Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.1999, Page 58

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1999, Page 58
FJÁRMÁL Breytingar á reglugerðum um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga Elín Pálsdóttir, deildarstjóri ífélagsmálaráðuneytinu Hinn 29. janúar sl. öðluðust gildi breytingar á reglugerð um Jöfnunar- sjóð sveitarfélaga nr. 105/1996. Um minni háttar breytingar var að ræða og eru þessar þær helstu: • Prósentutölur í reglugerðinni voru uppfærðar til samræmis við breyt- ingar sem gerðar hafa verið á III. kafla laga um tekjustofna sveitar- félaga nr. 4/1995 er fjallar um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. • Stofnframlög sbr. 9. gr.: Breyting var gerð á a-lið greinarinnar í þá veru að kostnaðarþátttaka jöfnun- arsjóðs í vatnsveituframkvæmd- um á vegum fámennra sveitarfé- laga tekur ekki lengur eingöngu mið af tilteknum framkvæmdum í þéttbýli sveitarfélags heldur nær einnig til sams konar fram- kvæmda í dreifbýli, þ.e. fram- kvæmda við vatnstökuvirki, að- veituæðar og miðlunargeyma. Forsendur fyrir kostnaðarþátttöku sjóðsins í framkvæmdunum eru eftir sem áður þær sömu og ffarn- lag því aðeins veitt að lyrirsjáan- legt sé að sveitarfélag geti ekki með hæfilegu vatnsgjaldi staðið straum af stofn- og rekstrarkostn- aði veitunnar. • Tekjujöfnunarframlög sbr. 11. gr.: Bætt var við nýju ákvæði í 6. mgr. greinarinnar er heimilar skerðingu á tekjujöfnunarframlagi til sveitarfélags vanræki það að mati jöfnunarsjóðs að viðhalda eðlilegu fasteignamati í sveitarfé- laginu. • Þjónustuframlag sbr. 12. gr.: Bætt var við nýjum viðmiðunarflokki hvað íbúaíjöldatengdu framlögin varðar. Um er að ræða viðmiðun- arflokkinn „Fjöldi nýbúa 0-5 ára“ og er fjárhæð samkvæmt þessum viðmiðunarflokki dreift jafnt til sveitarfélaga eftir fjölda nýbúa á þessu aldursbili. Við gerð áætlun- ar um úthlutun þjónustuframlaga á árinu 1999 var tekið mið af þessum nýja viðmiðunarflokki og heildarfjármagn til úthlutunar þjónustuframlaga á árinu aukið sem þessum nýja viðmiðunar- flokki nemur. Gefin var út ný reglugerð með breytingunum og er hún nr. 44/1999 og birt á bls. 91-102 í B-deild Stjómartíðinda nr. 6-9, 1999. Einnig hafa átt sér stað breytingar á reglugerð um jöfnunarframlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til rekst- urs grunnskóla nr. 653/1997. Breyt- ingamar öðluðust gildi 30. desem- ber 1998 og em þessar þær helstu: • Almenn jöfnunarframlög sbr. 3. gr.: Við greinina var bætt nýrri málsgrein er felur í sér ákvæði um leiðréttingu á útreikningi á al- mennu jöfnunarframlagi til sveit- arfélaga þegar endanlegur álagn- ingarstofn útsvars viðkomandi árs liggur fyrir. Leiðréttingin fer ffam fyrir 31. desember árið á eftir og kemur til hækkunar eða lækkunar á áætluðu almennu jöfhunarffam- lagi til sveitarfélags fyrir næsta fjárhagsár eftir leiðréttingardag. Aætlun um greiðslu á almennu jöfnunarframlagi til reksturs gmnnskóla á árinu 1999 mun því ná til leiðréttingar framlaganna fyrir árið 1997. • Akvæði var jafnframt sett inn í síðustu mgr. 5. töluliðar A-hluta 3. gr. er varðar leiðréttingu á nið- urstöðu á útreiknuðu almennu jöfnunarframlagi með tilliti til mismunandi meðalgrunnlauna skólastjóra, kennara og leiðbein- enda í grunnskólum í þá vem að leiðréttinguna skuli miða við heildarkjarasamning milli Kenn- arasambands íslands annars vegar og Launanefndar sveitarfélaga hins vegar eins og hann er hverju sinni. Til þess að uppfylla þetta nýja ákvæði er þörf á mun um- fangsmeiri upplýsingaöflun en áður frá sveitarfélögunum. Stefnt verður að því að sú upplýsinga- öflun fari eftirleiðis fram af hálfú jöfnunarsjóðs í upphafi skólaárs vegna útreikninga á áætluðu al- mennu jöfnunarframlagi fyrir næsta fjárhagsár. • Framlög vegna veikindaforfalla og bamsburðarleyfa kennara sbr. 5. gr.: Hér var gerð sú breyting að eftirleiðis munu framlögin verða greidd í einu lagi í ársbyijun fyrir næsta ár á undan að fenginni um- sókn frá sveitarfélögum. • Framlög vegna nýbúafræðslu sbr. 6. gr.: Framlag á ársgrundvelli fyrir hvem nýbúa miðað við ein- staklingskennslu var hækkað úr 70.000 kr. í 75.000 kr. og í þeim tilfellum þar sem um samkennslu er að ræða verður framlag á nem- anda aldrei lægra en 40.000 kr. Reglugerðin um breytingu á reglugerð um jöfhunarframlög Jöfn- unarsjóðs sveitarfélaga til reksturs gmnnskóla nr. 653/1997 er númer 771/1998. 52

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.