Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1999, Page 19

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1999, Page 19
FRÆÐSLUMÁL og sagan endalausa. Eins og áður er getið er í undir- búningi að gera skóla Reykjanes- bæjar sjálfstæða í faglegu og fjár- hagslegu tilliti. Við munum fara okkur hægt þvi nauðsynlegt er að vanda til verksins og það tekur tíma að virkja allan þann hóp sem þarf að koma að verkefninu. Fyrstu sporin eru mikilvæg og þau munu í raun selja hugmyndina. Arangur verkefh- isins ræðst því ekki af því að það kemur skipun að ofan heldur af því að stjómendur skólanna hafi trú á að þessi tilraun sé til gagns. Árangur umbótastarfsins þarf líka að vera varanlegur og taka mið af því að verða hluti skólastarfsins. Umbóta- starf má ekki ráðast af áhuga ein- stakra eldhuga og síðan verði það „hips um haps“ hvort vinnan nýtist skólastarfmu til ffamtíðar litið. Áhersla er lögð á að ítarleg um- ræða fari fram meðal starfsfólks, stjómenda og annarra aðila sem að sjálfsmatinu koma um val á matsað- ferðum og nauðsynlegt er að víðtæk samstaða náist um þá leið sem valin er. En ítarleg umræða og skoðana- skipti em eitt af því sem helst ein- kennir vinnuna við að koma á samningsstjómun. Lokaoró í upphafí greinarinnar velti ég upp þeirri spumingu hvað það kosti að hækka meðalein- kunn á samræmdu prófi um einn heilan. Svarið er marg- þætt. Ekki það að markmiðið með vinnu okkar snúist ein- göngu um það; skólastarf á sér svo marga mikilvæga snertifleti í þroska mannsins. En gefúm okkur að saman fari góðar einkunnir og gott upp- eldi þá er kostnaðurinn marg- þættur. Fjármagn skiptir þar talsverðu máli, öguð vinnu- brögð og góðir stjómunarhætt- ir. Þátttökustjórnun er þó að minu áliti lykilatriði. Það að starfsfólk, stjómendur og neyt- endur séu allir þátttakendur í þróuninni ræður úrslitum um árangurinn. Vitað er að allir kennarar ganga nánast í gegn- um sama námið, kennslugögn em nánast þau sömu í öllum grunnskólum landsins, aðbún- aður í skólum er mjög sam- bærilegur um allt land. Skóla- stefhur og straumar em nánast þeir sömu alls staðar í landinu en samt eru skólarnir okkar mjög misjafnir. Þeir eru mis- jafnir vegna þess að í þeim starfa manneskjur sem hver og ein hefúr ýmislegt til málanna að leggja. Við þurfum að virkja þennan mannauð í skól- unum svo starfsfólkið finni til þess að það sé að ná árangri í starfi. Eitt af erfiðustu hlut- skiptum kennara er að þeim finnst oft sem lítill árangur ná- ist af starfmu, kennslan sé eins Fjölnota vinnuvélar fyrir sveitarfélög Ingvar Helgason hf. Sævarhöfda 2 Stmi 525 8000 www.ih.is 273

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.