Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.1999, Blaðsíða 18

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1999, Blaðsíða 18
ÖRYGGISMÁL Framkvæmdir við snjóflóðavarnir Smári Þorvaldsson, verkfrœðingur í umhverfisráðuneytinu, verkefnisstjóri Ofanflóðasjóðs Bakgrunnur í kjölfar stórslysa á Vestfjörðum á árinu 1995 var lögum um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum breytt, málaflokkurinn færður undir umhverfisráðuneyti og fjármagn Of- anflóðasjóðs stórlega aukið. Mark- mið lagabreytinganna var að búa málaflokknum þannig umhverfi að unnt væri með skjótum hætti að auka öryggi fólks gagnvart ofan- flóðum með tímabundnum og var- anlegum aðgerðum. Fyrstu aðgerðir stjómvalda tóku til rýmingaráætlana og eftirlits, viðbúnaðar Veðurstofu íslands og í héraði en auk þess hófst undirbúningur að gerð mannvirkja til varnar byggð á Flateyri og í Seljalandshlíð. Forgangsröðun fram- kvæmda Að tilhlutan umhverfísráðuneytis var gerð úttekt á hugsanlegu um- fangi snjóflóðavama á Islandi. I ljós kom að kostnaður vegna brýnustu snjóflóðavarna gæti verið 7-10 milljarðar króna. I samráði við við- komandi sveitarfélög gerði ráðu- neytið ramrna- og framkvæmda- áætlun um forgangsröðun fram- kvæmda við snjóflóðavarnarvirki, sjá töflu á bls. 13. Markmið áætlunarinnar er að ljúka framkvæmdum við brýnustu vamir fyrir lok ársins 2010, varnir sem eiga að tryggja, eins og ffekast er kostur, öryggi fólks í íbúðarhús- um sínum. Skipulag framkvæmda Sveitarfélög hafa frumkvæði að aðgerðum sem auka öryggi íbúa þeirra á hættusvæðum. Samkvæmt lögum um vamir gegn snjóflóðum og skriðuföllum hefur Ofanflóða- nefnd, þriggja manna nefnd sem ráðstafar fé Ofanflóðasjóðs, heimild til þess að styrkja aðgerðir sveitarfé- laga um allt að 90% framkvæmda- kostnaðar. Um aðkomu og stuðning Ofanflóðasjóðs gilda verklagsreglur sem umhverfisráðherra hefur sett. Snjóflóðavarnarvirki Snjóflóðavamarvirki em einkum tvenns konar. Þver- og/eða leiði- garðar á úthlaupssvæði snjóflóða. Þessum mannvirkjum er ætlað að stöðva eða beina snjóflóðum fram hjá byggð. Hins vegar eru mann- virki úr stáli, sk. stoðvirki sem kom- ið er fyrir á upptakasvæðum snjó- flóða og koma í veg fyrir að snjór skríði af stað. Undirbúningur fram- kvæmda Gera má ráð fýrir a.m.k. fimm ára undirbúnings- og framkvæmdatíma við gerð snjóflóðavamarvirkja, þar af 2-3 ámm í undirbúning. Sérffæð- ingar á sviði verkfræði, skipulags, umhverfisáhrifa, landmótunar og gróðurfars koma að og taka þátt í undirbúningi þeirra og framkvæmd. Fyrsta skref við athugun á vamar- kostum er frumathugun snjóflóða- varna. Frumathugunin er tvíþætt, annars vegar athugun á aðstæðum og forsendum og hins vegar mat og tillögugerð á varnaraðgerðum. A grundvelli frumathugunar skal sveitarstjórn og Ofanflóðanefnd geta tekið afstöðu til aðgerða hvað varðar umfang, útfærslu, kostnað og hagkvæmni. Verði ákveðið að reisa mannvirkið fer fram verkhönnun og útboð á framkvæmdinni. Umhverfisáhrif fram- kvæmda við snjóflóða- varnarvirki Snjóflóðavarnarvirki eru stór mannvirki, oft nálægt þéttri byggð og hafa því mikil áhrif á fram- kvæmdatíma og eftir að þau em ris- in. Leitast er við að halda áhrifum í bráð og lengd í lágmarki, t.d. með útfærslu mannvirkja og vali á að- flutningsleiðum. Um leið og færi gefst er hafist handa við uppgræðslu og frágang raskaðra svæða. Framkvæmdir sem nú er unnið að Flateyri - undirbúningur að gerð leiðigarða á Flateyri hófst í febrúar 1996, framkvæmdir vom boðnar út sumarið 1996 og lauk þeim í júlí 1998. Minni háttar frágangur við stígagerð og uppgræðslu fer fram í sumar. Vamarvirkin á Flateyri eru með stærstu mannvirkjum sinnar tegundar í heiminum. Heildarrúm- mál fyllinga er 760.000 m3 og heild- arkostnaður um 340 milljónir króna. Garðarnir á Flateyri sönnuðu gildi sitt nýlega þegar þeir beindu all- stóru snjóflóði úr Skollahvilft frá byggð til sjávar. Siglufjörður - frumathugun á snjóflóðavömum undir Strengsgili lá fyrir 1997 og hófust undirbún- ingsframkvæmdir þá um sumarið. Framkvæmdir við leiðigarðana hófust vorið 1998 og lýkur 1999. Uppgræðsla raskaðra svæða hefst í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.