Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1999, Page 21

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1999, Page 21
FJÁRMÁL 3. mynd. Skatttekjur á íbúa eftir þéttbýlisstigi sveitarfélaga 1997 I I Jöfnunarsjóður | | Aðrir skattar og tekiur ~| Útsvar H Fasteignaskattur Reykjavík Bæjarfélög Sveitarfélög Sveitarfélög 300 u ■ jh"iL , r 1000 íbúar 300-999 íbúar oq færri Heimild Þjoðhagsstofnun Qg f|ejrj íbúar OUar °9Tærrl og sem út kom í lok síðasta árs, kemur fram að aðgerðir ríkisvalds- ins, sem hægt er að meta með bein- um hætti, hafi skert fjárhag sveitar- félaga um samtals 14—15 niilljarða króna á yfirstandandi áratug eða um tæpa 2 milljarða króna að meðaltali á ári. Eru þá ekki meðtalin kostnað- aráhrif af auknum kröfúm sem lög- gjafínn og ríkisvaldið hafa gert til sveitarfélaga á ýmsum sviðum án þess að tekjur kæmu á móti. Af þessari upptalningu má ljóst vera að veruleg umræða hefúr farið fram um tekjustofna sveitarfélaga og verkaskiptingu rikis og sveitarfé- laga á undanförnum árum. Ymsu hefur óneitanlega verið áorkað og margt verið fært til betri vegar, en hinu er á hinn bóginn ekki að neita að mörgum hefúr þótt minna koma út úr þeirri umíjöllun en efni hafa staðið til. II. Töluverðar breytingar hafa verið gerðar á tekjustofnum sveitarfélaga á undanfomum árum. Það á við um hvort heldur sem er aukningu tekna í tengslum við yfirtöku nýrra verk- efna, breytingu á vægi einstakra tekjuþátta í heildartekjum sveitar- félaga og mismunandi tekjumögu- leika sveitarfélaga. Breyting hefur orðið á heildar- tekjum sveitarfélaga síðastliðin tíu ár, svo sem sjá má á 1. mynd þar sem sýndar eru breytingar á tekjum sveitarfélaga ffá árinu 1988 til 1997 á föstu verðlagi. í lok árs 1997 vom tekjur sveitarfélaga þannig um 38% hærri en þær vom tíu ámm áður og skýrist aukningin fyrst og fremst með auknum tekjum í kjölfar yfír- töku sveitarfélaga á rekstri gmnn- skóla. Á sama tíma hafa tekjur ríkis- sjóðs aukist um 11 %, og hefúr því hlutdeild sveitarfélaga í tekjum hins opinbera aukist úr 21% árið 1988 í 24% árið 1997. Vægi einstakra tekjuþátta hefur jafnframt tekið nokkmm breyting- um. Á 2. mynd sést hvemig heildar- tekjur sveitarfélaga skiptust eftir tekjuliðum árið 1988. Þar sem jafn- an áður vegur útsvarið langþyngst, er um 45% af heildartekjum, fast- eignaskattur er 11%, aðrir skattar 16%, framlag úr jöfnunarsjóði 5% og þjónustutekjur 23%. Til saman- burðar sést á myndinni hver breyt- ingin hefur orðið árið 1997. Þar vegur útsvarið 56% af heildartekj- um sveitarfélaga, fasteignaskattur er 10%, framlag úr jöfnunarsjóði 4% og þjónustutekjur 30%. Ef litið er á tekjumöguleika ein- stakra sveitarfélaga kemur í ljós verulegur munur sem vissulega á sér ýmsar skýringar. Árið 1997 vom skatttekjur á íbúa lægstar í Bæjar- hreppi (A.-Skaftafs.), 86 þús. kr., en hæstar í Grafningshreppi, 325 þús. kr. Þannig var tæplega fjórfaldur munur á skatttekjum á hvem íbúa í tekjulægsta sveitarfélaginu og því tekjuhæsta. Almennt má segja að tekjumöguleikar sveitarfélaga virð- ast óháðir stærð þeirra. Vísbending um það kemur fram á 3. mynd, en þar eru sýndar skatttekjur á hvern ibúa í Reykjavík, í bæjarfélögum með yfir 1000 íbúa, í sveitarfélög- um með 300-1000 íbúa og í sveitar- félögum með færri en 300 íbúa. 2. mynd. Skipting heildartekna sveitarfélaga 1987 og 1997 100% 80% 60% 40% 20% 0% 1Q88 Heimild: Hagstofa íslands l l Þjónustutekjur LZj Jöfnunarsjóður _______Fasteignaskattur ___] Aðrir skattar I I Útsvar 1 | , ; r——1 2 1 1

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.