Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.1999, Blaðsíða 15

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1999, Blaðsíða 15
SKIPULAGSMÁL „Dagsins glymja hamarshögg“. Ný Súðavík í smíðum. Ljósm. Morgunblaðið. Golli. komandi yfirvöldum. Boðin var út vinna við dælingar og gengið til samninga við Björgun hf. um það verk. Unnu þeir verkið í tveimur verkhlutum og luku dælingu fyllingarefha í lok ágústmán- aðar. Akveðið var að nýta burðarefhi í botni Álftafjarð- ar vegna vinnu við 3. áfanga. Vinna við gatnagerð gekk mjög vel, raunar svo vel að samþykkt var að hleypa hús- byggjendum inn á vinnu- svæðið um miðjan ágústmán- uð eins og þá var hægt, en á þessum tíma höfðu þeir aðil- ar er lentu í altjóni með hús sín fengið tryggingarbætur húsanna greiddar. Framkvæmdum við gatna- gerð á þessu ári lauk 8. októ- ber, þremur mánuðum eftir að vinna hófst. Þriðja áfanga verksins lauk svo sumarið 1996. Samskipti við verktakann gengu mjög vel og stóðust i öllum aðalatriöum allar áætlanir sem gerðar voru um verkið, bæði hvað tíma og kostnað varðar. Malbikun og yfirborðsfrágangur Um mitt sumar 1995 lá fyrir að í tengslum við fram- kvæmdir við gerð jarðganga undir Breiðadals- og Botnsheiði yrði malbikunarstöð flutt á norðanverða Vestfirði. Mikið lán var að þannig skyldi standa á því engin malbikunarstöð er öllu jafna á svæðinu. Gengið var til samninga við Hlaðbæ Colas hf. um malbikun allra gatna í nýju byggðinni. Vinnu þeirra lauk um mitt sumar og var þá hafist handa við annan ffágang. Boðin var út vinna við gerð og ffágang gangstétta, og bílastæða í húsagötum, en þann verkþátt unnu Varma- og Hellulagnir hf. sumarið 1996 og í upphafi árs 1997. Þannig hagar til að raffnagns- og símalögnum byggðarinnar var komið fyrir undir bíla- stæðum meðfram götum og þau síðan lögð steyptum hellum. Þetta var gert til þess að auðvelda viðhald þeirra í ffamtíðinni og koma í veg fyrir að rjúfa þurfi malbiks- þekjuna vegna viðhalds veitukerfa. Því má segja að meginþunga verka við uppbyggingu gatna, holræsa, veitukerfa og frágangi yfirborðs gatna hafi lokið um haustið 1996. Um sumarið 1997 var unnið nokkuð að frágangi opinna svæða, en þó er enn ólokið nokkurri vinnu við slíkan frágang. Það hefúr dregist á langinn meðal annars vegna þess að nokkur óvissa hefúr verið um með hvaða hætti flutningi byggðar í Súðavík verði lokið, en enn hefúr ekki verið leyst hvemig helstu þjónustufyrirtækjum eins og sparisjóði, verslun, heilsu- gæslu, pósthúsi og hreppsskrifstofú verði gert kleift að flytja aðstöðu sína í nýju byggðina. Flutningur húsa og fyrstu nýbyggingar Eins og áður segir var ákveðið strax við gerð keppnis- lýsingar fyrir deiliskipulagssamkeppnina að gert yrði ráð fyrir flutningi gamalla húsa yfir í nýja þorpið. Nú er búið að flytja fimm af gömlu húsunum og standa þau öll við Víkurgötu en hún liggur samsíða þjóðveginum. Þannig hefur á smekklegan hátt tekist að tengja nýja þorpið sögu staðarins. Auk gömlu húsanna voru flutt fjögur timburhús sem vom í smíðum í gamla þorpinu þegar ógæfan dundi yfir. Það var reyndar undir eitt af þeim húsum sem fyrsti sökkullinn í nýja þorpinu var steyptur þann 23. ágúst 1995 eða rúmum sjö mánuðum eftir flóðin. Þar sem nokkuð var í land með að Ofanflóðasjóður gæti komið að þessum flutningum á þessum tíma ákvað hreppsnefnd að setja verkefnið í framkvæmd á eigin ábyrgð fjárhagslega. Þetta var metið á þessum tíma nauðsynleg ákvörðun til þess að auka tiltrú íbúanna á að þorpið yrði flutt. Eftir að öllum formsatriðum hafði verið fúllnægt greiddi Ofanflóðasjóður áfallinn kostnað vegna flutnings húsanna. Þá skömmu áður eða 18. ágúst var hafist handa við að grafa fyrir átta íbúðum í fjórum húsum við Arnarflöt. Ibúðuin þessum var ætlað að koma í stað fjögurra íbúða í félagslega húsnæðiskerfmu sem eyðilögðust í fyrra snjó- flóðinu og fjögurra félagsíbúða við Nesveg sem stóðu næst snjóflóðafarveginum. Eitt gömlu húsanna var fyrsta húsið sem flutt var í í nýja þorpinu en í það var flutt 23. desember 1995 en 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.