Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1999, Síða 25

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1999, Síða 25
ALMAN NAVARN I R 3. Samhœfing Hugtakið almannavarnir felur m.a. í sér samstarf allra þeirra aðila sem bregðast þurfa við þegar al- mannavá ógnar öryggi hins almenna borgara. Stofnunin hefur með hönd- um það hlutverk að skipuleggja heildarsamræmingu aðgerða vegna almannvama. I þessu felst nr.a. að útbúa neyðaráætlanir, skipuleggja æfingar, annast fræðslu og þjálfun þeim til handa sem verkskyldur hafa, tryggja viðunandi búnað í landinu og hafa eftirlit með al- mannavamanefndum. Þetta er um- fangsmesta svið stofnunarinnar þar sem innan þess þarf að tryggja sam- vinnu fjölmargra stofnana, félaga- samtaka, neyðarsveita og sveitarfé- laga urn land allt. 4. Aðgeróir Þegar vá er yfirvofandi eða við- varandi hefúr stofnunin lögum sam- kvæmt skyldum að gegna þ. á m. við að skipuleggja og veita aðstoð milli umdæma. Til að gegna þessu hlutverki starfrækja AVRIK stjóm- stöð. Jaffiframt rekur stofnunin fjar- skiptanet um landið til þess að tryggja samskipti milli umdæma. Undir aðgerðasvið falla þau verk- efni sem stofnuninni er ætlað að skipuleggja eða framkvæma með beinum hætti vegna áfalla. Að- gerðasviðið vinnur líka að rann- sóknum og úrvinnslu eftir aðgerðir svo læra megi af reynslunni og nýta í frekari uppbyggingu. 5. Alþjóðatengsl AVRIK eiga sæti í ýmsum nefhd- um í alþjóðlegu samstarfi og taka þátt í því starfi eftir getu og for- gangsröðun á hverjum tíma. Virkt alþjóðlegt samstarf er fyrst og fremst við Norðurlönd og sækja fulltrúar stofnunarinnar árlega for- stöðumannafund norrænna al- mannavarna. Framkvæmdastjóri sækir einnig fundi almannavarna- nefhdar NATO. Aðrar stofnanir sem samvinna er við eru Sameinuðu þjóðirnar og Evrópusambandið. Stofnunin móttekur stöðurit frá al- þjóðlegum stofnunum um viðbúnað vegna hættu- og neyðarástands víðs vegar um heiminn. 6. Rekstur Rekstrarsvið fer með fjánnálaeft- irlit (rekstraráætlanir, verkefnavísar o.fl.), almennan skrifstofurekstur, útgáfumál og annan rekstur fyrir stofnunina, þ. á m. umsjón með skjala- og gagnavistun. Til útgáfu- mála teljast m.a. ársskýrsla og svo fréttabréf sem ætlað er að gefa út nokkrum sinnum á ári. Fastir starfsmenn AVRIK eru fímm og skipta með sér verkefnum á ofantöldum sviðum, auk þess sem fólk er fengið í tímabundin verkefni. Einnig koma margir við sögu við ýmiss konar nefndastörf á vegum AVRIK. Nefndastörfin eru mikil- væg til þess að tryggja að hin marg- víslegu sjónarmið mismunandi aðila sem standa að almannvömum komi fram. Endurskoóun Allar ríkisstofnanir þurfa að ganga í gegnum endurskoðun og uppfærslur með skilgreindunr mark- miðum, upphafi og endi, og haldast þannig í hendur við vöxt og þróun samfélagsins. Endurskoðun á skrif- stofu AVRIK er því sem næst lokið, þar með talið innra skipulag AVRIK með sviðsskiptingu eins og að framan greinir. Um þessar mund- ir er sérstaklega verið að endur- skoða vettvangsstjórnun, heildar- skipan almannavarna í landinu og búnaðarmál. Vettvangsstjórnun I september sl. var sett á stofn nefnd til að vinna að endurskoðun vettvangsstjórnunarskipulagsins. Á fjölmennri ráðstefnu sem haldin var í Reykjavík þann 26. febrúar sl. á vegum AVRIK vom tillögur nefnd- arinnar kynntar og fengu þær mjög góðan hljómgrunn. Hugmyndirnar ganga út á einfaldan ramma sem virkar jafht við stórar sem smáar að- gerðir. Honum má beita við alls kyns aðstæður þar sem framkvæmd- ir koma við sögu, óháð því að hveiju verið er að vinna. Nánari út- færsla er í samræmi við fram- kvæmdimar sem vinna þarf hverju sinni og er í höndum notandans. Má sem dæmi nefna að nýlega hélt Hafnarfjarðarbær veglega upp á 90 ára afmæli sitt. Þessar tillögur að vettvangsstjómun hefði verið hægt að nota þar. Nota má tillögurnar

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.