Morgunblaðið - 06.01.2012, Síða 33
var ákaflega fagmannlegur og
snyrtilegur í því sem hann tók
sér fyrir hendur, snyrtimennsk-
an var einkennandi fyrir hann.
Við minnumst líka heimsókna
Svavars þegar hann kom í morg-
unkaffi til systur sinnar einu
sinni í viku á sendibílnum, en í
mörg ár keyrði hann meðal ann-
ars út smjörlíki í verslanir. Það
var svo hressandi og skemmti-
legt að fá Svavar í heimsókn,
hann hafði líka sérstakt lag á
okkur krökkunum. Svavar var
mikill áhugamaður um fótbolta
og hafði gaman af að fara á völl-
inn og stundum fór annað okkar
með. Í mörg ár hittust þau nokk-
ur systkinin og makar sem þá
lifðu og tóku í spil, þá var mikið
skrafað og hlegið.
Við erum þakklát Svavari fyrir
hans einstöku umhyggju fyrir
móður okkar og þá hjálpsemi
sem hann sýndi henni. Þakklát
fyrir þá fyrirmynd sem hann hef-
ur verið okkur með sinni léttu
lund og æðruleysi. Það eru ekki
margir dagar síðan við hittum
Svavar hressan að vanda og nú er
hann allur. Við og fjölskyldur
okkar vottum börnum Svavars
og fjölskyldum þeirra okkar inni-
legustu samúð.
Helena og Sigurður.
Sagt er að þau vináttubönd,
sem hnýtast á unglingsárunum,
endist lengst og það á svo sann-
arlega við um okkur Svavar því
við hittumst fyrst á Hvanneyri
fyrir rúmum 65 árum og tengsl
okkar hafa ekki rofnað síðan,
fyrr en nú í bili.
Á árunum eftir stríð hófu Far-
mall-traktorar innreið sína í ís-
lenskan landbúnað og störfuðum
við Svavar ásamt vöskum hópi
unglinga sem kúskar á Hvann-
eyri.
Svarar var laginn við þetta
sem annað og var til þess tekið
hversu flinkur hann var að bakka
Farmallinum með kerru inn í
haughúsið stóra undir 70 kúa
fjósinu.
Við vorum alla tíð hreyknir af
Hvanneyrar-tímabilinu, enda
titluðum við okkur jafnan síðan
kennara í meðferð dráttarvéla.
Svavar var reyndari en ég því
hann hafði verið á Hvanneyri
sumarið 1945 og kom eðlislæg
hjálpsemi hans þá þegar í ljós,
því hann hjálpaði mér og leið-
beindi á alla lund þessi tvö sumur
mín á Hvanneyri.
Minningarnar frá þessum æv-
intýratíma hrannast upp.
Ferðirnar aftan á vörubílspall-
inum hjá Óla, sem var sá eini sem
hafði bílpróf, upp í sundlaug til að
skola af okkur í volga læknum,
einkum, ef halda skyldi á ball.
Rytmi var Svavari í blóði bor-
inn og fylgdu danshæfileikar
með í kaupbæti, enda var ekki
haldið ærlegt sveitaball á þeim
tíma í Borgarfirði nema að þeir
bræður Óli og Siggi lékju fyrir
dansi og Svavar sæi um tromm-
urnar.
Eða, þegar hænurnar fóru í
verkfall og hættu að verpa og að-
eins Svavar, Sverrir frændi, ég
og kannski Geiri vissum hvers
vegna verkfallið hófst og hvers
vegna hænurnar fóru að verpa
aftur.
Eða, þegar við fórum að vitja
um netin í Hvítá, engir pottlaxar
eins og nú tíðkast, heldur dólp-
ungar sem lagni þurfi til að koma
upp í bátinn, án þess að honum
hvolfdi.
Eða, þegar þeir Óli og Siggi
æfðu sig í að skipta um sæti við
stýrið á skólastjóradrossíunni á
fljúgandi ferð með okkur Svavar
aftur í, ef vera kynni að Bergur
umferðareftirlitsmaður væri í
nánd.
Svavar var mjög laginn við að
meðhöndla dýnamit og við glödd-
umst mjög þegar Ragnar í
Smára, yfirmaður okkar beggja,
fékk Svavar til að annast spreng-
ingar í hrauninu kringum sum-
arbústaðinn við Álftavatn, því þá
vissum við að öllu var óhætt og að
Ragnar var í góðum höndum.
Við Svavar vorum nánir sam-
starfsmenn í meira en fjóra ára-
tugi þegar hann var meðal ann-
ars sölumaður á bíl hjá sama
fyrirtæki og ég starfaði hjá.
Annars er titillinn sölumaður í
raun rangnefni því það var Svav-
ar sem ákvað hvað kaupmaður-
inn, sem hann heimsótti tvisvar í
viku, skyldi kaupa, ekki of mikið
og ekki of lítið.
Síðar tóku við öll árin, sem
hann tók að sér verkstjórn í einni
framleiðsludeildinni.
Eins og fyrr sagði var Svavar
einstaklega hjálpsamur og örlát-
ur á tíma sinn, reyndi að leysa
vanda hvers þess manns, sem til
hans leitaði og veit ekki neitt
dæmi þess að nokkur hafi farið
bónleiður til hans búðar.
Svavar var trúr og dyggur
þjóðfélagþegn, einn þeirra
manna sem tóku fullan þátt í að
byggja upp hið iðn- og tækni-
vædda Ísland, sem er svo gjör-
ólíkt því Íslandi almennrar fá-
tæktar og örbirgðar sem hann
fæddist í.
Góður, traustur vinur er hér
kvaddur með þakklæti fyrir ára-
tuga vináttu, sem aldrei bar
nokkurn skugga á.
Davíð Scheving
Thorsteinsson.
Það var í október 1955 sem við
sem þetta skrifum sáum Svavar
fyrst. Við vorum að koma heim
með Gullfossi eftir dvöl á hús-
mæðraskóla í Vordingborg í
Danmörku. Sísí hans Svavars var
með okkur á skólanum og með
okkur öllum hafði tekist góð vin-
átta, enda sumar okkar skóla-
systur úr barna- og gagnfræða-
skóla.
Við höfðum aldrei séð Svavar
og vorum spenntar að sjá tilvon-
andi eiginmann Sísíar okkar.
Stóðum allar uppi á þilfari við
komuna til Reykjavíkur og Sísí
benti okkur á hinn heppna. Það
sem við okkur blasti var prúðbú-
inn maður sem við sáum ekki
framan í vegna risastórs rósa-
vandar sem huldi andlitið. Það
var Svavar. Þetta atvik var oft
rifjað upp í gegnum árin.
Frá þeirri stundu hefur Svav-
ar tilheyrt hópnum okkar og síð-
an bættust eiginmenn okkar
hinna við. Nú hafa þrír þeirra
farið í ferðina löngu. Margar góð-
ar stundir höfum við átt saman
og eftir að Sísí dó var Svavar
formlega tekinn í hópinn sem
fullgildur meðlimur kvenna-
klúbbsins.
Sérstakt samband var milli
Svavars og Sísíar annars vegar
og Köllu og Óla heitins, manns
Köllu, hins vegar og eftir að Sísí
dó voru Kalla og Óli þau sem
mest samskipti höfðu við Svavar
og svo Kalla eftir lát Óla. Ekki
var haldið þorrablót hópsins,
kosningavökur eða Eurovision-
kvöld án þess að Svavar væri
með okkur. Eftir að við vorum
allar orðnar einar var Svavar
herrann okkar og við nutum þess
að hafa hann með okkur. Alltaf
hress og glaður. Snyrtimennska
einkenndi Svavar, alltaf fínn í
tauinu eins og sagt er.
Nokkrar ferðir fór Svavar í
heimsókn til yngstu dóttur
þeirra Sísíar sem búsett er í
Bandaríkjunum og hafði gaman
af.
Síðasta árið hefur Svavar átt
við heilsuleysi að stríða en hélt
alltaf sitt fallega heimili og átti
góðan stuðning sinna barna,
tengdabarna og barnabarna.
Að leiðarlokum viljum við
þakka Svavari öll árin okkar
saman og endurminningarnar
eru endalausar. Við vottum
Andrési, Kristínu, Guðna, Rann-
veigu og fjölskyldum þeirra inni-
lega samúð okkar og vitum að
„mamma“, eins og hann kallaði
Sísi, hefur tekið vel á móti sínum
manni.
Vertu kært kvaddur, kæri
Svavar, og Guð gefi þér góða
heimkomu.
Karolína, Ingibjörg,
Elísabet og Sigrún.
MINNINGAR 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 2012
Nú kveðjum við elskulegan
föður okkar. Hann er nú kom-
inn til elsku móður okkar og
bróður eftir hetjulega baráttu
við þann illvíga sjúkdóm sem
lagði þau einnig að velli. Líf
hans einkenndist af dugnaði og
hörku sem sést best á því að
hann lét ekki bugast við þau
miklu áföll, að missa ungan son
sinn og konu langt fyrir aldur
fram. Þótti okkur nóg hafa ver-
ið á hann lagt og fjölskylduna,
er hann veiktist í byrjun þessa
árs. Engu að síður tók hann
veikindum sínum af miklu
æðruleysi og hugðist fara með
sigur af hólmi en varð að lokum
að lúta í lægra haldi.
Faðir okkar var mestan part
starfsævi sinnar til sjós, lengst
sem vélstjóri á Geir ÞH 150.
Síðustu ár starfaði hann hjá
Hraðfrystistöð Þórshafnar sem
varð Ísfélag Vestmannaeyja.
Hann var músíkalskur og spil-
aði á harmonikku löngum
stundum þegar tími gafst frá
sjónum, spilaði hann m.a. á jóla-
Kristján Sigfússon
✝ Kristján Sigfús-son fæddist í
Bergholti, Rauf-
arhöfn, 13. sept-
ember 1944. Hann
lést á Dvalarheim-
ilinu Nausti á Þórs-
höfn 21. desember
sl.
Kristján var jarð-
sunginn frá Þórs-
hafnarkirkju
fimmtudaginn 29.
desember 2011.
böllum og öðrum
uppákomum á
Þórshöfn og ná-
grenni við góðan
orðstír. Faðir okk-
ar var natinn og
vinnusamur, var
sífellt að dytta að,
innan dyra sem ut-
an og vildi halda
öllu vel við, hvort
sem um var að
ræða bílinn, húsið
eða garðinn. Við minnumst hans
með hlýhug og söknuði í hjarta
en vitum jafnframt að hann er
kominn á góðan stað og erfiðri
baráttu lokið. Hvíl í friði, elsku
pabbi.
Guð, gefðu mér æðruleysi
til að sætta mig við það
sem ég fæ ekki breytt,
kjark til að breyta því
sem ég get breytt
og vit til að greina þar á milli.
Að lifa einn dag í einu,
njóta hvers andartaks fyrir sig,
viðurkenna mótlæti sem friðarveg,
með því að taka syndugum heimi
eins og hann er,
eins og Jesús gerði
en ekki eins og ég vil hafa hann
og treysta því að þú munir færa allt
á réttan veg
ef ég gef mig undir vilja þinn
svo að ég megi vera hæfilega
hamingjusamur í þessu lífi
og yfirmáta hamingjusamur með þér
þegar að eilífðinni kemur.
Amen.
(Reinhold Niebuhr.)
Helena Kristjánsdóttir.
Sigfús Kristjánsson.
✝ GuðbjörgFanney
Valdimarsdóttir
fæddist í Sælundi
á Bíldudal 6. apríl
1927. Hún lést á
Akureyri 13. maí
2011.
Elsa Ester
Valdimarsdóttir
fæddist í Sælundi
á Bíldudal 1. júní
1936. Hún lést á Landakoti 14.
desember 2011.
Foreldrar þeirra systra voru
Jónfríður Bjarnadóttir og Valdi-
mar Bjarnason í Sælundi á
Bíldudal.
Guðbjörg Fanney var jarð-
sungin frá Akureyrarkirkju 25.
maí 2011.
Elsa Ester var jarðsungin frá
Hafnarfjarðarkirkju 22. desem-
ber 2011.
Að leiðarlokum vil ég minnast
þeirra systra og þakka þeim löng
og góð kynni sem voru mér alla
tíð mikils virði enda voru þær alla
tíð einar af mínum góðu málsvör-
um sem aldrei brugðust. Ég kveð
þær hinstu kveðju með línum úr
ljóði Sigfúsar Elíassonar, Minni
Bíldudals.
Himnesku klettar, þér háu fjöll,
hlýðið á boðskap þess nýja dags!
Um bláskyggðan vog, um blómavöll,
frá birtu morguns til sólarlags
andi Guðs boðar frá eilífðarheimi:
Enginn fortíðarvinum gleymi.
Við Bíldudal mörg verður minningin
bundin,
hér mótuðust hugirnir – glömpuðu
sundin.
Og hér voru þjóðfrægu afrekin unnin.
Í úthafið sótt voru björgin í grunninn.
Hér ilmuðu rósirnar – ungmeyjar
hreinar,
í æskunni mættu þeim hugprúðir
sveinar.
Frá óskráðum sögum mun eilífðin
greina.
Hún, ástin, vill dýrustu perlunni leyna.
Jón Kr. Ólafsson,
söngvari, Bíldudal.
Guðbjörg Fanney
Valdimarsdóttir
og Elsa Ester
Valdimarsdóttir
Hann Leó fór
jafn skyndilega og
hann kom, svona er lífið, ekki
alltaf sanngjarnt finnst manni.
Kannski er maður eigingjarn í
eilífðinni – hver vill ekki fá að
fara skyndilega.
Nú kveðjum við mág okkar til
45 ára, Leó Má Jónsson sem
varð bráðkvaddur að heimili
sínu í Höfnunum.
Leó Már Jónsson
✝ Leó Már Jóns-son fæddist í
Reykjavík 7. mars
1942. Hann lést á
heimili sínu 19. des-
ember 2011.
Útför Leós fór
fram frá Dómkirkj-
unni 29. desember
2011.
Hann giftist elstu
systur okkar Sissu
fyrir 45 árum. Með
komu hans inn í fjöl-
skylduna breyttist
mikið, við fjórar
systur, mamma og
pabbi og svo allt í
einu annar karlmað-
ur.
Leó hafði sterka
og góða nærveru, lá
ekki á skoðunum sín-
um, var rökfastur, stríðinn,
mjög góður sögumaður, afburða
penni, húmoristi góður og sér-
lega kaldhæðinn, reyndi að sjá
skoplegar hliðar á mönnum og
málefnum. Á æskuheimilinu í
Auðbrekku og seinna hjá Sissu
og Leó í Höfnunum voru
skemmtilegar stundir við eld-
húsborðið – mikið rætt, soldið
strítt, tekist á, fólk ekki alltaf
sammála – oftast hlegið mikið.
Leó var margt til lista lagt,
hann var víðlesinn, vissi allt um
bíla og vélar. Ef okkur, já og svo
marga aðra, vantaði upplýsingar
um bíla, hvort heldur það var
ráðlegging um hvaða bíl skyldi
kaupa eða eitthvert aukahljóð í
bíl eða vél, þá stóð ekki á svör-
um. Ef vel bar í veiði birtist pist-
ill í blöðunum eða á heimasíðu
hans http://leoemm.com/ þar sem
vandamálið var reifað og leyst.
Leó var algjör dellukall, það
fyrsta sem kemur upp í hugann
er Chevrolet Corvair, við bend-
um á heimasíðu hans til nánari
útskýringa. Leó átti alltaf flotta
bíla og marga – ef frá er talinn
bleiki Trabantinn, sem átti það
til að vinka húddinu í roki og
skyggja þannig á allt útsýni öku-
mannsins – kannski var bíllinn
misskilinn, var með húmor og
hló, eigendum til ánægju.
Leó var flinkur píanisti, þegar
við heimsóttum þau hjón í Hafn-
irnar var m.a. boðið upp á tón-
leika. Eitt af uppáhaldslögunum
var Stúlkan frá Ipanema, sem
betur fer fór Leó í upptökuver
Geimsteina og spilaði nokkrar
perlur inn á geisladisk – ómet-
anleg eign í dag sem yljar og rifj-
ar upp góðar minningar.
Svona er lífið, nú er komið að
leiðarlokum, allavega hérna
megin. Við eigum eftir að sakna
símtala og tölvupóstsendinga
með hnyttnum ábendingum, sög-
um og „einum góðum“ og/eða
slóð til að hlusta á vel spilaða
tónlist.
Við viljum þakka Leó fyrir
samfylgdina og allt sem hann
hefur gefið af sér í gegnum árin.
Innilegar samúðarkveðjur til
Sissu, Jonna, Bjargar, Eyjólfs,
barnabarna og fjölskyldu.
Ólafía, Kolbrún og Björg.
Það var fallegan sunnudag í
ágústmánuði sem ég hitti í fyrsta
skipti litla skottu sem strax þá
snerti hjarta mitt og ekki bara
mitt heldur barnanna minna líka
en við áttum því láni að fagna að
fá að eiga samleið með Þórhildi
Nótt og fjölskyldunni hennar.
Það sem byrjaði sem starf varð
að vináttu og væntumþykju og þó
svo starfinu hafi lokið stendur
hitt föstum fótum.
Þórhildur Nótt
Mýrdal
✝ ÞórhildurNótt Mýrdal
fæddist á Akra-
nesi 21. apríl
2008. Hún lést í
faðmi fjölskyld-
unnar á gjör-
gæsludeild Land-
spítalans við
Hringbraut 17. desember 2011.
Útför Þórhildar fór fram frá
Akraneskikju 22. desember
2011.
Að kynnast
Þórhildi Nótt
og foreldrum
hennar hefur
opnað okkur
nýja sýn á það
hvað það er að
vera mann-
eskja í þeirri
erfiðustu raun sem hægt er að
leggja á foreldra og barn. Jón
Gunnar og Steinunn eru hetjurn-
ar sem hafa vakað yfir dóttur
sinni dögum, vikum og mánuðum
saman og reynt að gera hvern
dag gleðilegan, alltaf tilbúin að
takast á við lífið á nýjum forsend-
um.
Þórhildur Nótt snerti við okk-
ur strax, augun hennar stóru og
fallegu bræddu hvern þann sem í
þau horfðu og persónuleikinn
hennar læddi brosi yfir alla við-
stadda. Þó svo líkaminn hennar
hafi ekki alltaf verið henni hjálp-
legur hafði hún sínar leiðir til að
koma sínu til skila og þegar ég
hugsa um allt það sem ég gerði og
var henni ekki að skapi og hvern-
ig hún lét mig finna fyrir því get
ég ekki annað en brosað gegnum
tárin því ekki var hún ráðalaus
við að koma sínu fram. Að rifja
upp minningarnar yljar í kulda
raunveruleikans og sem betur fer
eru perlur minninganna margar
og fallegar.
Elsku Jón Gunnar, Steinunn
og Patrekur Emil, góðar minn-
ingar um fallega stúlku, sam-
heldni og trú á endurfundi er það
sem huggar nú, eykur bjartsýni
og vekur von um betri daga.
Elsku Þórhildur Nótt, þú
kenndir mér margt bæði í blíðu
og stríðu, ég er ríkari fyrir að
hafa kynnst þér og fyrir það vil ég
þakka þér, þú átt og munt alltaf
eiga sérstakan stað í hjartanu
mínu.
Hver lítil stjarna, sem lýsir og hrapar,
er ljóð, sem himinninn sjálfur skapar.
Hvert lítið blóm, sem ljósinu safnar,
er ljóð um kjarnann, sem vex og dafnar.
Hvert lítið orð, sem lífinu fagnar,
er ljóð við sönginn, sem aldrei þagnar.
(Davíð Stefánsson frá Fagraskógi)
Jóhanna.
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar endurgjaldslaust
alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, "Senda inn minn-
ingargrein", valinn úr felliglugg-
anum. Einnig er hægt að slá inn
slóðina www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum dög-
um fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað get-
ur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skilafrestur
rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt
að senda lengri grein. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á
vefnum. Hægt er að senda ör-
stutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur.
Minningargreinar