
vamaverkefni sem tengjast afmörk-
uðum hópum, t.d. fotluðum, útlend-
ingum, fólki í skólum, á sjúkrahús-
um og barnaheimilum. Forvarna-
starfið tekur mið af niðurstöðum
áhættugreiningar og miðar að því að
gera áhættuna ásættanlega fyrir
byggð og samfélag.