Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1999, Page 64

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1999, Page 64
LÍFEYRISMÁL Fyrsti ársfundur Líf- eyrissjóðs starfs- manna sveitarfélaga Fyrsti ársfundur Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga var hald- inn 16. júní sl. í fundarsal Sambands íslenskra sveitarfélaga að Háaleitis- braut 11 í Reykjavík. Sjóðurinn var stofnaður hinn 8. september 1998, eins og frá var skýrt i grein Jóns G. Kristjánssonar, ffamkvæmdastjóra sjóðsins, í 2. tölu- blaði Sveitarstjórnarmála í ár, og lauk þá þvi ferli sem hófst i árslok 1996 þegar stjóm sambandsins skip- aði starfshóp til að gera tillögur um framtíðarskipan lífeyrissjóðsmála sveitarfélaga. Formlegt starfsleyfí var á hinn bóginn ekki gefið út fyrr en 8. desember 1998. Hin reglulega starfsemi lífeyris- sjóðsins, þ.e. móttaka og ávöxtun iðgjalda, var eðli máls samkvæmt lítil á árinu 1998. Samkvæmt árs- reikningnum námu heildariðgjöld vegna ársins 1998 59.298.294 kr. í árslok voru 3.453 einstaklingar sjóð- félagar. í skýrslu stjómarformanns, Karls Björnssonar, bæjarstjóra í Sveitarfélaginu Árborg, kom ffam að áætlað er að iðgjaldatekjur fyrir 1999 verði rúmlega 300 millj. kr. Fyrstu fjóra mánuði þessa árs vom iðgjalda- tekjur rúmlega 111 millj. króna og fjöldi sjóðfélaga orðinn 4.943. Á fundinum kom ffam að 53 sveit- arfélög auk 8 aðila, landshlutasam- taka og stofnana sveitarfélaga, greiða til sjóðsins af nýjum starfsmönnum í stéttarfélögum opinberra starfs- manna og þeirra einstaklinga sem hafa kosið að flytja sig til sjóðsins. Stjórnarformaður sagði í ræðu sinni að hann teldi engin rök fyrir sveitarfélög að halda sig fyrir utan Lífeyrissjóð starfsmanna sveitarfé- laga en nokkur standi enn fyrir utan sjóðinn. Hann kvað fjárhagslega áhættu sveitarfélagsins ekki meiri en að vera í LSR en hins vegar eigi starfsmenn sem greiða til LSS meiri valmöguleika í lífeyristryggingum en þeir eiga í LSR. Það ætti því að vera keppikefli sveitarstjóma að bjóða starfsmönnum aðild að sjóðnum og þannig bæta kjör þeirra sem beinlínis hafa hag af því valffelsi sem V-deild LSS gefur kost á. Á fundinum var ennffemur greint ffá því að staðfestur hafi verið samn- ingur milli LSS og Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar um að LSS taki yfir rekstur hins síðar- nefnda og sömuleiðis að bréf hafi borist ffá bæjarstjóranum á Húsavík þar sem staðfestur var vilji stjómar Lífeyrissjóðs starfsmanna Húsavík- urkaupstaðar um að semja við LSS um rekstur þess sjóðs. Lokar, tengistykki og viðgerðarmúffur vatns- og hitaveitur AG-VP/99-09 i 254

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.