Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1999, Page 65

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1999, Page 65
KYNNING SVEITARSTJÓRNARMANNA Birgir Björn Sigurjónsson forstöðumaður kjaraþróunardeildar Reykjavíkurborgar Birgir Björn Sigurjónsson hagfræðingur var ráðinn forstöðu- maður kjaraþró- unardeildar í Ráðhúsi Reykja- víkurborgar frá 1. janúar sl. Birgir Bjöm er fæddur í Reykja- vík 20. febrúar 1949 og em foreldr- ar hans Sigríður Kjaran Magnús- dóttir húsfreyja og Sigurjón Sig- urðsson, fv. lögreglustjóri í Reykja- vík. Birgir Bjöm lauk stúdentsprófí frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1969 og kandídatsprófi í við- skiptafræði, þjóðhagskjama, 1973. Stundaði síðan framhaldsnám i þjóðhagfræði við Lundarháskóla 1973-1975, við London School of Economics and Political Science í Lundúnum 1975 og Stokkhólmshá- skóla 1976-1982 og lauk þaðan öll- um prófúm doktorsnáms. Hann kenndi við þjóðhagfræði- deild Stokkhólmsháskóla í hluta- starfí 1976-1984, stundaði m.a. sumarvinnu við Seðlabanka Islands, Framkvæmdastofnun, iðnaðarráðu- neytið, rannsóknarvinnu á vegum Sociala forskningsinstitutet í Stokk- hólmi og Ökonomisk forskningsrád, var hagfræðingur hjá launamálaráði ríkisstarfsmanna í BHM 1984—1986 og framkvæmdastjóri BHMR 1986-1994 og Bandalags háskóla- manna (BHM) ffá 1994-1998. Hann starfaði á vegum BHM/ BHMR í ýmsum nefndum, m.a. í 17 manna milliþinganefnd um lífeyris- mál, nefnd um atvinnuleysisbætur frá 1986, milliþinganefnd um at- vinnuleysistryggingar frá 1991, milliþinganefnd um lífeyrismál frá 1990, kjararannsóknanefnd opin- berra starfsmanna, starfsnefnd Líf- eyrissjóðs starfsmanna ríkisins o.fl. Var formaður Byggingarsamvinnu- félags BHM 1986-1987 og tók þátt í norrænum rannsóknaverkefnum á vegum NOS, s.s. um áhrif olíu- verðshækkana á norræn hagkerfi, hagstjóm og hagkerfi Norðurlanda 1983-1986 og um Evrópusamrun- ann og Norðurlönd ffá 1991. Hann hefur skrifað ritgerðir og greinar í timarit og rit m.a. í sam- vinnu við aðra við þjóðhagfræði- deild Stokkhólmsháskóla 1979. Birgir Björn hefur átt sæti í Launanefnd sveitarfélaga frá 12. janúar þessa árs. Kona Birgis Björns er Ingileif Jónsdóttir ónæmisfræðingur. Þau eiga tvo syni. Rafteikning hf. hefur starfað frá árinu 1965. Hjá fyrirtækinu starfa 30 þrautþjálfaðir starfsmenn. Fyrirtækið hefur sérhæft sig í ráðgjöf og hönnun á almennum og sérhæfðum rafkerfum fyrir t.d. skóla, kirkjur, heilsugæslustöðvar og skrifstofubyggingar. Einnig hefur það sérhæft sig í ráðgjöf við uppbygg- ingu merkingakerfa, gæðakerfa og vinnslu við landfræðileg upplýsingakerfi sem nýtast smáum jafnt sem stórum veitukerfum. Kynnið ykkur starfsemina á heimasíðu okkar http://www.rafteikning.is eða hafið beint samband í síma 520 1700. RAFTEIKNING HF RÁÐGJAFARVERKFRÆÐINGAR CONSULTING ENGINEERS 2T 255

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.