Sveitarstjórnarmál - 01.03.1999, Blaðsíða 18
ÖRYGGISMÁL
Framkvæmdir við snjóflóðavarnir
Smári Þorvaldsson, verkfrœðingur í umhverfisráðuneytinu,
verkefnisstjóri Ofanflóðasjóðs
Bakgrunnur
í kjölfar stórslysa á Vestfjörðum á
árinu 1995 var lögum um varnir
gegn snjóflóðum og skriðuföllum
breytt, málaflokkurinn færður undir
umhverfisráðuneyti og fjármagn Of-
anflóðasjóðs stórlega aukið. Mark-
mið lagabreytinganna var að búa
málaflokknum þannig umhverfi að
unnt væri með skjótum hætti að
auka öryggi fólks gagnvart ofan-
flóðum með tímabundnum og var-
anlegum aðgerðum. Fyrstu aðgerðir
stjómvalda tóku til rýmingaráætlana
og eftirlits, viðbúnaðar Veðurstofu
íslands og í héraði en auk þess hófst
undirbúningur að gerð mannvirkja
til varnar byggð á Flateyri og í
Seljalandshlíð.
Forgangsröðun fram-
kvæmda
Að tilhlutan umhverfísráðuneytis
var gerð úttekt á hugsanlegu um-
fangi snjóflóðavama á Islandi. I ljós
kom að kostnaður vegna brýnustu
snjóflóðavarna gæti verið 7-10
milljarðar króna. I samráði við við-
komandi sveitarfélög gerði ráðu-
neytið ramrna- og framkvæmda-
áætlun um forgangsröðun fram-
kvæmda við snjóflóðavarnarvirki,
sjá töflu á bls. 13.
Markmið áætlunarinnar er að
ljúka framkvæmdum við brýnustu
vamir fyrir lok ársins 2010, varnir
sem eiga að tryggja, eins og ffekast
er kostur, öryggi fólks í íbúðarhús-
um sínum.
Skipulag framkvæmda
Sveitarfélög hafa frumkvæði að
aðgerðum sem auka öryggi íbúa
þeirra á hættusvæðum. Samkvæmt
lögum um vamir gegn snjóflóðum
og skriðuföllum hefur Ofanflóða-
nefnd, þriggja manna nefnd sem
ráðstafar fé Ofanflóðasjóðs, heimild
til þess að styrkja aðgerðir sveitarfé-
laga um allt að 90% framkvæmda-
kostnaðar. Um aðkomu og stuðning
Ofanflóðasjóðs gilda verklagsreglur
sem umhverfisráðherra hefur sett.
Snjóflóðavarnarvirki
Snjóflóðavamarvirki em einkum
tvenns konar. Þver- og/eða leiði-
garðar á úthlaupssvæði snjóflóða.
Þessum mannvirkjum er ætlað að
stöðva eða beina snjóflóðum fram
hjá byggð. Hins vegar eru mann-
virki úr stáli, sk. stoðvirki sem kom-
ið er fyrir á upptakasvæðum snjó-
flóða og koma í veg fyrir að snjór
skríði af stað.
Undirbúningur fram-
kvæmda
Gera má ráð fýrir a.m.k. fimm ára
undirbúnings- og framkvæmdatíma
við gerð snjóflóðavamarvirkja, þar
af 2-3 ámm í undirbúning. Sérffæð-
ingar á sviði verkfræði, skipulags,
umhverfisáhrifa, landmótunar og
gróðurfars koma að og taka þátt í
undirbúningi þeirra og framkvæmd.
Fyrsta skref við athugun á vamar-
kostum er frumathugun snjóflóða-
varna. Frumathugunin er tvíþætt,
annars vegar athugun á aðstæðum
og forsendum og hins vegar mat og
tillögugerð á varnaraðgerðum. A
grundvelli frumathugunar skal
sveitarstjórn og Ofanflóðanefnd
geta tekið afstöðu til aðgerða hvað
varðar umfang, útfærslu, kostnað og
hagkvæmni. Verði ákveðið að reisa
mannvirkið fer fram verkhönnun og
útboð á framkvæmdinni.
Umhverfisáhrif fram-
kvæmda við snjóflóða-
varnarvirki
Snjóflóðavarnarvirki eru stór
mannvirki, oft nálægt þéttri byggð
og hafa því mikil áhrif á fram-
kvæmdatíma og eftir að þau em ris-
in. Leitast er við að halda áhrifum í
bráð og lengd í lágmarki, t.d. með
útfærslu mannvirkja og vali á að-
flutningsleiðum. Um leið og færi
gefst er hafist handa við uppgræðslu
og frágang raskaðra svæða.
Framkvæmdir sem nú er
unnið að
Flateyri - undirbúningur að gerð
leiðigarða á Flateyri hófst í febrúar
1996, framkvæmdir vom boðnar út
sumarið 1996 og lauk þeim í júlí
1998. Minni háttar frágangur við
stígagerð og uppgræðslu fer fram í
sumar. Vamarvirkin á Flateyri eru
með stærstu mannvirkjum sinnar
tegundar í heiminum. Heildarrúm-
mál fyllinga er 760.000 m3 og heild-
arkostnaður um 340 milljónir króna.
Garðarnir á Flateyri sönnuðu gildi
sitt nýlega þegar þeir beindu all-
stóru snjóflóði úr Skollahvilft frá
byggð til sjávar.
Siglufjörður - frumathugun á
snjóflóðavömum undir Strengsgili
lá fyrir 1997 og hófust undirbún-
ingsframkvæmdir þá um sumarið.
Framkvæmdir við leiðigarðana
hófust vorið 1998 og lýkur 1999.
Uppgræðsla raskaðra svæða hefst í