Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1999, Síða 54

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1999, Síða 54
FRÁ LAN DSHLUTASAMTÖKUNUM Svæðisskipulag höfiiðborgarsvæðisins kynnt á 23. aðalfundi SSH Ema Nielsen, forseti bæjarstjómar á Seltjamamesi, var kjörin formaður á 23. aðalfundi SSH sem haldinn var 9. október 1999 í Tjamarsal Ráðhúss Reykjavíkur. Aðalumræðuefni fundarins var kynning á undirbún- ingi við gerð svæðisskipulags sem unnið er að á vegum samstarfsnefndar sveitarfélaganna. Viðurkenning SSH, „Merkt framlag til umhverfis-, útivistar- og skipulagsmála“, var afhent í 16. sinn á fúndinum. Viðurkenninguna hlaut að þessu sinni Grasa- garður Reykjavikur. Kynning á svædisskipulagsvinnu fyrir höfuóborgarsvæöiö Ólafur Erlingsson verkfræðingur, Verkfræðistofu Sig- urðar Thoroddsen (VST), kynnti aðdragandann að vinn- unni, val hönnuða o.fl. Öm Steinar Sigurðsson, verk- fræðingur hjá VST, gerði grein fyrir samgöngumálum á höfúðborgarsvæðinu og ræddi þjónustustig samgangn- anna og viðmiðanir í þeim efnum. Einnig ræddi hann kostnað við gerð nýrra byggingarsvæða. Richard Ó. Briem arkitekt, ffá Vinnustofu arkitekta, gerði grein fyrir áætlunum um þéttingu byggðar í skipu- lagsvinnunni. Hann nefndi m.a. að æskilegt væri að fjölga íbúðum í miðborg Reykjavíkur. í Hafnarfirði hefði slík þétting þegar farið ffam. í öðmm sveitarfélög- um væri æskilegt að bæta við atvinnustarfsemi á ákveðnum svæðum til að ná ffam meira jafhvægi milli íbúðar- og atvinnuhúsnæðis. Sigurður Einarsson, formaður samvinnunefndar sveit- arfélaganna um svæðisskipulag og formaður skipulags- nefndar HafnarQarðar, sagði frá því að fyrirhugaður væri kynningarfúndur á Grand Hótel þann 15. október. Umræðuhópar hefðu verið settir á stofn sem ræða ættu einstök mál varðandi svæðisskipulagið. Hópamir ættu að kynna niðurstöður sínar 5. nóvember í Kópavogi. Fundimir yrðu opnir. Hann kallaði eftir virkari þátttöku sveitarstjómarmanna Samstarf sveitarfélaga í Danmörku Næst tók til máls Vagn Ry Nielsen, borgarstjóri í Hor- sens í Danmörku, en hann var sérstakur gestur fúndar- ins. Hann ræddi um reynslu af samstarfi sveitarfélaga í Danmörku. „Þetta er tími mikilla breytinga og ögmnar fyrir sveit- arfélögin," sagði Ry Nielsen, „og mikilla breytinga á at- vinnulífinu.“ Samvinna milli sveitarfélaga er annaðhvort í formi samvinnu eða samruna. Ennþá skiptir ríkið sér ekki af sammna sveitarfélaganna en sífellt fjölþættari þjónusta kallar á samvinnu í auknum mæli. Hann nefndi þrjú dæmi um samvinnu: 1. Örestaden, sem er samvinna sveitarfélaga óháð landamæmm (Malmö-Kaupmannahöfn). Miklir pening- ar em í boði sem er nauðsynlegt vegna mikilvægis þess- ara borga fyrir löndin tvö. 2. Kronstaden sem nær frá Randers að Kongeáen er dæmi um annað svæði sem hefur með sér margvíslega samvinnu, „et bybánd", sagði Ry Nielsen, en samvinnan lýtur að samvinnu á sviði m.a. menntunar, menningar og umferðar. 3. Horsens og nágrannasveitarfélög em með samvinnu um m.a. bamagæslu. Hann benti á erfiðleikana við að vera stærsta sveitarfé- lagið í slíkri samvinnu. í Horsens er mikið lagt upp úr samvinnu og samráði sveitarfélaga og atvinnulifs. Margt fleira kom fram í erindi borgarstjórans sem ekki verður rakið hér. Umhverfisvióurkenning SSH Stjóm SSH veitir árlega sérstaka viðurkenningu fyrir merkt framlag til umhverfís-, útivistar- og skipulags- mála. Markmiðið með þessari almennu viðurkenningu samtakanna er að hvetja sveitarstjórnir, hönnuði og framkvæmdaaðila á höfuðborgarsvæðinu til að leggja áherslu á það heildarumhverfi sem mótað er á þessu sviði. Stjóm samtakanna ákvað á fúndi sínum í septem- ber á sl. ári að fá listamennina Kolbrúnu Björgólfsdóttur (Koggu) og Magnús Kjartansson til samstarfs um nýjan verðlaunagrip. Þau hönnuðu nýjan grip sem á að tákna samspil mannsins við umhverfi sitt og náttúm. Að þessu sinni ákvað stjórnin að veita Grasagarði Reykjavíkur í Laugardal viðurkenninguna. Grasagarður- inn sem flestir þekkja var stofnaður árið 1961. Honum er skipt í sex hluta og hefúr að geyma um 350 innlendar gróðurtegundir og plöntur, auk um tvö þúsund erlendra tegunda. Grasagarðurinn í Reykjavík er einn 1.500 sam- bærilegra garða víðs vegar um heiminn sem starffæktir eru með það markmið að gefa gestum tækifæri til 308

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.