Morgunblaðið - 26.11.2011, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2011
Þegar höfuðborgarbúar vöknuðu í gærmorgun var alhvítt yfir að líta.
„Meðaldagsetning“ þegar fyrst verður alhvítt í Reykjavík að hausti er 6.
nóvember, þannig að snjórinn er nú 19 dögum seinna á ferðinni en að með-
altali, að sögn Trausta Jónssonar veðurfræðings. Síðast var alhvít jörð í
Reykjavík 2. maí í vor.
Frá því að mælingar hófust í Reykjavík 1921 varð fyrst alhvítt hinn 9.
september en það var árið 1926. Að sögn Trausta er mánuðurinn enn í
þriðja sæti hlýrra nóvembermánaða í Reykjavík og hiti enn 4,6 stig yfir
meðallagi. „En gangi spár eftir fyrir þessa síðustu daga mun hann hrapa
niður listann – ekki er gott að segja hversu langt,“ segir Trausti. sisi@mbl.is
Snjórinn 19 dögum seinni en í meðalári
Morgunblaðið/RAX
Fyrsti alhvíti dagurinn í höfuðborginni síðan í byrjun maí
Björn Jóhann Björnsson
Kristján Jónsson
Atvinnuveganefnd Alþingis fundaði aftur í gær um
kolefnisgjaldið umdeilda, sem á að hækka um ára-
mótin og leggja einnig á stóriðjufyrirtæki frá árs-
byrjun 2013. Til fundarins komu fulltrúar frá fjár-
málaráðuneytinu, Samtökum álframleiðenda og
Íslandsstofu. Steingrímur J. Sigfússon fjármála-
ráðherra segir að boðað hafi verið til fundar á
mánudag með fulltrúum ráðuneytisins og Samtaka
atvinnulífsins þar sem ræða á kolefnisgjaldið. Hann
vísar því algerlega á bug að nokkur tvísköttun hafi
verið á döfinni eða samningar verið brotnir. Tryggt
verði að fyrirtæki hérlendis verði áfram samkeppn-
ishæf þótt spornað verði við mengun.
Eftir fund atvinnuveganefndar sagðist formaður
nefndarinnar, Kristján L. Möller, þingmaður Sam-
fylkingarinnar í Norðausturkjördæmi, líta svo á að
aukakolefnisgjald á stóriðjufyrirtækin væri fallið
um sjálft sig. Aldrei hefði staðið til að tvískattleggja
fyrirtækin, leggja á einhverja aukaskatta umfram
Evrópu og aukaskatt á aðföng eins og kol og koks.
Taldi Kristján að um einhvern misskilning eða mis-
tök hefði verið að ræða í málinu, ekki hefði staðið til
að skattleggja stóriðjufyrirtækin umfram það sem
gerðist í samkeppnislöndunum. Vel gæti verið að
orðalag í frumvarpi fjármálaráðherra hefði ekki
verið nógu skýrt.
Kristján gerir ráð fyrir að málið standi óbreytt
inni í frumvarpi fjármálaráðherra, bandorminum
svonefnda, og verði rætt við aðra umræðu um fjár-
lögin. Fulltrúar allra fyrirtækjanna, bæði úr ál- og
kísiliðnaði, hafi verið vel meðvitaðir um hvað sé
framundan í evrópska viðskiptakerfinu með losun-
arheimildir, ETS-kerfinu.
Kristján sagði að það væri fjármálaráðuneytisins
að útfæra nánar hvernig staðið verður að kolefn-
isgjaldinu. Hann liti a.m.k. svo á að ekki stæði til að
leggja á stóriðjufyrirtækin sérstakt kolefnisgjald á
aðföng eins og kol og koks frá ársbyrjun 2013.
„Nóg komið af mistúlkunum“
Lilja Rafney Magnúsdóttir, varaformaður at-
vinnuveganefndar og þingmaður Vinstri grænna,
sagðist í samtali við Morgunblaðið ekki vilja tjá sig
efnislega um þetta gjald fyrr en þessi fundur með
hagsmunaaðilum hefði farið fram á mánudag. Nóg
væri búið að vera um mistúlkanir í þessu máli. „Það
er réttast að málið upplýsist á þessum fundi þannig
að menn skilji hver annan í þessum efnum,“ sagði
Lilja og taldi að ákveðinn misskilningur hefði farið
af stað í málinu.
Spurð út í álagningu kolefnisgjalds sagði Lilja
mikilvægt að jafnræði væri almennt innan atvinnu-
greina í landinu varðandi álögð gjöld. „Við erum öll
að taka þátt í að reisa efnahag þessa lands, jafnt
stórir sem smáir, og þar eiga allir að koma að borð-
inu hvort sem það er stóriðjan eða einhverjir aðrir.
Allir verða að taka á sig hlut, breiðu bökin líka.“
Telur gjaldið ekki til staðar
Atvinnuveganefnd Alþingis ræddi kolefnisgjaldið aftur Formaður nefndar-
innar telur gjaldið fallið um sjálft sig Fundað á mánudag með hagsmunaaðilum
Lilja Rafney
Magnúsdóttir
Steingrímur J.
Sigfússon
Kristján L.
Möller
Dómstólaráð hefur samþykkt beiðni
Sigríðar J. Friðjónsdóttur ríkis-
saksóknara um að fá send jafnóðum
afrit af dómsúrskurðum vegna hler-
ana, skráningar t.d. á ferðum bif-
reiða og sambærilegra úrræða við
rannsókn meintra sakamála. Dóms-
málaráð ákvað þetta á fundi sínum
18. nóvember síðastliðinn.
Ríkissaksóknari mun fá afrit af
dómsúrskurðum hvort sem beiðnum
lögreglu um heimild til hlerana, eða
önnur úrræði, er hafnað eða þær
samþykktar. Sigríður sagði að þessi
upplýsingagjöf væri nú þegar hafin
en verið væri að finna leiðir til að
framkvæma hana á sem bestan hátt.
Til að byrja með verða afrit af úr-
skurðum dómara send til ríkis-
saksóknara á pappír. Sigríður sagði
að finna þyrfti leið til að senda gögn-
in rafrænt á öruggan hátt. Það yrði
auðveldara fyrir alla auk þess sem
það sparaði pappírinn.
Um er að ræða úrskurði um hler-
anir, hvort heldur símhleranir, upp-
lýsingar um tengingar við símanúm-
er, hlerun á herbergjum, eftirlit með
tölvusamskiptum, búnað sem skráir
ferðir bíla eða annað slíkt sem kveðið
er á um í lögum um meðferð saka-
mála (88/2008) varðandi ýmis úrræði
í þágu rannsóknar á meintum saka-
málum.
Bjarni Benediktsson alþingismað-
ur vakti máls á því á þingfundi 8. nóv-
ember sl. að skort hefði á lögbundið
eftirlit með símhlerunum. Ögmund-
ur Jónasson innanríkisráðherra tók
undir að eftirlit með þessu þyrfti að
vera fyrir hendi. gudni@mbl.is
Upplýst um hleranir
Dómstólaráð hefur samþykkt beiðni ríkissaksóknara um
að fá send jafnóðum afrit af dómsúrskurðum vegna hlerana
Hlerað Ríkissaksóknari fær jafn-
óðum úrskurði um hleranir.
Ekki hafa borist
merki í rúma viku
frá hnúfubaknum
sem merktur var í
Eyjafirði í byrjun
mánaðarins. Síð-
asta merkið heyrð-
ist frá hvalnum að
morgni 17. nóv-
ember. Þá hafði
hann haldið sig nærri Vestmanna-
eyjum í um þrjá sólarhringa en að
sögn sjómanna hefur talsvert verið af
síld á þeim slóðum undanfarið.
Gísli Víkingsson, hvalasérfræðingur
hjá Hafrannsóknastofnun, óttast að
merkið hafi losnað úr hnúfubaknum.
Hann er þó ekki tilbúinn að afskrifa
hann með öllu og minnir á að hrefna
sem merkt var árið 2004 sendi sitt
fyrsta merki þremur mánuðum eftir
merkingu.
Hafrannsóknastofnun á enn tvö
gervitunglamerki og verður þess
freistað á næstunni að skjóta þeim í
hvali. aij@mbl.is
Engin
merki frá
hnúfubak
Verkfalli sjómanna á skipum Haf-
rannsóknastofnunarinnar, sem staðið
hefur undanfarnar átta vikur, hefur
verið frestað. Gert er ráð fyrir að
rannsóknaskipin Árni Friðriksson og
Bjarni Sæmundsson fari til mælinga
á ungloðnu og í sjórannsóknir á
mánudagsmorgun og að þessum leið-
öngrum ljúki í kringum 10. desember.
Á heimasíðu Hafrannsóknastofn-
unar segir að ungloðnumælingarnar
séu grundvöllur tillagna um upphafs-
kvóta við loðnuveiðar haustið 2012 og
beinast þær einkum að svæðinu yfir
landgrunnsbrúninni frá Vestfjörðum
og að norðausturhorni landsins. Sjó-
rannsóknirnar eru liður í lag-
tímavöktun umhverfisaðstæðna á Ís-
landsmiðum og verða þær gerðar á
föstum stöðvum á grunn- og djúpslóð
allt í kringum landið.
Ekki hefur verið gengið frá kjara-
samningi á milli sjómanna og samn-
inganefndar ríkisins, en hins vegar
hefur náðst sátt um ramma að nýjum
kjarasamningi sem vonast er til að
gengið verði frá á næstu dögum.
aij@mbl.is
Mæling á ung-
loðnu og sjó-
rannsóknir
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Toyota Land Cruiser 120 VX
Árgerð 2006. Ekinn 121 þ. km. Fallegur og vel með farinn. Sex
strokka bensínvél sem skilar 250 hestöflum. Upphækkaður á
nýlegum 33“ heilsársdekkjum. Leðurklæddur með öllum helsta
aukabúnaði. Sérstakt tilboðsverð kr. 3.990.000.
Áhugasamir hafið samband í síma 567 2277 eða 587 7007
Til sölu