Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1999, Blaðsíða 58

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1999, Blaðsíða 58
FJÁRMÁL Breytingar á reglugerðum um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga Elín Pálsdóttir, deildarstjóri ífélagsmálaráðuneytinu Hinn 29. janúar sl. öðluðust gildi breytingar á reglugerð um Jöfnunar- sjóð sveitarfélaga nr. 105/1996. Um minni háttar breytingar var að ræða og eru þessar þær helstu: • Prósentutölur í reglugerðinni voru uppfærðar til samræmis við breyt- ingar sem gerðar hafa verið á III. kafla laga um tekjustofna sveitar- félaga nr. 4/1995 er fjallar um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. • Stofnframlög sbr. 9. gr.: Breyting var gerð á a-lið greinarinnar í þá veru að kostnaðarþátttaka jöfnun- arsjóðs í vatnsveituframkvæmd- um á vegum fámennra sveitarfé- laga tekur ekki lengur eingöngu mið af tilteknum framkvæmdum í þéttbýli sveitarfélags heldur nær einnig til sams konar fram- kvæmda í dreifbýli, þ.e. fram- kvæmda við vatnstökuvirki, að- veituæðar og miðlunargeyma. Forsendur fyrir kostnaðarþátttöku sjóðsins í framkvæmdunum eru eftir sem áður þær sömu og ffarn- lag því aðeins veitt að lyrirsjáan- legt sé að sveitarfélag geti ekki með hæfilegu vatnsgjaldi staðið straum af stofn- og rekstrarkostn- aði veitunnar. • Tekjujöfnunarframlög sbr. 11. gr.: Bætt var við nýju ákvæði í 6. mgr. greinarinnar er heimilar skerðingu á tekjujöfnunarframlagi til sveitarfélags vanræki það að mati jöfnunarsjóðs að viðhalda eðlilegu fasteignamati í sveitarfé- laginu. • Þjónustuframlag sbr. 12. gr.: Bætt var við nýjum viðmiðunarflokki hvað íbúaíjöldatengdu framlögin varðar. Um er að ræða viðmiðun- arflokkinn „Fjöldi nýbúa 0-5 ára“ og er fjárhæð samkvæmt þessum viðmiðunarflokki dreift jafnt til sveitarfélaga eftir fjölda nýbúa á þessu aldursbili. Við gerð áætlun- ar um úthlutun þjónustuframlaga á árinu 1999 var tekið mið af þessum nýja viðmiðunarflokki og heildarfjármagn til úthlutunar þjónustuframlaga á árinu aukið sem þessum nýja viðmiðunar- flokki nemur. Gefin var út ný reglugerð með breytingunum og er hún nr. 44/1999 og birt á bls. 91-102 í B-deild Stjómartíðinda nr. 6-9, 1999. Einnig hafa átt sér stað breytingar á reglugerð um jöfnunarframlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til rekst- urs grunnskóla nr. 653/1997. Breyt- ingamar öðluðust gildi 30. desem- ber 1998 og em þessar þær helstu: • Almenn jöfnunarframlög sbr. 3. gr.: Við greinina var bætt nýrri málsgrein er felur í sér ákvæði um leiðréttingu á útreikningi á al- mennu jöfnunarframlagi til sveit- arfélaga þegar endanlegur álagn- ingarstofn útsvars viðkomandi árs liggur fyrir. Leiðréttingin fer ffam fyrir 31. desember árið á eftir og kemur til hækkunar eða lækkunar á áætluðu almennu jöfhunarffam- lagi til sveitarfélags fyrir næsta fjárhagsár eftir leiðréttingardag. Aætlun um greiðslu á almennu jöfnunarframlagi til reksturs gmnnskóla á árinu 1999 mun því ná til leiðréttingar framlaganna fyrir árið 1997. • Akvæði var jafnframt sett inn í síðustu mgr. 5. töluliðar A-hluta 3. gr. er varðar leiðréttingu á nið- urstöðu á útreiknuðu almennu jöfnunarframlagi með tilliti til mismunandi meðalgrunnlauna skólastjóra, kennara og leiðbein- enda í grunnskólum í þá vem að leiðréttinguna skuli miða við heildarkjarasamning milli Kenn- arasambands íslands annars vegar og Launanefndar sveitarfélaga hins vegar eins og hann er hverju sinni. Til þess að uppfylla þetta nýja ákvæði er þörf á mun um- fangsmeiri upplýsingaöflun en áður frá sveitarfélögunum. Stefnt verður að því að sú upplýsinga- öflun fari eftirleiðis fram af hálfú jöfnunarsjóðs í upphafi skólaárs vegna útreikninga á áætluðu al- mennu jöfnunarframlagi fyrir næsta fjárhagsár. • Framlög vegna veikindaforfalla og bamsburðarleyfa kennara sbr. 5. gr.: Hér var gerð sú breyting að eftirleiðis munu framlögin verða greidd í einu lagi í ársbyijun fyrir næsta ár á undan að fenginni um- sókn frá sveitarfélögum. • Framlög vegna nýbúafræðslu sbr. 6. gr.: Framlag á ársgrundvelli fyrir hvem nýbúa miðað við ein- staklingskennslu var hækkað úr 70.000 kr. í 75.000 kr. og í þeim tilfellum þar sem um samkennslu er að ræða verður framlag á nem- anda aldrei lægra en 40.000 kr. Reglugerðin um breytingu á reglugerð um jöfhunarframlög Jöfn- unarsjóðs sveitarfélaga til reksturs gmnnskóla nr. 653/1997 er númer 771/1998. 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.