Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1999, Qupperneq 46

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1999, Qupperneq 46
FRÁ LANDSHLUTASAMTÖKUNUM samvinnu við Atvinnuráðgjöf Vesturlands, að vinna að því að auka möguleika Vestlendinga til menntunar á há- skólastigi, t.d. með fjarkennslu og tengingu við mennta- stofnanir í öðrum landshlutum. Sérstök áhersla verði lögð á að koma upp námsað- stöðu til fjarkennslu í þeim sveitarfélögum kjördæmisins sem fjærst liggja menntastofnunum nú og að huga að menntun í uppeldisfræðum, s.s. við leikskóla- og kenn- araskor KHÍ. Árið 2000 Árið 2000 er skammt undan. Þá minnumst við landa- funda Leifs heppna í Vesturheimi. Fyrirhuguð eru hátíð- arhöld í því sambandi að Eiríksstöðum í Haukadal. Árið 2000 verður 1000 ára afmæli kristnitökunnar á íslandi. Árið 2000 verður höfiiðborg landsins ein af menning- arborgum Evrópu - og hafa forsvarsmenn er umsjón hafa með viðburðum ársins haft samband við sveitarfé- lög í Vesturlandskjördæmi um menningarviðburði í kjördæminu. Aðalfundur SSV 1998 leggur áherslu á að sveitarfé- lögin nýti sér þessa atburði sem einstakt tækifæri á Vest- urlandi og sem þátt í framsókn ferða- og menningamrála á svæðinu. Framtíðarsýn fyrir Vesturland Aðalfundur SSV 1998 beinir því til stjómar samtak- anna að skipuð verði fimm manna nefnd sem móti fram- tíðarsýn fyrir Vesturland. Nefndin verði skipuð fulltrú- um ffá SSV, grasrótarfélögum, háskólum og úr atvinnu- lífinu. Aukin áhersia á jarðhitaleit Aðalfúndur SSV 1998 fagnar þátttöku iðnaðarráðu- neytis, Orkusjóðs og Byggðastofnunar við átak í jarð- hitaleit á svokölluðum „köldum svæðurn". Ofangreindir aðilar munu ráðstafa 60 millj. kr. á árinu 1998 og á árinu 1999 til jarðhitaleitar og hafa á árinu 1998 verið samþykkt 29 styrkhæf verkefni. Aðalfundur SSV skorar á stjómvöld að leggja aukna áherslu á jarðhitaleit og nýtingu jarðhita á „köldum svæðum“. Aðalfundur SSV bendir á að hér er um mikið hags- munamál að ræða fyrir íbúa þessara svæða. Nægir að rninna á þá staðreynd að hár húshitunarkostnaður er ein af meginorsökum búferlaflutninga í landinu, eins og fram kemur í skýrslu Byggðastofnunar, „Búseta á ís- landi“, frá því í nóvember 1997. Aðalfundur SSV skorar á stjórnvöld að verja arð- greiðslum Landsvirkjunar í ríkissjóð til jarðhitaleitar og nýtingar jarðhita á köldum svæðurn og stuðla þannig að því að treysta byggð í landinu. Heilbrigðiseftirlit Vesturlands Aðalfundur SSV 1998 samþykkir að fela undirbún- ingsnefnd, sem unnið hefur tillögur um fyrirkomulag heilbrigðiseftirlits í Vesturlandskjördæmi, að vinna áfram að undirbúningi málsins og leggja ffam tillögur til fyrirhugaðs stofnfundar um Heilbrigðiseftirlit Vestur- lands. Daggjöld til dvalarheimila aldraðra í landinu verði hækkuð Aðalfúndur SSV 1998 skorar á ríkisvaldið á ári aldr- aðra að daggjöld til dvalarheimila aldraðra í landinu verði hækkuð. Eftirfarandi greinargerð íylgdi áskorun þessari: Eins og allir vita em mörg dvalarheimili í landinu að beijast í bökkum fjárhagslega. Við þekkjum það öll að daggjöldin eiga að standa undir rekstri heimilanna, en gera það ekki. Hallann greiða sveitarfélögin. Halli margra dvalarheimila er mikill og reksturinn erfiður og lítið eftir til þátta eins og viðhalds og fleira. Eftir því sem þjónustuþörf er meiri á heimilunum þarf meira fjármagn til að geta sinnt íbúunum. Þar sem hjúkmnarrými em em hjúkrunardaggjöldin hærri, þ.e. 7.116 krónur en venju- legt daggjald er 3.259 krónur, en við vitum öll að á hjúkmnardeild er þjónustuþörfin enn meiri og sjaldnast er aukið við stöðugildi starfsfólks vegna fjárskorts. Með- al annars vegna þessa er það stór spuming hvort það sé rétt leið að sýna ffam á þörf fyrir fleiri hjúkmnarrými til að fá auknar tekjur fyrir heimilin. Vænlegri leið sé að hækka daggjöld. Jöfnun kostnaðar við fráveitur Aðalfundur SSV 1998 skorar á stjóm Sambands ís- lenskra sveitarfélaga að taka upp viðræður við ríkisvald- ið á þeim gmndvelli að tryggð verði aukin jöfúun kostn- aðar við fráveitur sveitarfélaga vegna ólíkra umhverfís- aðstæðna. Langtímaáætlun í vegagerð Svofelldar ályktanir vom gerðar að tillögu samgöngu- nefndar: Aðalfúndur SSV 1998 fagnar samþykkt langtímaáætl- unar í vegagerð. Aðalfúndur ítrekar fyrri samþykktir um forgangsverk- efni í vegamálum: • Áframhaldandi tengingu byggða á norðanverðu Snæfellsnesi til Búðardals með byggingu brúar yfir Kolgrafarfjörð i fyrsta áfanga. Hraðað verði um- hverfismati. • í uppsveitum Borgarfjarðar verði ráðist í framtíðar- uppbyggingu Borgarfjarðarbrautar og tengingu hennar við Hvanneyri. Hugað verði að tengingu við þjóðveg 1. • Vegurinn um Bröttubrekku verði endurbyggður svo 236
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.