Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1999, Blaðsíða 21

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1999, Blaðsíða 21
FJÁRMÁL 3. mynd. Skatttekjur á íbúa eftir þéttbýlisstigi sveitarfélaga 1997 I I Jöfnunarsjóður | | Aðrir skattar og tekiur ~| Útsvar H Fasteignaskattur Reykjavík Bæjarfélög Sveitarfélög Sveitarfélög 300 u ■ jh"iL , r 1000 íbúar 300-999 íbúar oq færri Heimild Þjoðhagsstofnun Qg f|ejrj íbúar OUar °9Tærrl og sem út kom í lok síðasta árs, kemur fram að aðgerðir ríkisvalds- ins, sem hægt er að meta með bein- um hætti, hafi skert fjárhag sveitar- félaga um samtals 14—15 niilljarða króna á yfirstandandi áratug eða um tæpa 2 milljarða króna að meðaltali á ári. Eru þá ekki meðtalin kostnað- aráhrif af auknum kröfúm sem lög- gjafínn og ríkisvaldið hafa gert til sveitarfélaga á ýmsum sviðum án þess að tekjur kæmu á móti. Af þessari upptalningu má ljóst vera að veruleg umræða hefúr farið fram um tekjustofna sveitarfélaga og verkaskiptingu rikis og sveitarfé- laga á undanförnum árum. Ymsu hefur óneitanlega verið áorkað og margt verið fært til betri vegar, en hinu er á hinn bóginn ekki að neita að mörgum hefúr þótt minna koma út úr þeirri umíjöllun en efni hafa staðið til. II. Töluverðar breytingar hafa verið gerðar á tekjustofnum sveitarfélaga á undanfomum árum. Það á við um hvort heldur sem er aukningu tekna í tengslum við yfirtöku nýrra verk- efna, breytingu á vægi einstakra tekjuþátta í heildartekjum sveitar- félaga og mismunandi tekjumögu- leika sveitarfélaga. Breyting hefur orðið á heildar- tekjum sveitarfélaga síðastliðin tíu ár, svo sem sjá má á 1. mynd þar sem sýndar eru breytingar á tekjum sveitarfélaga ffá árinu 1988 til 1997 á föstu verðlagi. í lok árs 1997 vom tekjur sveitarfélaga þannig um 38% hærri en þær vom tíu ámm áður og skýrist aukningin fyrst og fremst með auknum tekjum í kjölfar yfír- töku sveitarfélaga á rekstri gmnn- skóla. Á sama tíma hafa tekjur ríkis- sjóðs aukist um 11 %, og hefúr því hlutdeild sveitarfélaga í tekjum hins opinbera aukist úr 21% árið 1988 í 24% árið 1997. Vægi einstakra tekjuþátta hefur jafnframt tekið nokkmm breyting- um. Á 2. mynd sést hvemig heildar- tekjur sveitarfélaga skiptust eftir tekjuliðum árið 1988. Þar sem jafn- an áður vegur útsvarið langþyngst, er um 45% af heildartekjum, fast- eignaskattur er 11%, aðrir skattar 16%, framlag úr jöfnunarsjóði 5% og þjónustutekjur 23%. Til saman- burðar sést á myndinni hver breyt- ingin hefur orðið árið 1997. Þar vegur útsvarið 56% af heildartekj- um sveitarfélaga, fasteignaskattur er 10%, framlag úr jöfnunarsjóði 4% og þjónustutekjur 30%. Ef litið er á tekjumöguleika ein- stakra sveitarfélaga kemur í ljós verulegur munur sem vissulega á sér ýmsar skýringar. Árið 1997 vom skatttekjur á íbúa lægstar í Bæjar- hreppi (A.-Skaftafs.), 86 þús. kr., en hæstar í Grafningshreppi, 325 þús. kr. Þannig var tæplega fjórfaldur munur á skatttekjum á hvem íbúa í tekjulægsta sveitarfélaginu og því tekjuhæsta. Almennt má segja að tekjumöguleikar sveitarfélaga virð- ast óháðir stærð þeirra. Vísbending um það kemur fram á 3. mynd, en þar eru sýndar skatttekjur á hvern ibúa í Reykjavík, í bæjarfélögum með yfir 1000 íbúa, í sveitarfélög- um með 300-1000 íbúa og í sveitar- félögum með færri en 300 íbúa. 2. mynd. Skipting heildartekna sveitarfélaga 1987 og 1997 100% 80% 60% 40% 20% 0% 1Q88 Heimild: Hagstofa íslands l l Þjónustutekjur LZj Jöfnunarsjóður _______Fasteignaskattur ___] Aðrir skattar I I Útsvar 1 | , ; r——1 2 1 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.