Sveitarstjórnarmál - 01.03.1999, Blaðsíða 21
NÁTTÚ RUHAMFARIR
flóð á því svæði sem Guðmundur
Hannesson vísaði til i viðtalinu árið
1928. Þá höfðu verið byggð verk-
smiðjuhús á svæðinu. 12 manns fór-
ust í tveimur snjóflóðum.
I kjölfar þessa hörmulega atburð-
ar urðu miklar umræður í þjóðfélag-
inu um snjóflóðahættu og voru
fengnir til landsins erlendir sérfræð-
ingar til ráðgjafar. Ég man eftir því
að hafa heyrt sögu af því að þegar
svissneskur snjóflóðasérfræðingur
kom til Seyðisfjarðar á þessum tíma
að þá hafi hann gripið um höfúð sér
þegar hann sá tiltölulega nýjar íbúð-
arhúsabyggingar langt upp eftir
hlíðum Bjólfsins.
Zóphónías Pálsson, fv.. skipu-
lagsstjóri, lét gera snjóflóðaupp-
drætti af þeim þéttbýlisstöðum þar
sem vitað var að snjóflóð hefðu fall-
ið þar sem ytri mörk þekktra flóða
voru sýnd.
Þessir uppdrættir komu mörgum á
óvart og í ljós kom að snjóflóð
höfðu verið mun tíðari og fallið víð-
ar en íbúar þessara staða höfðu al-
mennt gert sér grein fyrir. í sumum
tilfellum var þessum uppdráttum þó
ekki tekið með meiri alvöru en svo
að farið var að skipuleggja byggð
upp á milli þekktra snjóflóða.
Almennt var þó farið að taka
meira tillit til snjóflóðahættu við
gerð skipulagsáætlana án þess þó að
til væru reglur um það hvemig með
skyldi fara og hvemig hættan skyldi
metin.
Það er ekki fyrr en i kjölfar snjó-
flóðsins á Patreksfírði árið 1983 þar
sem 4 fómst að gert var átak í gerð
hættumats fyrir þá staði þar sem vit-
að var um snjóflóðahættu og leitað
til færustu sérfræðinga. Þegar
hættumat lá fyrir var farið að huga
að og hanna vamarmannvirki. Þessi
vinna og reyndar samning nýrrar
reglugerðar um gerð hættumats var
langt komin þegar hinir hörmulegu
atburðir áttu sér stað árið 1995.
Fyrst í Súðavík í janúar þar sem 14
manns fórust og síðar i október
sama ár á Flateyri þar sem 20
manns fómst.
Bæði voru þessi flóð með þeirn
allra mestu sem þekkjast hér á landi
og þau sýndu það og sönnuðu að
það mat sem lagt hafði verið á snjó-
flóðahættu stóðst ekki.
Þau svæði sem í hættumatinu
voru talin hættulaus vom það alls
ekki þegar á reyndi. Sú staða sem
upp var komin og gerbreyttar for-
sendur gerði það að verkum að
hugsa þurfti málið upp á nýtt alveg
frá grunni. Sú endurskoðun leiddi
svo til þess að sett voru ný lög,
málaflokkurinn færður milli ráðu-
neyta og Veðurstofu Islands falið
veigamikið hlutverk í framkvæmd
laganna.
Hættumat sem verið hafði í gildi
og staðfest af félagsmálaráðherra
var fellt úr gildi og á meðan ekki
liggur fyrir nýtt hættumat hefúr lítið
verið hægt að vinna að endurskoðun
aðalskipulags þeirra staða sem í hlut
eiga. Til þess eru allt of margir
óvissuþættir og enn liggur ekki ljóst
fyrir hvað nýju lögin og væntanleg
reglugerð um hættumat og nýtingu
hættusvæða muni hafa í för með sér.
Búið er að ákveða að áhætta geti
talist ásættanleg ef líkur á þvi að
fólk látist af völdum snjóflóða em
minni en að 0,3 af hveijum 10.000
deyi árlega.
Miðað við þessar forsendur og
breyttar aðferðir við matið þar sem
litið er á fjallshlíðina í heild en ekki
einstök gil er ljóst að rauðu svæðin,
eða hættusvæðin eins og þau vom
skilgreind í eldra hættumatinu,
rnunu stækka vemlega.
I gamla hættumatinu voru rauð
svæði skilgreind hættusvæði og
græn svæði hættulaus svæði. I drög-
um að nýrri reglugerð er við það
miðað að dregin verði hættu-
matslína á grundvelli ákvörðunar
um ásættanlega áhættu og að ofan
þeirrar línu skiptist hættusvæðin í
gul, blá og rauð hættusvæði eftir
reiknaðri áhættu. Fyrir hvem flokk
hættusvæða gildi svo reglur um það
hvernig heimilt er að nýta þau.
Ströngustu kröfurnar gilda þá á
rauðum svæðum, en á gulum svæð-
um verður t.d. heimilt að byggja at-
vinnuhúsnæði annað en skóla, leik-
skóla, sjúkrahús eða önnur sam-
bærileg hús án sérstakrar styrkingar.
Ibúðarhús verður heimilt að byggja
á gulum svæðum með því skilyrði
að þau uppfylli ákveðnar styrkleika-
kröfúr.
Ef litið er aftur til Neskaupstaðar
er útlit fyrir að stór hluti bæjarins
verði ofan hættumatslinu. Hvað
verður þá til ráða þegar nýtt hættu-
mat liggur fyrir? Þeirri spumingu er
reyndar að öllum líkindum þegar
búið að svara í Neskaupstað og
ákveða að ráðast í vamir. En hveijir
væru kostirnir fyrir stað eins og
Neskaupstað þegar fyrir liggur að
stór hluti bæjarins er á hættusvæði?
Neskaupstaður er öflugur útgerð-
arbær, þar hefúr verið mikið fjárfest
og þar býr duglegt fólk. Væri það
kostur að yfirgefa staðinn og byggja
upp nýjan bæ í botni Reyðarfjarðar
þar sem einu sinni var búið að
skipuleggja 10 þúsund manna bæ?
Varla.
Væri það kostur að gera ráð fyrir
að allir myndu flytjast á brott og
dreifast á aðra staði sem fyrir em á
Austurlandi eða jafnvel Suðvestur-
landi?
Varla. Einu sinni Norðfirðingur,
al ltaf Norðfirðingur.
Væri það kostur að reisa vamar-
virki ofan við bæinn endilangan fyr-
ir nokkra milljarða?
Það væri afleit lausn, en fjárhags-
lega og félagslega líklega besta
lausnin.
Það á eflaust við um flesta staði
að þegar dæminu er stillt upp er
besta lausnin að veija.
Þá vaknar spumingin hvemig það
er gert. Hvers konar varnir á að
byggja, hvaða áhrif hafa þær á útlit
bæjarins og hvemig líður fólki sem
býr allt árið undir þessum gríðar-
miklu mannvirkjum?
Þess er varla að vænta að tekin
verði pólitísk ákvörðun um að auka
ásættanlega áhættu. Á því tekur
tæplega nokkur ábyrgð. Þannig að
um verður að ræða vemlega stóra
og mikla vamargarða.
Það verður trauðla sagt um þétt-
býlisstaði á íslandi að þeir séu fagr-