Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1999, Side 17

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1999, Side 17
FRÆÐSLUMÁL skilgreina vel hlutverk bæjaryfir- valda, hlutverk skólans og bæjar- búa. Þetta módel er ætlað að skýra innri samninginn. Verkkaupi eru bæjaryfirvöld og skólaskrifstofa ráðleggur sveitarstjórnarmönnum við gerð samninganna. Hlutverk verkkaupans er að skilgreina þjón- ustuna, tryggja að hún sé í samræmi við skólastefnuna og sjá um eftir- iylgni. Skólinn vinnur verkið í samræmi við samninginn, tryggir árangursrík- an rekstur og gæði þjónustunnar. Forsenda samningsins er síðan sú að foreldrar og nemendur séu settir i öndvegi. Það er best gert með því að taka tillit til óska þeirra og að skól- inn sé í virku sambandi við foreldra og nemendur. Skilgreining á samnings- stjórnun Skilgreining á samningsstjómun er í raun einfold, samningsstjómun er gerð samnings um faglegt og fjár- hagslegt sjálfstæði skóla gegn mæl- anlegum árangri. Samningurinn er gerður milli bæjarstjórnar og stjórnenda ein- stakra skóla og er tvíþættur: 1. Rekstrarsamningur, sem setur skólanum Qárhagslegan ramma, þar með talinn launa- og stjóm- unarkostnaður. 2. Innri samningur um innra starf skólans sem tiltekur markmið, ár- angur skólastarfsins og þá þjón- ustu sem skólinn skal veita. í þessum hluta samningsins er sett fram umbótaáætlun/þróunaráætl- un, þar sem tiltekið er hvemig og hvenær árangur skuli metinn, hver framkvæmir matið og hvem- ig niðurstöður skuli kynntar og íylgt eftir. Samningurinn nær yfir tiltekinn tíma en vel er hugsanlegt að mis- munandi tímasetning sé sett fyrir rekstrarsamninginn annars vegar og innra starfið hins vegar. Meginmarkmið með innri samn- ingnum em: • koma af stað skoðanaskiptum milli kjörinna fúlltrúa, fagfólks innan skóla og bæjarbúa um Nettó rekstrarkostnaður grunnskóla Reykjanesbæjar Kr./nemanda 300 250 200 150 100 50 skóli a skóli b skóli c skóli d Nettó rekstrargjöld leikskóla Reykjanesbæjar Kr./barngildi 27 I

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.