Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1999, Page 23

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1999, Page 23
FJÁRMÁL 6. mynd. Samanburður á skattstofnum sveitarfélaga (1992) Tekjuskattur Fasteigna- Eigna- Land Utsvar fyrirtækja skattar skattar ísland X X Noregur X X X X Svíþjóð X Danmörk X X X Finnland X X Bretland X Frakkland X X Þýskaland X X X X Heirrild: OECO ópuríkjum að þar beri sveitarfélögin ábyrgð á margþættari þjónustu. Það kemur fram í því að sveitarfélögin bera ábyrgð á stærri hluta opinberra verkefna en raun er á í öðrum Evr- ópuríkjum. Umfang útgjalda sveit- arfélaga miðað við útgjöld hins op- inbera sýnir almennt að Norður- löndin hafi dreifðari verkaskiptingu í opinberum rekstri en önnur Evr- ópuríki. A 5. mynd má sjá hvemig tekjur sveitarfélaga skiptast eftir skatt- tekjum, ríkisframlögum og öðrum tekjum í nokkrum Evrópuríkjum. Til annarra tekna í þessu sambandi teljast m.a. þjónustugjöld, tekjur af verslunarrekstri sveitarfélaga og leiga og sala á eignum sveitarfélaga. Ljóst er af þessum samanburði að mikill munur er á mikilvægi skatt- tekna sveitarfélaga eftir löndum. Hlutdeild skatttekna er breytileg, frá 6% i Hollandi allt upp í 68% af heildartekjum sveitarfélaga í Sví- þjóð. Norðurlöndin eru í þessum samanburði ffábmgðin öðmm sam- anburðarríkjum að því leyti að þar gegna skatttekjur tiltölulega miklu hlutverki í fjármögnun þjónustu- verkefna sveitarfélaga. Þá er einnig athyglisvert að sjá hlutdeild annarra tekna, einkum þjónustugjalda, í heildartekjum sveitarfélaga í Dan- mörku, en þar er hlutfallið lægst eða um 10%. I því sambandi er ffóðlegt að rifja upp orð Kim Herlevs Jörg- ensen, skrifstofústjóra hjá Sambandi danskra sveitarfélaga, sem flutti hér áhugavert erindi í marsmánuði síð- astliðnum á ráðstefnu sambandsins um framtíðarskipan sveitarstjómar- mála. Þar kom ffam að eitt af meg- inmarkmiðum danskra sveitarstjóm- armanna á komandi ámm er að auka verulega vægi þjónustugjalda í tekjuöflun danskra sveitarfélaga í því skyni að styrkja tengslin á milli eftirspumar og ffamboðs á þjónustu sveitarfélaganna. A 6. mynd má sjá hvemig skatt- lagningu er háttað í sveitarfélögum samanburðarríkjanna. Þar kemur fram að fasteignaskattur og útsvör einstaklinga em algengustu skattar sveitarfélaganna. Tekjuskattur fyrir- tækja og eignaskattur einstaklinga og fyrirtækja eru þekktir en ekki jafnalgengir skattstofnar hjá sveitar- félögum. Samkvæmt yfirlitinu er fasteignaskattur álagningarstofn í sveitarfélögum allra ríkja annarra en Svíþjóðar. Utsvar er tekjustofn alls staðar annars staðar en í Hollandi og Bretlandi. Noregur og Þýskaland hafa þá sérstöðu að heimila sveitar- félögum að nýta tiltölulega mörg skattform. í báðum löndum inn- heimta sveitarfélögin tekjutengdan skatt bæði hjá einstaklingum og fyr- irtækjum, eignaskatt og fasteigna- skatt, en samkvæmt yfirlitinu inn- heimta engin önnur lönd eignaskatt. Sé litið ögn nánar á samanburð tekjuöflunarkerfa sveitarfélaga í þeim löndum, þar sem hlutfall út- gjalda sveitarfélaga af þjóðarfram- leiðslu er hvað hæst, þá kemur í ljós að Bretland hefur sérstöðu miðað við Norðurlöndin að því leyti til að sveitarfélögin fá þar vemlega minni hluta tekna sinna í formi útsvars og stærri hluta tekna í formi framlaga frá ríkinu. Á Norðurlöndum em út- svörin á hinn bóginn meginuppi- staðan í skatttekjum sveitarfélaga. Á Bretlandi hafa sveitarfélögin þannig tiltölulega litlar skatttekjur og þar að auki skattstofn, sem verður fyrir litl- um áhrifum af hagsveiflum, en það veldur því að skatttekjur sveitarfé- laga á Bretlandi skipta litlu máli fyr- ir efnahagsstjórn þar í landi, ólíkt því sem á við á Norðurlöndum. Margt er líkt með Norðurlöndun- um hvað varðar stjómsýslu sveitar- félaganna, tekjuöflunarkerfi þeirra og verkaskiptingu milli þeirra og ríkis. Á hinn bóginn er allnokkur munur á Noregi, Svíþjóð og Dan- mörku varðandi mótun tekjuöflun- arkerfisins. Þannig dreifast í fyrsta lagi skatttekjur sveitarfélaga á fleiri skattfonn í Noregi samanborið við Svíþjóð og Danmörku. í Danmörku og Svíþjóð fá sveitarfélögin hvorki tekjuskatt frá fyrirtækjum né eigna- skatt, og þar að auki er ekki inn- heimtur fasteignaskattur í Svíþjóð. Þrátt fyrir það að norsk sveitarfélög njóti fleiri skattstofna en sveitarfé- lög í Svíþjóð og Danmörku, þá er hlutdeild norskra sveitarfélaga í op- inberum tekjum minni en í Svíþjóð og Danmörku. í öðm lagi er munur milli Norðurlanda á öflun skatt- tekna. í Svíþjóð og Danmörku greiðir ríkið sveitarfélögum skatt- tekjur fyrirfram og fer endanlegt uppgjör ffam í lok árs. Tilgangurinn með því að haga greiðslu skatttekna til sveitarfélaga með þessum hætti er sá að skapa stöðugleika í tekju- dreifíngu sveitarfélaganna, annars vegar með það í huga að tryggja al- mennt jafnvægi í opinberri stjórn- sýslu og hins vegar að auðvelda sveitarstjómum skipulega fjármála- stjórn. I þriðja lagi er mismunur milli Norðurlanda á þætti ríkisins í fjármálastjórn sveitarfélaga. Þannig fara í Danmörku árlega fram samn- ingaviðræður milli ríkis og samtaka sveitarfélaga um ramma fjárhags- áætlana sveitarfélaganna fýrir kom- andi ár. Tilgangur slíkra viðræðna er af hálfú ríkisins sá að hafa áhrif á 2 1 3

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.