Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1999, Page 38

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1999, Page 38
FRÆÐSLUMAL út í eitt þúsund eintökum og var markhópurinn eigendur og stjórn- endur fyrirtækja á Suðumesjum. Miöstöö símenntunar á Suöurnesjum Á 200. skólanefndarfundi FS haustið 1995 var eins og áður var getið lögð fram endurskoðuð áætlun sem meðal annars fól í sér hugmynd að stofnun fullorðinsfræðslumið- stöðvar sem hefði það meginhlut- verk að bjóða fram námskeið á sviði starfstengds náms og ffístundanáms. Starfsemi miðstöðvarinnar átti frá upphafi að beinast að því að kynna námsframboð og námsmöguleika, hafa milligöngu um námskeiðahald og veita einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum ráðgjöf um val á námi. Þannig var lögð áhersla á það að ekki yrði fjárfest í aðstöðu til kennslu og námskeiðahalds, heldur nýtt það húsnæði sem var fyrir hendi á Suðumesjum, s.s. húsnæði skóla, verkalýðsfélaga, félagasam- taka og fleiri aðila. Þessi hugmynd er ekki alveg ný af nálinni og verður helst rakin til hugmyndafræði farskólanna - hinna nýrri (til aðgreiningar frá þeirri bamakennslu sem ffam fór til sveita fram á þessa öld og kennd var við farskóla). Segja má að með stofnun Farskóla Austurlands um miðjan síðasta áratug hafi verið lagður nýr gmnnur fyrir námskeiðahald full- orðinna á landsbyggðinni. Aðrir far- skólar fylgdu síðan í kjölfarið og störfuðu þeir gjaman í nánu sam- starfi við framhaldsskóla. Fjárhags- legur grundvöllur farskólanna var tryggður með fjárveitingu til fram- haldsskólanna og með námskeiðs- gjöldum en með nýjum lögum um framhaldsskóla 1996 voru þessar fjárveitingar lagðar af. Þá komu jafnframt inn í lög um framhalds- skóla heimild um stofnun fullorð- insfræðslumiðstöðva. Á grundvelli þessara nýju laga var Miðstöð símenntunar á Suður- nesjum (MSS) stofnuð þann 10. desember 1997 og tók formlega til starfa í febrúar 1998. MSS er sjálfs- eignarstofnun og eru stofnaðilar Samband sveitarfélaga á Suðumesj- um, Reykjanesbær, Fjölbrautaskóli Suðurnesja, samtök launafólks, samtök vinnuveitenda og fyrirtæki á Suðurnesjum. Þessir aðilar leggja fram árlegt rekstursfé til miðstöðv- arinnar til þriggja ára og skipa hver sinn aðila í fimm manna stjóm. Auk þess sitja í stjóm miðstöðvarinnar fulltrúi Endurmenntunarstofnunar Háskóla Islands, Menningar- og fræðslusambands alþýðu og Sam- taka iðnaðarins. Þá var einnig gert ráð fyrir nánu samstarfi MSS og öldungadeildar Fjölbrautaskóla Suðumesja en nemendum öldunga- deildarinnar hefur fjölgað jafnt og þétt síðustu árin og em nú um 270. Á fyrsta starfsári tóku auk þess um 500 einstaklingar þátt í nám- skeiðahaldi á vegum MSS. Fyrsta starfsárið veitti Kjartan Már Kjart- ansson miðstöðinni forstöðu og var jafnfraint eini starfsmaðurinn. j febrúar 1999 tók Skúli Thoroddsen við stöðu Kjartans. MSS flutti í nýtt leiguhúsnæði í Kjama í Reykjanes- bæ, en auk Skúla störfúðu tveir ráð- gjafar í hlutastörfum við miðstöð- ina, þær Sigríður Bílddal námsráð- gjafi og Guðbjörg Glóð Logadóttir sjávarútvegsfræðingur. Samvinna hagsmunaaöila - svæöisbundin áhersla Það þykir sjálfsagt mótsagna- kennt að halda því fram að í okkar fámenna samfélagi sé hægt að tala um svæðisbundnar áherslur í menntun. Það er hins vegar ljóst að ef starfstengt nám á að þjóna til- gangi þarf það að taka mið af því at- vinnulífi sem einkennir svæðið og að því leyti eru landshlutar að rnörgu leyti ólíkir. Það er nokkuð ljóst að þegar kemur að samkeppni atvinnugreina og fyrirtækja á al- þjóðlegum markaði geta einstök svæði á íslandi átt meira sameigin- legt með ákveðnum svæðum í öðr- urn löndum en svæðum innanlands þegar kemur að menntun og þjálfún starfsmanna. Og það sem fyrst og fremst einkennir Suðurnesin at- vinnulega er nálægðin við alþjóð- legan flugvöll, orkuveitur, fiskveið- ar og vinnslu auk þjónustu. Þá er einnig mikilvægt að hafa til hlið- sjónar langtímaáætlanir sveitarfé- laga og fyrirtækja um uppbyggingu atvinnuvega. Stoöverkefni - fjármögn- un Auk áðumefndra aðila hefúr einn helsti samstarfsaðili FS og MSS í uppbyggingu starfsmenntunar á Suðumesjum verið Markaðs- og at- vinnumálaskri fstofa Reykj anesbæj- ar (MOA) og svæðisvinnumiðlun Suðumesja sem starffækt hefúr ver- ið í tengslum við MOA. í samstarfi þessara aðila hefur verið unnið markvisst að því að sameina krafta, nýta sem best þá fjánnuni sem varið er til símenntunar og taka jafnframt mið af áætlunum um atvinnuupp- byggingu og atvinnuþróun á Suður- nesjum. Til þess að styrkja þessa áætlun frekar hafa þessir aðilar í sameiningu sótt um íjölmarga styrki vegna rannsóknar- og þróunarverk- efna. Þá hafa einstakir aðilar sótt um styrki til verkefúa sem tengjast einstökum verkþáttum. Svæöisbundin efling starfsráögjafar („European Regional Vocational Counsellor“) Eitt fyrsta samstarfsverkefni MOA og FS var umsókn um þriggja ára styrk í Starfsmenntaáætlun Evr- ópusambandsins (Leonardo). Verk- efnið miðar að þjálfun tengiliða milli starfsfræðsluaðila og atvinnu- lífs með það að markmiði að efla svæðisbundna starfsmenntun. Til samstarfs voru fengnir aðilar frá Danmörku og Portúgal og veitti Evrópusambandið urn 19 milljónir króna til verkefnisins í árslok 1996. Á grundvelli verkefnisins verða gerðar leiðbeiningar fyrir svæði um það hverju þarf að huga að við öflun gagna og urn þjálfun tengiliða. Tvær skýrslur MOA (um menntun- arþörf í atvinnulífi á Suðumesjum (1998) og „Reykjanesbær 2003“ 228

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.