Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1999, Page 60

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1999, Page 60
BRUNAVARNIR Almenna vörusalan ehf. í Ólafsfirði: Framleiðir íslenska slökkvibíla fyrir íslenskar aðstæður Sigurjón Magnússon, framkvæmdastjóri Almennu vörusölunnar ehf., við slökkvibíla í smíðum. Fremst á myndinni er í smíðum níu manna slökkvi- bfll sem Ólafsfjarðarbær hefur keypt. Aftar er minni slökkvibíll. Ljósm. Ó.G. Almenna vörusalan ehf. í Ólafsfirði er ný- stofnað fyrirtæki sem tekið hefur við þróun og framleiðslu á slökkvibílum af bif- reiðaverkstæðinu Múlatindi sf. í Ólafs- firði, sem um árabil hefúr smíðað slökkvi- bíla sem reynst hafa ífamúrskarandi vel við íslenskar aðstæður. Sigurjón Magnússon, bifvélavirki og vara- slökkviliðsstj óri Ólafsfirði, er eigandi og framkvæmdastjóri Almennu vörusölunn- ar ehf. og er hann jafn- framt einn aðaleigenda Múlatinds sf. „Astæða þess að ég fór út í smíði á slökkvibílum á sínum tíma er sú að þar sameina ég áhuga og þekk- ingu á starfí slökkviliða, ekki hvað síst á minni stöðum úti á landi, og þekkingu mína og reynslu í bif- reiðasmíði og viðgerðum," segir Siguijón en slökkvibílamir sem Al- menna vörusalan ehf. ffamleiðir nú bera nafhið MT og hefúr starf fyrir- tækisins á fyrstu mánuðunum snúist um þróun á tveimur megingerðum slökkvibíla í minni flokki og felst munurinn á bílunum fyrst og ffemst í burðargetu á vatni og búnaði. Léttari yfirbygging meö trefjaplasti Fyrsti slökkvibíllinn var smíðaður hjá Múlatindi árið 1992 en nú em fjórir slíkir í notkun, á Ólafsfirði, Dalvík, Blönduósi og í Súðavík. Siguijón hefúr endurhannað bílana ffá fyrstu gerðum og ffamleiðir Al- menna vörusalan ehf. nú yfirbygg- ingu úr trefjaplasti í stað áls og jáms. Siguijón hefúr að undanfömu kynnt sér á erlendum vettvangi nýj- ustu tækni í smíði trefjaplasthúsa á bíla og fór einnig í verksmiðjur í Þýskalandi og Hollandi þar sem slökkvibílar eru framleiddir. Nýja yfirbyggingin á MT-bílunum leiðir til þess að hægt er að koma fyrir meira vatni og búnaði í bílunum enda munar nær helmingi á þyngd yfirbyggingar miðað við álhúsið. Yfirbyggingin er sett á litla banda- ríska og tjórhjóladrifna vömbíla og í boði em bílar með 1000 og 2000 lítra vatnstönkum, fimm skápum fyrir slökkvibúnað, gírdrifnum dælubúnaði og öðru sem góðum slökkvibíl tilheyrir. Vélarstærð er allt að 300 hestöfl, allt eftir vilja kaup- enda. Þá segir Sigur- jón Almennu vömsöl- una ehf. einnig bjóða stóra slökkvibíla af Volvogerð með allt að 8000 þúsund lítra vatnstanki, 3000 lítra vatnsdælu, allt að 400 hestafla vél og sex manna áhafnarhúsi. Sá bíll er einnig með sterkri trefjaplastyfir- byggingu, fjórhjóla- drifinn og öflugur. Bíllinn kostar um 13 milljónir króna að sögn Siguijóns. „Þarfir slökkviliða em mismun- andi úti um landið en ég veit að það er ekki aðeins verðið sem skiptir kaupendurna máli heldur einnig stærð bílanna því ekki er alls staðar húsrými fyrir stóra bíla. Þess vegna byrjaði ég framleiðsluna á minni gerð af slökkvibílum. Margir kaup- endanna óska eftir stórum bílum og við mætum þeirra þörfum einnig með þessum Volvo-slökkvibíl. En ég horfí ekki aðeins til smíði bíl- anna heldur ekki síður til þess að veita alhliða viðgerðar- og breyt- ingaþjónustu á slökkvibílum og selja allan þann búnað sem slökkvi- lið þarfnast, t.d. hillur og rúlluhurð- ir. A því sviði nýt ég samstarfs við öflugan og traustan innflutningsað- ila,“ segir Sigurjón. 250

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.