Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.1999, Blaðsíða 69

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1999, Blaðsíða 69
BÆKUR OG RIT Mannabörn eru merkileg - staðreyndir um börn og unglinga Umboðsmaður bama hefur gefið út bókina „Mannaböm em merkileg - staðreyndir um böm og unglinga“. I bókinni er leitast við að draga upp heildstæða mynd af uppvaxtarskil- yrðum, aðbúnaði og aðstæðum þeirra rúmlega 77 þúsund Islendinga sem ekki hafa náð 18 ára aldri og teljast því böm lögum samkvæmt. Markmiðið er að bregða kastljósinu á þá fjölmörgu þætti er einkenna böm og unglinga sem sérstakan hóp í íslensku samfélagi. Ohætt er að fullyrða að þær fjölmörgu upplýs- ingar um böm og unglinga, sem er að finna í bókinni, hafi aldrei áður verið samankomnar í einni bók. Bókin var einkum unnin í samstarfi við sérfræðinga félagsmálaráðuneyt- is, menntamálaráðuneytis, dóms- málaráðuneytis, Landlæknisembætt- isins, Hagstofu íslands og Rann- sóknastofnunar uppeldis- og menntamála. Auk þess hefur fjöldi annarra sérfræðinga lagt til þær upp- lýsingar sem birtast í bókinni. Bókin skiptist í 10 kafla. í fyrsta kafla er að finna ýmsar lýsandi hag- tölur um fjölda barna af heildar- mannfjölda, svo sem fæðingartíðni og hjúskaparstöðu foreldra við fæð- ingu bams. Annar kaflinn fjallar um fjölskylduna á breiðum grundvelli. 1 þriðja kafla er dregin upp mynd af efnahagslegu umhverfi barnafjöl- skyldna og fjóröi kaflinn fjallar unr málefni fatlaðra barna. I fimnita kafla er að finna ítarlega lýsingu á heilsufari barna og unglinga og þeirri þjónustu sem þeim býðst inn- an heilbrigðiskerfisins. Sjötti kaflinn fjallar um ýmsa þætti er lúta að bamavemdarstarfi og í þeim sjöunda em upplýsingar um ýmis þau félags- legu vandamál sem steðja að böm- urn og unglingum. I áttunda kafla er fjallað urn skólakerfið allt frá leik- skólastigi og þar til námi í fram- haldsskóla lýkur. Þar er einnig um- fjöllun unt atvinnuþátttöku bama og unglinga. I níunda kafla er fjallað um menningu barna og unglinga. Loks er í síðasta kafla bókarinnar leitast við að gefa lesandanum nokkra hugmynd um lífssýn barna og unglinga á íslandi. Aftast í bók- inni eru nokkrar orðskýringar, mannQöldatölur yfir þá sem em 17 ára og yngri, bæði í heild og einnig skipt eftir öllum sveitarfélögum landsins, Bamasáttmáli Sameinuðu þjóðanna í hnotskurn, yfirlit yfir helstu samtök og stofnanir sem á einn eða annan hátt fjalla um mál- efhi bama og unglinga, yfirlit yfir þá aðila sem lögðu til efni í bókina og loks lög nr. 83/1994 um umboðs- mann bama. Umboðsmaður barna, Þórhildur Líndal, fylgir bókinni úr hlaði með formála, en þar kemur fram að aðal- markmið umboðsmanns með því að safna saman sem flestum tiltækum upplýsingum um böm og ungmenni á Islandi í eina bók var að fá sem heillegasta mynd af stöðu og högum umbjóðenda sinna. Umboðsmaður bama telur bókina gagnlegan gmnn sem byggja verði á við mótun opin- berrar stefnu í málefnum bama og ungmenna hér á landi. Umboðsmað- ur barna hefur ítrekað hvatt til að ráðist verði í það brýna verk. Þá tel- ur umboðsmaður bama aö bókin ætti jafnframt að gagnast öllum þeim, sem áhuga hafa á málefnum bama og ungmenna, auk þess sem nota mætti hana sem fræðsluefni í skól- um. Bókin fæst í Bókabúð Lárusar Blöndal, Bóksölu stúdenta, Skóla- vömbúðinni og bókaversluninni Mál og menning og kostar 1200 krónur. Rétt stillt ot| hreint loftræstikerfi sparar peninga og heldur loftinu hreinu fyrir starfsfólk og vélbúnað Við smíðum og setjum upp stjórnbúnað fyrir loftræstikerfi, stillum þau og lagfærum - láttu okkur utn loftrœstikerfii)! H5 © HITASTÝRINGhf. Þverhohi íSa • 125 Rrykjavik • Sitni 552 2222 • Fax 562 4966 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.