Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1999, Side 52

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1999, Side 52
FRÁ LANDSHLUTASAMTÖKUNUM Málin rædd. Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, sveltarstjórl Rangárvallahrepps, Guðmundur Rúnar Svavarsson, sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps, og Sveinn A. Sæland, oddvlti Biskupstungnahrepps. ur einungis verið til bóta og gerir alla vinnu faglegri og árangursríkari. Menningarhús á Suðurlandi Aðalfundur SASS 1999 styður framkomna tillögu bæjarstjómar Hveragerðis um menningarhús í Hvera- gerði en vekur athygli á að menningarhús eru víða á Suðurlandi og full ástæða er til að styðja við bakið á þeim með það að markmiði að efla menningu á öllu svæðinu. Breyting á jarðalögum Aðalfundur SASS 1999 beinir því til stjómar Sam- bands íslenskra sveitarfélaga að taka nú þegar upp við- ræður við ríkisvaldið um að ákvæði um að forkaupsrétt- ur sveitarfélaga á bújörðum samkvæmt jarðalögum verði ótvíræður. Á undanfömum árum og misserum hafa fallið úr- skurðir og dómar sem ógilda ákvarðanir sveitarstjóma um nýtingu forkaupsréttar, þannig að nú virðist sem heimildir jarðalaga um forkaupsrétt séu í raun fallnar úr gildi. Nauðsynlegt er að gera breytingar á lögum þannig að óvissu í þessu sambandi sé eytt og að heimildir sveit- arstjómar séu ótvíræðar. Þá þykir rétt að forsendur að baki forkaupsrétti verði endurskoðaðar með tilliti til þátta s.s. menningarverðmæta og breyttra búskaparhátta o. fl. Umhverfismál Umhverfismál í víðtækri merkingu þess orðs em einn mikilvægasti málaflokkur sveitarfélaganna í nútíð og framtíð. Málaflokkurinn snertir flesta aðra málaflokka sem sveitarfélögin sinna. Fundurinn fagnar því að mörg sveitarfélög á Suðurlandi em þátttakendur í samvinnu- verkefni umhverfisráðuneytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga, s.k. Staðardagskrá 21, og hvetur öll sveit- arfélög á Suðurlandi til að horfa til nýrrar aldar og setja sér markmið i umhverfismálum. Kjör i stjórnir og nefndir Á aðalfundinum var kosin ný stjórn SASS. Hana skipa: Ingunn Guðmundsdóttir, formaður bæjarráðs Ár- borgar, sem jafnframt er formaður, Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri í Holta- og Landsveit, varaformaður, Guð- mundur Svavarsson, oddviti Hvolhrepps, Sveinn A. Sæland, oddviti Biskupstungnahrepps, Torfi Áskelsson, bæjarfúlltrúi í Árborg, Kristján Einarsson, forseti bæjar- stjómar Árborgar, Sigurður Bjamason, bæjarfúlltrúi í Ölfúsi, Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarfúlltrúi í Hveragerði, og Hafsteinn Jóhannesson, sveitarstjóri í Mýrdalshreppi. Einnig var kosin ný stjóm Skólaskrifstofú Suðurlands. í henni sitja: Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarfúlltrúi í Hvera- gerði, sem er formaður, Svanhvít Sveinsdóttir, hrepps- nefndarfulltrúi í Mýrdalshreppi, Ágúst Ingi Ólafsson, sveitarstjóri Hvolhrepps, Gunnar Þorgeirsson, oddviti Grímsnes- og Grafningshrepps, og Ingimundur Sigur- mundsson, bankaútibússtjóri í Árborg. Þá vom i heilbrigðisnefnd Suðurlandskjördæmis kosn- ir Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, sveitarstjóri í Rangár- vallahreppi, Gunnar Þorkelsson, dýralæknir í Skaftár- hreppi, Svanborg Egilsdóttir, ljósmóðir í Árborg, og Sesselja Sólveig Pétursdóttir, bæjarfúlltrúi í Ölfúsi, en einnig tilnefnir Vestmannaeyjabær fúlltrúa í nefhdina. Fundarslit Ingunn Guðmundsdóttir, formaður samtakanna, tók nú til máls og þakkaði það traust sem sér hefði verið sýnt með endurkjöri sem formanns SASS. Að því loknu sleit Jón Hólm Stefánsson fúndarstjóri fúndi. 242

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.