Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1999, Blaðsíða 32

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1999, Blaðsíða 32
MENNINGARMÁL Val á list Vignir Jóhannsson, formaður Sambands íslenskra myndlistarmanna SÍM - Samband íslenskra mynd- listarmanna, sem enr hagsmunasam- tök myndlistarmanna á íslandi, vill koma eftirfarandi á framfæri við sveitarstjómir í landinu: Þegar opinberir aðilar óska eftir ráðgjöf varðandi gerð eða kaup listaverka veitir SIM viðkomandi aðilum upplýsingar um með hvaða hætti slíkt færi best fram. Ein að- ferðin við undirbúning að gerð t.d. útilistaverka eða stórra inniverka er að efna til samkeppni meðal lista- manna um gerð þeirra. Samkeppni er hægt að framkvæma með mis- munandi hætti. Er ýmist opin eða lokuð, hugmyndasamkeppni eða verksamkeppni og þar fram eftir götunum. SIM hefur gefið út sér- prentaðar samkeppnisreglur sem sveitarstjómir geta stuðst við þegar efna á til samkeppni eða meta val- kosti vegna undirbúnings að gerð listaverka. Langvarandi reynsla SIM af ráðgjöf um undirbúning að kaupum eða gerð listaverka er sveit- arstjórnum trygging fyrir því að gagnlegar upplýsingar liggi fyrir áður en ráðist er í slík verkefni. Við hjá SÍM viljum benda stjóm- um sveitarfélaga á að við höfúm á að skipa trúnaðarmanni sem hefúr 10 ára reynslu að baki við undirbún- ing og aðstoð við framkvæmd sam- keppni. Hver samkeppni er klæð- skerasniðin eftir þörfum hvers aðila um sig en þó ætíð í góðu samræmi við samkeppnisréglur SÍM. Sam- keppnislýsing er hverju sinni borin undir stjóm SÍM. Kostnaður við að halda samkeppni getur verið nokk- uð mismunandi en trúnaðarmaður getur áætlað það fyrir útboðsaðila hverju sinni eftir umfangi sam- keppninnar. Gera má þó ráð fyrir að kostnaðurinn sé u.þ.b. 10% af heild- arkostnaði við fullfrágengið t.d. úti- listaverk en að lokinni samkeppni liggur líka fyrir líkan og kostnaðar- áætlun um gerð listaverks sem dóm- nefhd mælir með til ffekari útfærslu. Sé samkeppni haldin án samráðs við stjóm SIM eða samkeppnisregl- ur samtakanna hvetur stjórn SIM listamenn til þess að sniðganga slíka samkeppni. Þegar samkeppni er haldin samkvæmt reglum samtak- anna er hægt að ganga út frá því sem vísu að helstu listamenn okkar taka þátt auk fjölmargra ungra lista- manna. Staðreyndin er að SIM hef- ur á að skipa fagfólki til þátttöku í dómnefndarstörfum, undirbúningi og framkvæmd samkeppni. Öll þau listaverk sem orðið hafa hlut- skörpust í samkeppni sl. tíu ár hafa verið unnin og reist. Má rekja það til góðs undirbúnings og góðs samstarfs milli SÍM og sveitarfélaga um langt árabil. Skrifstofa SÍM veit- Stjóm sambandsins hefúr tilnefht Ólaf Ragnarsson, sveitarstjóra Djúpavogshrepps, sem aðalfulltrúa og Jónínu A. Sanders, bæjarfúlltrúa í Reykjanesbæ, sem varafulltrúa hans í Þjóðminjaráð til næstu fjög- urra ára frá 3. nóvember 1998, en það er skipað skv. 2. gr. þjóðminja- laga nr. 88/1989. Aðrir í þjóðminjaráði eru Sigríður Sigurðardóttir safhstjóri, tilnefnd af ir upplýsingar um hvernig hag- kvæmt er að standa að kaupum á listaverkum og/eða við undirbúning samkeppni. Ef um samkeppni er að ræða setjum við ykkur í samband við trúnaðarmann á vegum SIM. Hann gerir kostnaðaráætlun svo og ffamkvæmda- og tímaáætlun og mat á því hvort fara eigi út í samkeppni eða velja aðrar leiðir. Reynslan hef- ur sýnt að með því að leita til fag- fólks varðandi þessi mál sem önnur verður útkoman betri og varanlegri fyrir hlutaðeigandi aðila. Sem dæmi um vel heppnaða og nýafstaðna höggmyndasamkeppni má nefna vatnspóstasamkeppni Vatnsveitu Reykjavíkur þar sem ein- föld og ódýr leið var farin og viða- meiri samkeppni á Djúpavogi og í kjölfar hennar var reist glæsilegt verk eftir Jóhönnu Þórðardóttur. Vona ég að við hjá SIM eigum gott og farsælt samstarf við stjómir sveitarfélaganna um undirbúning og framkvæmd við listaverk á opinber- um vettvangi. Félagi íslenskra safnmanna, dr. Guðrún Nordal, fræðimaður á Stofnun Arna Magnússonar, til- nefnd af Háskóla íslands, Guð- mundur Jón Guðmundsson kennari, tilnefndur af Kennarasambandi ís- lands og Hinu íslenska kennarafé- lagi, og Gunnar Jóhann Birgisson hrl. sem er formaður, skipaður af menntamálaráðherra án tilnefhingar. Nýtt þjóðminjaráð 222
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.