Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.1999, Síða 28

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1999, Síða 28
ERLEND SAMSKIPTI Einstök vinabæjasamskipti í 10 ár Hafnarfjörður — Cuxhaven Ása María Valdimarsdóttir, formaður Vinabœjafélagsins Cuxhaven — Hafnarfjörður Hinn 17. september 1998 voru 10 ár liðin frá því að undirritaður var samningur um vinabæjasamband milli Hafnarfjarðarbæjar og Cux- haven í Norður-Þýskalandi. Eins og nöfnin gefa til kynna eru báðir bæ- irnir hafnarbæir þar sem fiskveiðar og fiskvinnsla hafa skipað stóran sess í áranna rás. Hugmyndin um samstarf fæddist í tengslum við sjávarútvegssýningu sem var haldin í Reykjavík haustiðl987 og upphaf- lega var verið að hugsa um samstarf á sviði viðskipta-, hafnar- og sjávar- útvegsmála. Varla var blekið þomað á samningnum þegar hugmyndir um víðtækara samstarf komu úr öllum áttum og ekki þarf að orðlengja það; nú eru vinabæjasamskiptin á milli Cuxhaven og Hafnarfjarðar þess eðlis að víðfrægt er orðið. Það jaðr- ar við ástarsamband, hafa sumir haft á orði! Vinabæjafélög stofnuó Stundum er eitthvað til í því sem gárungarnir segja. Ein sagan er sú að þegar föx og símhringingar vegna vinabæjasamskipta voru farin að yfírgnæfa aðra starfsemi í ráð- húsum Cuxhaven og Hafnarfjarðar hefði verið ákveðið að freista þess að stofna áhugamannafélög, vina- bæjafélög, í báðum bæjunum. Þjóð- verjamir riðu á vaðið og stofnuðu sitt félag í árslok 1989. Einn helsti forgöngumaðurinn þar var maður að nafni Rolf Peters sem var kosinn formaður og hefur gegnt því emb- ætti æ síðan sem einstakur Hafnar- fjarðar- og Islandsvinur. I maí 1993 var stofnað sams konar félag í Hafn- arfirði. Fyrsti formaður var Erlingur Kristensson en Ása María Valdi- marsdóttir tók við formennsku i árs- byijun 1996. Markmið félaganna er að efla enn frekar tengslin á milli bæjanna og vera tengiliður bæjaryf- irvalda og hinna ýmsu hópa og ein- Æskan nýtur góðs af vinabæjasamskiptunum og ungt fólk hefur fengið tækifæri til að stunda sumarvinnu með jafnöldrum. Á myndinni er hópur hafnfirskra ungmenna ásamt gesti frá Cuxhaven, sem starfaði við skógrækt hjá Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar. Með þeim lengst til vinstri á myndinni er Hólmfríður Finnbogadóttir, formaður skógræktarfélagsins. Tónlistarnemar frá Tónlistarskóla Hafnarfjarðar hafa um árabil tekið þátt í árlegu alþjóðlegu tónlistarverkefni í Cuxhaven, þar sem ungt fólk frá ýmsum Evrópulöndum kemur saman til æfinga og tónleikahalds. Þessi föngulegi hópur tók þátt í verkefninu árið 1997. Myndina og hinar tvær sem ekki eru öðrum merktar tók Erlingur Kristensson. 22

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.