Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1999, Blaðsíða 56

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1999, Blaðsíða 56
VEITUR Reynsla af aukavatnsmælum Dagur Jónsson, vatnsveitustjóri Vatnsveitu Hafnarjjarðar ogformaðurfagráðs vatnsveitusviðs Samorku Nokkrar staðreyndir um vatns- sölu til fyrirtækja í 8. gr. laga nr. 81/1991 um vatns- veitur sveitarfélaga er heimild til þess að selja vatn eftir mæli. Þessi heimild í lögunum er ekki nýtt hjá sumum veitum og hjá nokkrum veitum er gjaldið of lágt til þess að gjaldtakan skili árangri. Eftir að hafa komið að rekstrar- vandræðum hjá mörgum íslenskum veitum á liðnum árum er niðurstað- an sú að rót vandræða og oft óhóf- legs kostnaðar við rekstur og úrbæt- ur í neysluvatnsmálum sé eftirfar- andi: 1. Bilanir á dreifikerfum ajDreifikerfi vatnsveitna fara að leka fyrr eða síðar. Algengustu bilanir eru á heimæðum og reikna má með að allt að 60% af töpuðu vatni sé um bilanir á heimæðum. Það er útbreiddur misskilningur að bilanir á vatnslögnum geri oft- ast vart við sig á yfirborði. Þessi misskilningur hefur mjög oft leitt til falskrar öryggiskenndar. bjBilanir á dreifí- og stofnlögnum geta valdið miklum óútskýrðum vandræðum ef þær finnast ekki strax. Bilanaleit og viðgerðir eru oft kostnaðarsamar. Langflestar eldri vatnsveitur leka meira eða minna. Það er einnig alltof algengt að nýjar vatnsveitur eða nýendumýjaðar vatnsveitur leki óhóflega vegna mistaka við teng- ingar og frágang lagna í jörðu. 2. Sóun vatns Þar sem aukavatnsgjaldi er ekki beitt eða gjald er of lágt má búast við að vatni sé sóað. Þeir aðilar sem hafa gott aðgengi að vatni úr veitu fara oft, ómeðvit- að, illa með vatn. Fyrirtæki, einkum þau sem nota vatn til fiskvinnslu og til kælingar á vélbúnaði, Qárfesta sjaldnast í úrbótum eða stillingum á tækjum. Þá velja aðilar sem beita kælitækni yfirleitt alltaf að kæla búnað með vatni í stað lofts vegna raforkukostnaðar. a) Þar sem notkun íyrirtækja er ekki mæld eða aukavatnsgjald er of lágt er hætta á verulegum mistök- um í fjárfestingu. b) Þar sem svona háttar til líða oft mörg eðajafnvel öll fýrirtæki fýr- ir vatnsskort. c) Þetta veldur íbúum óþægindum og stundum jafnvel hættu. d) Vatn til slökkvistarfa verður oft of lítið og í sumum tilfellum ekkert. e) Gæði vatnsins verða oft mun verri en þörf er á vegna óhóflegs niður- dráttar í vatnsbólum. f) Raforkukostnaður vegna dælingar er oft margfalt hærri en vera þyrfti. a) Hefðbundin úrrœði við vatns- skorti -fjárfestingarmistök Þegar um er að ræða jöfnum höndum lítið viðhald á dreifikerfi vatnsveitu (bilanir) og sóun á vatni gerist það yfirleitt smátt og smátt að notandinn fær æ minna vatn. Á hinn bóginn er ekki vist að neinn kvarti fýrr en vatnsleysi fer að vera viðvar- andi. Þá koma kvartanimar í skrið- um og notendur, bæði iðnaður og íbúar, krefjast úrbóta og það strax! Þar sem tímaffekt er að leita að bil- unum eða að koma upp gjaldmæl- um hjá fyrirtækjum þegar allt er næstum orðið vatnslaust er oft ráðist í mikla fjárfestingu í röngum hluta veitnanna. Eftirtalin atriði eru oft gerð að blóraböggli fýrir vanrækslu í rekstri vatnsveitna: • Flutningsgeta aðveituæða talin oflítil. • Miðlunargeta úr vatnsgeymi eða skortur á miðlunargeymi. • Skortur á dælum eða afköst dælna of lítil. • Vatnsból ónóg eða vatnsgæfni borholna ekki talin næg. Þá er ótalið eitt atriði, sem er að vatn sem fer til spillis við sóun í fýr- irtækjum endar í frárennsliskerfum og getur þar kallað á óþarfa fjárfest- ingu í hreinsun og dælingu. b) Allir i söinu vandrœðunum Eðlilega eru fyrirtæki í sjávarút- vegi oft við hafnir og þar af leiðandi eru oft mörg fýrirtæki við sömu göt- una eða í sama hverfinu og á sama hluta dreifikerfis vatnsveitu. Þessir aðilar svelta oft hver annan. Sá sem er best settur á dreifikerfinu fær kannski alltaf nægt vatn og kannast ekki við vatnsskort sem vandamál. Aðrir notendur fá jafnvel ekki vatn til starfseminnar. Þá er stundum gripið til þess að setja dælur á inn- tök í húsunum en þá gerist það æði oft að vandræðin komast á alveg nýtt stig. c) Sóun vatns getur verið hœttuleg Þetta er ekki meginatriði en aug- 246
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.