Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.1999, Blaðsíða 41

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1999, Blaðsíða 41
MENNINGARMAL Menningarborgin hefur þegar dreift upplýsingaefni til ferðaþjónust- unnar og fjölmiðla og daglega er tekið við fyrirspumum frá erlendum að- ilum, fjölmiðlum jafnt sem þeim er standa að ferðamennsku. Áður en fyrsta stóra ritið kemur út í vor verður dagskrá menningarborgarinnar að mestu lokað og því er mjög mikilvægt að allar upplýsingar um verkefni liggi fyrir sem allra fyrst. Með haustinu munum við heíja undirbúning enn stærra kynningarrits sem kemur út undir lok þessa árs og mun það hafa að geyma enn nákvæmari upplýsingar. Á árinu 2000 verða gefin út ársfjórðungsrit með ítarupplýsingum urn dagskrá. Þessum kynningar- gögnum verður dreift hérlendis og erlendis eftir því sem við á. í borginni verður komið upp aðstöðu á völdum stöðum þar sem hægt verður að sjá dagskrána á nóttu sem degi, auk þess sem við munum hafa mikla sam- vinnu við Upplýsingamiðstöð ferðamála við Bankastræti, afgreiðslur flugfélaga og aðra þá staði þar sem fólk er á faraldsfæti. Árið sem nú er gengið í garð, árið 1999, verður mikilvægt aðventuár og þá þarf að vinna vel og skipulega að öllum undirbúningi fyrir hin miklu tímamót. Nefhd á vegum borgarinnar hefur nýlega tekið til starfa og mun sérstaklega taka á ýmsum umhverfismálum í Reykjavík, tiltekt, uppgræðslu, gróðursetningu og öðru sem lýtur að því að koma höfuð- borginni í sparifötin. Það verkefni tekst þó ekki nema borgarbúar sjálfír taki vel við sér og bretti upp ermar. Ef við sópum öll stéttina í eigin ranni mun menningarárið eignast þá fallegu umgjörð sent því ber. Strax í vor mun menningarborgin vera orðin sýnileg í borgarlandslag- inu og þannig mun þetta ár verða mikilvægt í kynningu og lokaundirbún- ingi viðburða ársins. Verndari M2000 erforseti Islands, Ólafnr Ragnar Grímsson. I heiðursráði menningarborgarinnar eru i forsœti þau Davíð Oddsson forsœtisráðherra, frú Vigdis Finnbogadóttir, fyr/yerandi forseti Islands, Ingibjörg Sólrím Gísladóttir, borgarstjóri Reykjavík- ur, og Björn Bjarnason menntamálaráðherra. Fjórir íslenskir lista- menn sem hafa áunnið sér heimsathygli sitja einnig í heiðursráði, Björk Guðmundsdóttir, Kristján Jóhannsson, Helgi Tómasson og Erró. Formaður sjö manna stjórnar menningarborgarinnar er Páll Skúlason háskólarektor. Stjórnandi er Þórunn Sigurðardóttir, fjár- málastjóri er María E. Ingvadóttir og formaður fjármálaráðs er Sigurður Gísli Pálmason. Svanhildur Konráðsdóttir er útgáfustjóri og tveir framkvæmdastjórar hafa nú hafið störf að innlendum og erlendum verkefnum, þau Skúli Helgason og Sigrún Valbergsdóttir. Nánari upplýsingar: http://www.reykjavik2000.is 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.