Morgunblaðið - 26.11.2011, Page 29

Morgunblaðið - 26.11.2011, Page 29
29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2011 Undanfarið hefur farið fram umræða í fjölmiðlum varðandi fyrirbæri sem nefnist „falskar minningar“. Umræðan beinist að því sem mundi flokk- ast sem persónulegar minningar og sem slík- ar eru þær geymdar í reynslu- og atvika- minni einstaklingsins. Þess háttar minningar vísa til ákveðins staðar í tilgreindum tíma og rúmi – og þær tengjast gjarnan tilfinningum. Þetta er því ekki efnisminni sem vísar til þekk- ingar og staðreynda. Minnið er ekki líffæri eins og hjarta og heili, og minningar eru sí- breytilegar, en það á einkum við um persónulegar minningar. Í nánast hvert skipti sem minning er kölluð fram breytist hún og litast, meðal annars af hugarástandi okkar, þann- ig að sumar minningar okkar eru í stöðugri endurnýjun og þær hafa mikla aðlögunarhæfni. Sögur sem við heyrum og lýsingar á fyr- irbærum geta orðið okkur svo ljóslif- andi fyrir hugskotssjónum að við förum að upplifa þær sem eigin reynslu. Mig langar að greina hér frá tveimur sögum úr starfi mínu og einni frá því að ég upplifði falska minningu vinkonu minnar, sem sjálf áttaði sig skyndilega á því að minn- ing hennar gat ekki staðist. Hún var að útlista fyrir mér hvað hún væri bílveik þegar hún færi í rútu í sveit- ina. Í miðri frásögninni segir hún allt í einu: Var þetta annars hún Lóa systir? Ég fór aldrei í rútu því pabbi var búinn að fá bíl þeg- ar ég fór fyrst í sveit. Sögur sjúklinga minna voru eftirfarandi: Karl- maðurinn var að rifja upp samtal sem hann hafi átt við vin sinn end- ur fyrir löngu. Hann lýsti umhverfinu þar sem þeir voru staddir: Sitrandi lækjarsprænu, grænu kjarri og fugla- söng. Hann áttaði sig skyndilega á því að hann hafði aldrei verið á þessum stað að sum- arlagi. Umhverfið hafði því snögg hamskipti: Snjórinn féll í flygsum og lækurinn var nú í klakaböndum. Í þessum tveimur dæmum áttaði við- komandi sig sjálfur á hinu brigðula minni sínu með því að nota stað- reyndaminnið sem studdist við tíma- setningar. Síðasta dæmið varðar konu sem tjáði mér að sér hefði verið nauðgað þegar hún var 5 ára, þar sem hún lá hjálparvana á grasflöt í skemmtigarði að viðstöddum fjölda fólks sem horfði á atburðinn án þess að koma henni til bjargar. Í fyrirlestrum mínum um Hið brigðula minni hef ég gjarnan líkt minninu við töfrateninginn gam- alkunna þar sem hægt er að umsnúa einstökum mislitum smákubbum hans á ótal vegu án þess að kubb- urinn sjálfur missi form sitt. Þessi eini kubbur breytir þó öðrum litlum kubbaeiningum samtímis og breytir þannig litamynstri kubbsins alls. Þetta er einmitt það sem gerist í fölskum minningum: Umgjörðin ut- an um fölsku minninguna er til, en innihaldið hefur á einhvern hátt riðl- ast Hugtakið falskar minningar er ekki nýtt af nálinni því að James Deese ritaði um falskar minningar þegar árið 1959. Elizabeth F. Loft- us, prófessor í sálfræði og lögum, er þó líklega þekktust þeirra sem ritað hafa um falskar minningar. Hún hef- ur frá árinu 1970 staðið fyrir rann- sóknum á þessu fyrirbæri og ritað um það fjölda vísindagreina og bóka. Hún hefur einnig haft mikilvægu hlutverki að gegna sem tilkvaddur sérfræðingur í dómsmálum. Árið 1997 þegar grein hennar „Creating False Memories“ birtist í Scientific American hafði hún þegar ritað fjölda bóka og vísindagreina um efn- ið. Það er hins vegar Peter J. Freyd, virtur prófessor í stærðfræði við Há- skólann í Pennsylvaniu, sem kemur fram með hugtakið False Memory Syndrome eða Heilkennið falskar minningar, sem verða síðar heiti samtakanna FMSF (False Memory Syndrome Foundation) sem stofnuð voru árið 1992 og helga sig rann- sóknum á fölskum minningum. Margar rannsóknir hafa sýnt hversu auðvelt það er að skapa falskar minningar og er í því sam- bandi þess getið að viðtalsmeðferð sem miðar að því að grafa upp gleymdar minningar úr fortíð ein- staklingsins geti ýtt undir slíkar minningar. Hér skal tekið fram að það er engan veginn varpað rýrð á sálræna viðtalsmeðferð sem unnin er af fagmennsku og þekkingu þar sem sjúklingurinn ræður ferð. Elizabeth F. Loftus hefur eins og áður er getið staðið fyrir vönduðum og viðurkenndum rannsóknum á brigðulleika minnisins. Hún hefur bent á hversu varhugavert getur verið að treysta minninu þegar kem- ur að því að trúa gömlum og tilfinn- ingablöndnum minningum. Hún seg- ir m.a. árið 1995: Við lifum á undarlegum og hættulegum tíma sem í grundvallaratriðum minnir á hysteríu og hjátrúarblandinn ofsa nornaveiða 16. og 17. aldar. Karlar og konur eru ákærð, yfirheyrð og dæmd án nokkurrar sönnunar eða vísbendingar um sekt aðra en vitn- isburð ásakandans. Fjöldi vísindamanna í dag notfær- ir sér ný og næm mælitæki til að kanna ekki aðeins heilastarf sem byggist á starfsemi eða virkni heila- vefja (með starfrænni segulómun) heldur á hugsuninni sjálfri að með- töldum minningunum, bæði raun- verulegum minningum og fölskum minningum. Í þessu sambandi vil ég vísa í hausthefti tímaritsins „The Brain“ 2010, en þar er að finna at- hyglisverða grein eftir Kat McGow- an, þar sem greint er frá nýjum rannsóknum á minni og minningum. Nafnið á greininni er Past Imperfect sem er orðaleikur að því leyti að það sameinar málfræðihugtakið þáliðin tíð og fallvaltleika minnisins. Í grein- inni segir m.a. frá rannsóknum og aðferðum Alain Brunet, sálfræðings við McGill-háskólann í Montreal, en hann hefur sérhæft sig í meðferð við áfallastreitu. Meðferð hans byggist á þeirri kenningu Karim Nader, einnig við McGill-háskólann, að minningar okkar breytist í hvert skipti sem við köllum þær fram. Í umræddri grein eru gefin mörg dæmi um líffræðilegar rannsóknir á raunverulegum, sem og fölskum minningum, en það er fyrir utan ramma þessarar stuttu greinar að skýra frá þeim. Það sem er að mínu mati mikilvægast er að gera fólki ljóst hversu skeikult og fljótandi minnið er. Í þeim tilgangi hef ég kos- ið að þýða nokkrar setningar (bls. 68) úr þessari grein: Þar til nýlega, var álitið að langtíma minningar væru greyptar eða ritaðar inn í heil- ann og væru þannig varanlegar og óumbreytanlegar. Nú er að koma í ljós, og kemur á óvart, að minningar eru brothættar og í hæsta máta líf- legar (dynamic) … Í heila öld hafa menn talið að minnið og minning- arnar væru fastnjörvaðar niður í heilanum … Þvert á móti er unnt að hagræða þeim og umskrifa – maður getur bætt inn fölskum upplýs- ingum, styrkt minninguna, veikt minninguna, og mögulega látið hana hverfa … Þessi nýi skilningur og þekking grafa einnig óhjákvæmilega undan framburði vitna í dóms- málum, sannleiksgildi ævisagna, og okkar helgustu minningum. Það virðist sem í hvert skipti sem við köllum fram minningu bætum við í hana nýjum smáatriðum, skyggjum staðreyndir, snyrtum minninguna til, snúum upp á hana og klípum af henni. Án þess að vera meðvituð um, erum við stöðugt að endurrita lífs- hlaup okkar. Það hefur komið í ljós að minnið á ótrúlega margt sameig- inlegt með ímyndunaraflinu í því að töfra fram heima sem aldrei voru til fyrr en hugur okkar skapaði þá. Ítarlegri útgáfu þessarar greinar má finna á mbl.is Meira: mbl.is/greinar Eftir Þuríði Rúrí Jónsdóttur »Minnið er ekki líffæri eins og hjarta og heili, og minningar eru síbreyti- legar, en það á einkum við um persónulegar minningar. Þuríður Rúrí Jónsdóttir Höfundur er sérfræðingur í klínískri sálfræði og doktor í taugasálfræði. Falskar minningar frá sjónarhóli taugasálfræðings Dimittering Þessar hressu stelpur máluðu bæinn rauðan í gær, klæddar sem fígúrur úr leiknum vinsæla Angry Birds, en þær hyggja á útskrift úr Flensborg fyrir jólin. Ómar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.