Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1999, Page 54

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1999, Page 54
BYGGÐARMERKI Byggðarmerki Fjarðabyggðar Bæjarstjórn Fjarðabyggðar sam- þykkti hinn 30. mars sl. að láta fara fram verðlaunasamkeppni um byggðarmerki fyrir Fjarðabyggð, hið sameinaða sveitarfélag úr Eski- firði, Neskaupstað og Reyðarfjarð- arhreppi. Samþykkt var að veita þrenn verðlaun og næmi verðlauna- fé samtals 525 þúsund kr. í kjölfar auglýsingar bárust tillög- ur frá 40 einstaklingum en nokkrir þeirra sendu fleiri en eina tillögu eða tillögu í fleiri en einni útfærslu. Sérstök dómnefnd var valin til að leggja mat á tillögumar. Hana skip- uðu þau Smári Geirsson, Jóhanna Hallgrímsdóttir og Haukur Bjöms- son og nefndin fékk sem ráðgjafa Margréti Þorvarðardóttur myndlist- armann. Verðlaun fyrir valin merki voru síðan veitt i Egilsbúð hinn 22. sept- ember og voru merkin þá kynnt. Forseti íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, afhjúpaði merkið er hann var í heimsókn i Fjarðabyggð þann dag. Fyrstu verðlaun, kr. 300.000, hlutu Guðjón Davíð Jónsson, graf- ískur hönnuður, og Anton Helgi Jónsson hugmyndasmiður fyrir merki sem þeir nefna Landsýn. Um- sögn dómnefndarinnar hljóðaði svo: „Merkið er einfalt, skýrt og stíl- hreint og kemur skýrt ffam bæði í lit og svarthvítu." Önnur verðlaun, 150.000 kr., hlaut Kristín Halldórsdóttir og þriðju verðlaun, 100.000 kr., Elma Guðmundsdóttir. Lögun merkisins er í samræmi við gmnnform C samkvæmt reglu- gerð urn skráningu byggðarmerkja. Myndfletinum er skipt í samræmi við grunnskiptingu nr. 5 í viðauka II með reglugerðinni, þannig að fjöllin em í skjaldarhöfði og mælist 1/3 af hæð merkisins frá effi brún merkis- ins sjálfs að fjallsrótum, en hafíð er á fleti sem er 2/3 af neðri hluta merkisins. Merki Fjarðabyggðar sýnir stílfærð fjöll Austfjarða sem tákn byggðarinnar og í fjöllunum er sól, dagrenning, en fyrir utan hafið. Litir merkisins em blár, rauður og hvítur. Hvítur er jafngildur silfri í hátíðarútgáfú. Göngum hreint til Hjá Blindravinnustofunni færðu mikið úrval ræstiáhalda, hvort sem er fyrir skóla, fyrirtæki eða heimilið. Leyfðu okkur að aðstoða þig við að fegra umhverfið. verks Umhverfisvænir klútar og moppur. Moppusett, ýmsar stærðir. DIT og FILMOP Burstar í mörgum ræstivagnar í miklu úrvali. stærðum og gerðum. BLINDRAVINNUSTOFAN Hamrahlíð 17 • Síml S2S 0025 244

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.