Morgunblaðið - 06.01.2012, Side 19

Morgunblaðið - 06.01.2012, Side 19
FRÉTTIR 19Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 2012 Aung San Suu Kyi, leiðtogi lýðræðissinna í Búrma, kvaðst í gær vera vongóð um að sjá draum sinn um lýðræðislegar kosningar í land- inu rætast. Suu Kyi ræddi við William Hague sem varð fyrsti breski utanríkisráðherrann í rúma hálfa öld til að heimsækja Búrma. Leiðtogar hersins stjórnuðu landinu með harðri hendi í áratugi þar til á liðnu ári þegar þeir skipuðu banda- menn sína í ríkisstjórn sem er borgaraleg að nafninu til. Hague ræddi einnig við Thein Sein, forseta Búrma, og hvatti ráðamenn landsins til að láta alla pólitíska fanga lausa, efna til frjálsra og lýðræðislegra kosninga, heimila hjálpar- samtökum að aðstoða fólk á átakasvæðum og gera ráðstafanir til að tryggja sættir í landinu. „Ég tel að það verði lýðræðislegar kosningar áður en ævi mín er öll, en auðvitað veit ég samt ekki hversu lengi ég lifi,“ sagði Suu Kyi fyrir fundinn með Hague. Leiðtogar hersins mynduðu ríkisstjórnina eftir fyrstu þingkosningarnar í Búrma í 20 ár, eða frá árinu 1990 þegar flokkur Suu Kyi sigr- aði með miklum yfirburðum en herfor- ingjastjórnin ógilti síðan kosningarnar til að hindra að flokkurinn kæmist til valda. Næstu tuttugu árin var Suu Kyi haldið á bak við lás og slá eða í stofufangelsi í alls fimmtán ár. Hún var síðan látin laus eftir kosningarnar í fyrra og fram hafa komið ýmsar vísbendingar um að leiðtogar hersins vilji koma á lýðræðislegum umbótum. Býður sig fram til þings Suu Kyi hyggst bjóða sig fram í aukakosn- ingum sem haldnar verða 1. apríl og nái hún kjöri verður það í fyrsta skipti sem hún fær sæti á þinginu. Bandamenn herforingjanna verða þó áfram með mikinn meirihluta á þinginu, hvernig sem aukakosningarnar fara. Suu Kyi virðist ekki hafa mikinn hug á því að bjóða sig fram í forsetakosningum þegar fram líða stundir. „Ég er ekki einu sinni viss um að það sé eitthvað sem ég myndi vilja gera,“ sagði hún. bogi@mbl.is Er vongóð um lýðræði í Búrma  Suu Kyi spáir lýðræðislegum kosningum  William Hague skorar á ráðamennina að láta alla pólitíska fanga lausa  Fyrsta heimsókn bresks utanríkisráðherra til Búrma í rúma hálfa öld Reuters Heimsókn Suu Kyi heilsar William Hague í bústað sendiherra Breta í Yangon. Að minnsta kosti 68 manns biðu bana í árásum á sjíta í Írak í gær, mannskæðustu árásum í landinu í tæpa fimm mánuði. Blóðsúthelling- arnar eru raktar til vaxandi tog- streitu milli súnníta og sjíta í Írak og deilna sem gætu orðið til þess að landið liðaðist í sundur. Að minnsta kosti 45 manns lágu í valnum eftir sprengjuárás í borginni Nasiriyah í sunnanverðu landinu þegar pílagrímar úr röðum sjíta söfnuðust þar saman til að taka þátt í árlegum helgiathöfnum. Fimm sprengjuárásir voru einnig gerðar í hverfum sjíta í Bagdad og kostuðu alls 23 borgarbúa lífið. Togstreitan milli súnníta og sjíta hefur aukist frá því að síðustu bandarísku hermennirnir voru flutt- ir frá Írak í desember. Spennan magnaðist fyrir hálfum mánuði þeg- ar yfirvöldin gáfu út handtökutil- skipun á hendur súnnítanum Tariq al-Hashemi, varaforseta Íraks. Hon- um er gefið að sök að hafa skipað líf- vörðum sínum að myrða pólitíska andstæðinga en hann neitar því og flúði til sjálfstjórnarsvæðis Kúrda í norðanverðu landinu. „Pólitísku leiðtogarnir berjast sín á milli um völdin og við gjöldum þess,“ hefur fréttaveitan AFP eftir sjíta í Bagdad um blóðsúthellingarn- ar í borginni. „Hvers vegna ættum við að gjalda þess en ekki þeir?“ Blóðugar árásir og illdeilur í Írak Reuters Sorg Írakar syrgja ættingja sinn sem beið bana í einni árásanna í Bagdad. „Verri en Saddam“ » Fulltrúar stærsta flokks súnníta hafa neitað að sitja fundi þingsins og þjóðstjórnar Íraks vegna deilnanna við sjíta sem þeir saka um að hafa söls- að undir sig öll völd. » Súnnítinn Saleh al-Mutlak aðstoðarforsætisráðherra hef- ur lýst forsætisráðherranum og sjítanum Nuri al-Maliki sem „verri einræðisherra en Sadd- am Hussein“. Túnfiskur var seldur á markaði í Tókýó fyrir 56,49 milljónir jena, andvirði 90,5 millj. króna, og er það hæsta verð sem nokkru sinni hefur verið greitt fyrir túnfisk, helmingi hærra en fyrra met sem sett var fyrir ári. Fiskurinn var 269 kíló og kaupandinn var Kiyoshi Kimura, eig- andi sushi-veitingastaða. Matreiðslumeistari eins veitingastaðanna heldur hér á haus túnfisksins eftir að hafa skorið hann í gær. Reuters Dýrasti túnfiskur sögunnar Fjöldi atvinnulausra Suður- Evrópubúa hefur streymt til Noregs að undanförnu í leit að gulli og grænum skógum. Ekki hafa allir haft erindi sem erfiði og hefur hlut- skipti sumra orðið að fá engin tæki- færi á vinnumarkaðnum. Eftirspurnin kemur fram í tölum skattayfirvalda. Þannig sóttu á ann- að þúsund Spánverjar um skráningu á skattskrá í fyrra og þeim fjölgaði um 33% frá fyrra ári. Fjölgunin hjá grískum innflytj- endum var 82% milli ára en 6% hjá ítölskum atvinnuleitendum. Eru margir umsækjendur sagðir vel menntaðir, jafnvel hámenntaðir. Atvinnuástand er mjög bágborið í heimaríkjunum og skýrir það flutn- inginn um álfuna endilanga. Spánverjinn Gonzalo Marina er einn þeirra sem ekki hafa fengið vinnu. Konan hans og tvö börn urðu eftir á Spáni en ekki tók betra við í Noregi. Þar þarf Marina að reiða sig á ókeypis mat hjálparstofnana. Straumurinn úr suðri hefur aukið þrýstinginn á góðgerðarsamtök og hjálpræðisherinn í Ósló og er eft- irspurnin í sumum tilfellum orðin meiri en framboðið. Áður voru Austur-Evrópubúar fjölmennir en nú eru margir Spán- verjar, Portúgalar, Ítalir og Grikkir að leita aðstoðar. sigrunrosa@mbl.is Fá ekki vinnu í Noregi Margir S-Evrópu- búar í atvinnuleit

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.