Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.1999, Blaðsíða 62

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1999, Blaðsíða 62
FRÁ LAN DSHLUTASAMTÖKUNUM Fjórðungsþing Vestfirðinga 26. og 27. september 1998 Fjórðungsþing Vestfírðinga, hið 43. í röðinni, var haldið í Stjómsýsluhúsinu á Isafirði dagana 26. og 27. september 1998. Pétur H. R. Sigurðsson, fráfarandi formaður Fjórð- ungssambands Vestfirðinga (FV), setti þingið og flutti skýrslu um starfsemi FV á liðnu starfsári. Bergur Torfason, fráfarandi stjómannaður í FV, var kjörinn forseti þingsins og Friðgerður Baldvinsdóttir, hreppsnefndarfúlltrúi í Súðavíkurhreppi, varaforseti. Þingritarar voru kosnir Jenný Jensdóttur, hrepps- nefndarfulltrúi í Kaldrananeshreppi, og Magnús Hávarð- arson, bæjarfúlltrúi í Bolungarvíkurkaupstað. Þá var í þingbyrjun kosin þriggja manna kjörbréfa- nefnd og fjórir fulltrúar í kjömefnd. Síðar á þinginu minntist þingforseti þeirra Olafs Þórð- arsonar, fv. alþingismanns Vestfirðinga og stjórnar- manns í Fjórðungssambandi Vestfirðinga, og Baldurs Bjamasonar, bónda í Vigur, og bað viðstadda að standa upp og votta þeiin virðingu sína. Ávörp og skýrslur Einar K. Guðfmnsson alþingismaður ávarpaði þingið af hálfu þingmanna VestQarða. Þá flutti ávarp Asgeir Þór Jónsson, nýráðinn framkvæmdastjóri FV, og Hall- dór Halldórsson, fráfarandi framkvæmdastjóri, lagði fram endurskoðaða ársreikninga sambandsins fýrir árið 1997 og tillögu að fjárhagsáætlun fyrir árin 1998 og 1999. Einnig þakkaði Halldór gott samstarf þann tíma sem hann hafði gegnt starfi sem ffamkvæmdastjóri FV. Síðan voru lögð fram og kynnt mál sem stjórn FV lagði fýrir fúndinn og fluttar skýrslur. • Ragnheiður Hákonardóttir, bæjarfulltrúi á ísafirði og formaður skólaráðs, flutti skýrslu um málefni skóla- ráðs og lagði fram tillögu um breytingu á samningi um skólaskrifstofu. • Pétur Bjarnason, forstöðumaður Skólaskrifstofu Vestfjarða, gerði grein fyrir starfi skrifstofúnnar. • Elsa Friðfinnsdóttir, forstöðumaður heilbrigðisdeild- ar Háskólans á Akureyri, flutti erindi er hún nefndi Framkvæmd og reynsla fjarnáms með gagnvirku sjónvarpskerfi. • Anton Helgason, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftir- lits Vestljarða, gaf yfirlit um starfsemi Heilbrigðis- eftirlits Vestfjarða. • Þór Örn Jónsson, sveitarstjóri Hólmavíkurhrepps, skýrði frá starfi landshlutanefndar Vestfjarða um yfir- töku á málefnum fatlaðra. Umræður fóru fram um þessi mál og síðan var þeim vísað til nefnda þingsins sem voru þijár, fjórðungsnefnd, allsherjamefnd og ljármálanefnd. Breytt kjördæmaskipan A fundinum flutti Friðrik Sophusson, fyrrv. ráðherra, framsöguerindi um breytta kjördæmaskipun og urðu um- ræður um það efni. Þá voru einnig kynnt mál sem einstakir þingfúlltrúar báru upp. Þannig flutti Jón Þórðarson, bæjarfulltrúi í Vesturbyggð, tillögu um könnun á hagkvæmni vinnslu kalkþörunga í Amarfirði og Jóna Valgerður Kristjáns- dóttir, oddviti Reykhólahrepps, tillögu um ijarkennslu. Einnig flutti Bryndís Friðgeirsdóttir tillögu um stofnun nýbúaskrifstofu. Ályktanir þingsins Ólafur B. Baldursson, bæjarfulltrúi í Vesturbyggð, lagði fram og kynnti mál sem allsherjamefnd þingsins hafði fjallað um, Jón Þórðarson, bæjarfúlltrúi í Vestur- byggð, og Ragnheiður Hákonardóttir, bæjarfúlltrúi í Isa- fjaröarbæ, kynntu tillögur ffá fjórðungsnefnd og Ágúst Kr. Björnsson, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, tillögur fjármálanefúdar. Hér fara á eftir ályktanir fjórðungsþingsins: Fiskveiðistjórnun 43. fjórðungsþing Vestfirðinga 1998 beinir því til stjómar fjórðungssambandsins að halda vöku sinni yfir hagsmunum sjávarplássa á Vestfjörðum með stofnun starfshóps, er hafi það hlutverk að fylgjast með umræð- um og breytingum á lögum um fiskveiðistjómun. Þess- um starfshópi ber að vekja athygli sveitarstjóma eða annarra hagsmunaaðila á breytingum er kunni að hafa veruleg áhrif á atvinnuþróun í fjórðungnum eða stofni tilveru sveitarfélaganna í hættu með einhveijum hætti. Áskomninni fýlgir svofelld greinargerð: Breytingar á lögum um fiskveiðistjórnun geta haft mismunandi áhrif á einstaka byggðarlög í fjórðungnum, snert sum þeirra með afgerandi hætti meðan áhrifanna 56
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.