Sveitarstjórnarmál - 01.12.1999, Blaðsíða 20
FRÆÐSLUMÁL
Fjarkennsla á grunnskólastigi
Sigurjón Pétursson, deildarstjóri grunnskóladeildar sambandsins
Eitt erfiðasta verkefni fámennra
dreifbýlissveitarfélaga er að halda
uppi lögboðinni grunnskólakennslu.
Ekki eingöngu að kostnaður við ör-
litla skóla er mikill miðað við nem-
endaijölda heldur er einnig erfítt að
fá hæft menntað fólk til kennslu
vegna þeirrar miklu faglegu og fé-
lagslegu einangrunar sem það óhjá-
kvæmilega býr við.
Möguleikar nemenda í slíkum
skólum eru einnig miklu takmark-
aðri en í stórum kaupstaðaskólum,
þannig er t.d. möguleiki á valgrein-
um nánast enginn, og önnur ijöl-
breytni oft lítil þannig að erfitt getur
verið að uppfylla lágmarkskröfur
aðalnámsskrár.
Skólaárið 1998/1999 var rekinn
21 grunnskóli á landinu með 20
nemendur eða færri og af þeim voru
6 skólar með 9 nemendur eða færri.
Það er margra mat að engin leið
sé að ætlast til búsetu á landsbyggð-
inni nema skólaganga bama sé tryg-
gð.
Haustið 1998 ritaði oddviti
Broddaneshrepps á Ströndum, Sig-
urður Jónsson, grunnskóladeild
sambandsins bréf þar sem leitað var
hugmynda um úrlausn á vanda
dreifbýlisskóla en þá blöstu við
Broddanesskóla erfiðleikar við að fá
kennara til starfa og leiðin að næsta
skóla sem er á Hólmavík er of löng
og erfið fyrir skólaakstur.
Með samþykki stjórnar sam-
bandsins kom grunnskóladeildin á
fót starfshópi til að vinna að tilraun
með ijarkennslu á milli Broddaness
og Hólmavíkur.
Hugmyndin byggir á því að not-
aður verði gagnvirkur fjarskiptabún-
aður þannig að kennarinn sjái nem-
endur í báðum skólunum og nem-
endur sjái kennarann og/eða hverjir
aðra.
Ekki er kunnugt um að neins
staðar í heiminum hafi slík tilraun
verið gerð áður gagnvart öllum
bekkjardeildum grunnskólans þótt
fjarkennsla sé mikið notuð við fúll-
orðinsfræðslu.
Oskað var eftir við Háskólann á
Akureyri (HA) að hann veitti verk-
efninu faglega leiðsögn, hefði með
því eftirlit og drægi saman niður-
stöður.
Leitað var fjárstuðnings, sem var
veittur, frá Byggðastofnun, jöfnun-
arsjóði, menntamálaráðuneytinu og
Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
í starfshóp til að vinna að verk-
efninu var óskað eftir tilnefningu ffá
Byggðastofnun (Ingunn Bjamadótt-
ir), Kennarasambandi Islands (Þor-
valdur Pálmason), Háskólanum á
Akureyri (Kristján Kristjánsson) og
Héraðsnefnd Strandasýslu (Þór Öm
Jónsson). Jón Hjartarson var feng-
inn til að leiða verkefnið af stað og
274