Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1999, Page 36

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1999, Page 36
VERKASKIPTING RÍKIS OG SVEITARFÉLAGA laganna verði tryggð útgönguleið í samningnum ef viðkomandi sveitar- stjóm metur það svo að fjárhagsleg- ar forsendur hans séu brostnar. Það hafi þó ekki áhrif á áframhaldandi þátttökumöguleika annarra sveitar- félaga. 4. Skilgreint verði í samningnum hvað tekur við að loknum gildistíma hans, þ.e. hver verði réttur sveitarfé- laganna, t.d. ef kemur til lagasetn- ingar um yfirfærslu málaflokksins. Em t.d. áframhaldandi samnings- möguleikar tryggðir? Niðurstaða aukaþingsins varð eft- irfarandi samþykkt: „Aukaþing SSNV, haldið á Sauð- árkróki 14. nóv. 1998, samþykkir að fela stjórn SSNV og félagsmála- ráðuneyti í samstarfi við Qármála- ráðuneyti að endurskoða samnings- drög um málefni fatlaðra sem fyrir liggja. Endurskoðunin taki mið af athugasemdum frá bæjarstjórn Siglufjarðar og öðrum sem fram hafa komið. Gerðar verði samþykkt- ir fyrir nýtt byggðasamlag um rekst- ur málefna fatlaðra á Norðurlandi vestra. Ný samningsdrög og sam- þykktir verði send sveitarfélögum á Norðurlandi vestra til afgreiðslu fyr- ir 1. desember 1998. Gerð nýrra samningsdraga reynd- ist tímafrekari en ætlað var. Hún tókst þó um síðir og var þjónustu- samningur undirritaður í félags- málaráðuneytinu 23. mars sl. Samn- ingurinn öðlaðist gildi 1. apríl sl. og gildir til ársloka 2001. Samningsaðili við félagsmála- ráðuneytið er nýtt byggðasamlag um málefni fatlaðra í Norðurlands- kjördæmi vestra og em öll sveitarfé- lög í kjördæminu aðilar að því byggðasamlagi. Byggðasamlagið hefúr sömu stjóm og SSNV þar til annað verður ákveðið. Byggðasam- lagið gerði jafnffamt samninga við Siglufjarðarbæ, Sveitarfélagið Skagafjörð, Félagsþjónustu A-Hún. og Húnaþing vestra um ffamkvæmd þjónustu við fatlaða sem lögheimili eiga á viðkomandi þjónustusvæði. Skipulagi þjónustunnar er best lýst með skipuritinu sem fylgir greinini. Framkvæmd samningsins hefur gengið býsna vel enn sem komið er. Óvissa er fyrir hendi um réttmæti þeirrar skiptingar fjármuna milli þjónustusvæða sem lagt var upp með sl. vor, en sú skipting verður endurskoðuð á grundvelli reynsl- unnar um næstkomandi áramót. Láttu það eftir þér! stórskemmtilegt Leikár ÍJIlllKT I Vorið Vaknar Bláa herbergið Djöflarnir 4sK? TOríbfÍ Veii&u Leit að vísbendingu um vitsmunalíf í alheiminum IO'.vu niig !<aUi Borgarleikhúsið 1??? - 2000 UTLA FeguröflnJrpttningin 226

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.