Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.1999, Blaðsíða 43

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1999, Blaðsíða 43
SAMEINING SVEITARFÉ LAGA Sveitarfélögin 124 Um áramótin 1998/1999 voru sveitarfélögin á landinu 124. Hinn 1. janúar 1998 voru þau 162. Þeim hefur því fækkað um 38 á árinu. Þau eru réttu hundraði færri heldur en þau voru fyrir tveimur áratugum, á árinu 1978, er þau voru 224, en flest urðu sveitarfélögin 229, um og eftir 1950. Sveitarfélögin voru 163 árið 1703 samkvæmt manntali þá. Með bréfi 18. desember 1997 sameinaði félagsmálaráðuneytið Skógarstrandarhrepp Dalasýslu og öðlaðist sameiningin gildi um ára- mótin 1997/1998, eins og frá var skýrt í síðasta tölublaði Sveitar- stjómarmála 1997. A árinu 1998 hafa 49 sveitarfélög sameinast í 11 og var sameiningin nær ávallt miðuð við upphaf nýs kjörtímabils sveitarstjóma í júní að loknum kosningunum sem fram fóm 23. maí, þótt sameiningin hefði í öllum tilvikum nema tveimur verið samþykkt á árinu 1997. Hér fer á eftir yfirlit yfir þau sveitarfélög sem sameinuðust á ár- inu, íbúatölur em frá 1. desember 1996: Reykjavík • Reykjavíkurborg með 105.458 íbúa og Kjalameshreppur með 506 íbúa urðu Reykjavík með samtals 105.964 íbúa. Borgarfj arðarsveit • Fjórir hreppar í Borgarijarðar- sýslu norðan Skarðsheiðar, Lundar- reykjadalshreppur með 97 íbúa, Reykholtsdalshreppur með 244 íbúa, Hálsahreppur með 93 íbúa og Andakílshreppur með 288 íbúa, með samtals 722 íbúa. Sveitarfélag- ið hefur nú hlotið heitið Borgar- fjarðarsveit. Borgarbyggð • Fjögur sveitarfélög í Mýrasýslu, Þverárhlíðarhreppur með 72 ibúa, Borgarhreppur með 133 íbúa, Borg- arbyggð með 2.097 íbúa og Álfta- neshreppur með 97 íbúa, með sam- tals 2.399 íbúa, urðu Borgarbyggð. Húnaþing vestra • Allir hreppar í Vestur-Húna- vatnssýslu, Staðarhreppur með 99 íbúa, Fremri-Torfustaðahreppur með 56 íbúa, Ytri-Torfústaðahrepp- ur með 222 íbúa, Hvammstanga- hreppur með 648 íbúa, Kirkju- hvammshreppur með 88 íbúa, Þver- árhreppur með 79 íbúa og Þorkels- hólshreppur með 145 íbúa, sjö hreppar með samtals 1.337 íbúa urðu Húnaþing vestra. Sveitarfélagið Skagafjörður • Öll sveitarfélög í Skagafirði utan eitt (Akrahreppur), Sauðár- krókskaupstaður með 2.763 íbúa, Skefilsstaðahreppur með 44 íbúa, Skarðshreppur með 102 íbúa, Stað- arhreppur með 128 íbúa, Seylu- hreppur með 304 íbúa, Lýtings- staðahreppur með 286 íbúa, Rípur- hreppur með 87 íbúa, Viðvikur- hreppur með 77 íbúa, Hólahreppur með 155 íbúa, Hofshreppur með 354 íbúa og Fljótahreppur með 131 íbúa, samtals 11 sveitarfélög, urðu Sveitarfélagið Skagafjörður með samanlagt 4.431 íbúa. Dalvíkurbyggð • Þijú sveitarfélög við utanverðan Eyjafjörð, Dalvíkurkaupstaður með 1.505 íbúa, Svarfaðardalshreppur með 253 íbúa og Árskógshreppur með 328 íbúa, urðu Dalvíkurbyggð með samanlagt 2.086 íbúa. Austur-Hérað • Fimm sveitarfélög á Héraði, Skriðdalshreppur með 85 íbúa, Vallahreppur með 152 íbúa, Egils- staðabær með 1.646 íbúa, Eiða- hreppur með 141 íbúa og Hjalta- staðarhreppur með 61 íbúa, urðu Austur-Hérað með samtals 2.085 íbúa. Fjarðabyggð • Þrír þéttbýlisstaðir á Austur- landi, Neskaupstaður með 1.606 íbúa, Eskifjarðarkaupstaður með 1.039 íbúa og Reyðarfjarðarhreppur með 698 íbúa, urðu Fjarðabyggð með samtals 3.343 íbúa. Sveitarfélagið Hornafjörður • Sveitarfélögin í Austur-Skafta- fellssýslu, Bæjarhreppur með 47 íbúa, Borgarhafnarhreppur með 113 íbúa, Hofshreppur með 108 íbúa og Hornafjarðarbær með 2.173 íbúa, samtals fjögur sveitarfélög, urðu Sveitarfélagið Hornaljörður með samanlagt 2.441 íbúa. Sveitarfélagið Árborg • Fjögur sveitarfélög i Ámessýslu, Selfosskaupstaður með 4.216 íbúa, Stokkseyrarhreppur með 513 íbúa, Eyrarbakkahreppur með 554 íbúa og Sandvíkurhreppur með 110 íbúa, urðu Sveitarfélagið Árborg með samtals 5.393 íbúa. Grímsnes- og Grafningshreppur • Tveir hreppar í Árnessýslu, Grímsneshreppur með 270 ibúa og Grafningshreppur með 49 íbúa, urðu Grímsnes- og Grafningshrepp- ur með 319 íbúa. U. Stef. 3 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.