Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1999, Page 51

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1999, Page 51
FRÁ LAN DSHLUTASAMTÖKUNUM Guðni Ágústsson á spjalli í fundarhléi við Rangæingana Óla Má Aronsson, oddvita Rangár- vallahrepps, Birgi Þórðarson heilbrigðisfulltrúa og Viðar Steinarsson, hreppsnefndarfull- trúa í Rangárvallahreppi. Fjármögnun grunnskólareksturs Aðalfundur SASS 1999 beinir þeim tilmælum til Sambands íslenskra sveitarfélaga að það fylgist grannt með þeim breytingum sem stöðugt verða á umhverfí grunnskólans með það í huga að tryggt verði að sveitar- félög fái nægilegt rekstrarfé til skólahalds í landinu. Kjarasamningar við kennara Aðalfundur SASS harmar að kjarasamningar kennara og Launanefhdar sveitarfélaga hafi ekki haldið og hvet- ur til meiri samstöðu sveitarfélaga i ffamtíðinni. Heilbrigðismál Sjúkrahús Suðurlands Aðalfundur SASS leggur áherslu á að hraðað verði undirbúningi og framkvæmdum við byggingu B-álmu við Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Skilgreina þarf hlut- verk stofnunarinnar í þjónustu við Sunnlendinga með það að markmiði að styrkja stofnunina og auka þjón- ustumöguleika hennar við íbúa fjórðungsins. Markviss uppbygging stofnunarinnar á að vera forgangsverkefni. Góð og örugg heilbrigðisþjónusta skiptir miklu máli þegar fólk velur sér búsetu; því er mikilvægt að sú þjón- usta sé trygg og aðgengileg öllum íbúum héraðsins. Nám fvrir heilbrigðisstéttir Fundurinn styður eindregið framkomnar hugmyndir um sérstakt nám fyrir heilbrigðisstéttir er hafi það að markmiði að tryggja betur mönnun og auka enn frekar hæfni heilbrigðisstarfsfólks til starfa á landsbyggðinni. Forvarnir í fíkniefnamálum Aðalfundur SASS hvetur aðildarsveitarfélög sín til átaks á sviði forvama gegn fikniefhaneyslu. Sálfræðiþjónusta á vegum heilsugæslunnar Aðalfúndur SASS fagnar þeim áfanga sem náðist með tilraunasamningi til eins árs er varðar sálfræðileg með- ferðarúrræði fyrir leik- og gmnnskólanemendur. Þjónust- an verður á vegum heilsugæslustöðvanna á svæðinu. Ýmis mál Samskipti Alþingis og sveitarstjórna Aðalfundur SASS 1999 skorar á Alþingi íslendinga að vinnureglur varðandi samskipti við sveitarstjómir, hér- aðsnefndir og samtök sveitarfélaga verði bættar og tekið verði mið af vinnuferli sveitarfélaga varðandi samstarf og umsagnir um einstaka fmmvörp eða tillögur sem lögð em fyrir Alþingi. Mörg fmmvörp sem lögð em fram á Alþingi snerta beint og óbeint hagsmuni sveitarfélaga sem eðlilegt er. Því miður er það of algengt að umsagnar er ekki leitað til sveitarfélaga þegar um er að ræða bein hagsmunamál þeirra. Þó er því ekki að neita að mun algengara er að umsagnar hafi verið leitað til Sambands íslenskra sveit- arfélaga og landshlutasamtaka sveitarfélaga. í þeim til- fellum sem leitað er umsagnar samtaka sveitarfélaga virðist það því miður frekar vera reglan en undantekning að sá frestur sem gefínn er til umsagnar sé afar knappur. Ráðrúm hjá samtökum verður því ekki nægjanlegt til að leita umsagnar hjá einstaka sveitarfélögum sem nauð- synlegt telst, t.d. vegna beinna hagsmuna. Ljóst er að stjóm SASS fúndar einu sinni í mánuði og sama fyrir- komulag er hjá allflestum minni sveitarfélögum. Einnar til tveggja vikna frestur til að skila vel unnum og ígmnd- uðum umsögnum er því augljóslega allt of knappur tími. Það má í raun líta á slíkt fyrirkomulag sem lítilsvirðingu við sveitarstjómir og jafnvel einnig lítilsvirðingu við við- komandi málefni eða ffumvarp. Málefnaleg umræða get- 24 1

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.