Morgunblaðið - 11.02.2012, Page 2

Morgunblaðið - 11.02.2012, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 2012 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Sigrún Rósa Björnsdóttir sigrunrosa@mbl.is Um 68% þeirra kvenna sem eru með PIP- brjóstapúða og hafa komið til ómskoðunar hjá Krabbameinsfélaginu hafa greinst með leka púða. Að sögn Geirs Gunnlaugssonar landlæknis hafa í heildina 105 konur komið til ómskoðunar í Reykjavík og á Akureyri og hefur 71 kona greinst með leka púða, samkvæmt upplýsingum frá Krabbameinsfélaginu. Í þessari viku voru 64 konur skoðaðar á fimmtudag og föstudag og reyndust 37 þeirra vera með leka brjóstapúða. Þetta þýðir að tæp 58% þeirra voru með leka púða, sem er mun lægra hlutfall en meðal þeirra kvenna sem komu í síðustu viku. Í þessari viku voru einnig mun fleiri konur skoðaðar en í þeirri síðustu. Leki greindist hjá 80% kvenna Í síðustu viku, sem er fyrsta vikan sem óm- skoðunin fór fram, var 41 kona skoðuð. Niður- staðan þá var að 34 konur greindust með leka púða, fimm voru með heila púða en tvær kvennanna þurfa nánari skoðun. Þetta þýðir að yfir 80% voru þá með leka PIP-brjóstapúða. Ómskoðun fer fram hjá Krabbameinsfélag- inu fimmtudaga og föstudaga og panta konur sér tíma sjálfar. Í lok síðustu viku höfðu rúmlega 200 konur, af um 400, með PIP-púða óskað eftir skoðun samkvæmt upplýsingum landlæknis. Lekir púðar hjá 68% kvennanna  Hlutfall þeirra kvenna sem greinast með leka PIP-brjóstapúða lækkar verulega á milli vikna  Í fyrstu viku ómskoðunar greindust um 80% með leka brjóstapúða en 58% í þessari viku Reuters Leki Hér sést lekur PIP-sílikon brjóstapúði sem var fjarlægður úr konu í Frakklandi. PIP-brjóstapúðamálið » Í byrjun árs kom í ljós að um 440 konur hér á landi væru með brjóstapúða að gerð PIP. » Af þeim eru um áttatíu konur nú að skoða málsókn vegna þessa. » 10. janúar tilkynnti vel- ferðarráðuneytið að konum með PIP-púða yrði boðin ókeypis ómskoðun á brjóstum og að ríkið greiddi kostnað við að fjarlægja leka púða. » 8. febrúar tilkynnti ráðu- neytið að öllum konum sem hefðu fengið PIP-púða væri boðið að láta nema þá burt. Andri Karl Helgi Bjarnason Karlmaður á áttræðisaldri var hand- tekinn á Suðurnesjum í gær vegna rannsóknar lögreglu á sprengingu á Hverfisgötu í lok síðasta mánaðar. Maðurinn er grunaður um aðild að málinu. Lögreglan á höfuðborgar- svæðinu hefur einnig lagt hald á ýms- an búnað sem tengist málinu og bíl mannsins en ökutækið er sömu gerðar og lýst var eftir. Leifar af sprengju fundust neðst á Hverfisgötu, steinsnar frá stjórnar- ráðinu, þriðjudaginn 31. janúar. Stað- fest er að sprengja sprakk fyrir klukk- an sjö að morgni. Engan sakaði og ekki urðu spjöll á eignum. Þótt sprengjan hafi ekki verið öflug var tal- in hætta á ferðum í næsta nágrenni. Hluta Hverfisgötunnar var lokað um tíma. Fjölmennt lið sérsveitarmanna, lögreglumanna og sprengjusérfræð- inga Landhelgisgæslunnar var sent á vettvang og sérútbúið vélmenni notað til að eyða því sem eftir var af sprengj- unni. Lögreglan lýsti í kjölfarið eftir karl- manni og hvítri sendibifreið, Renault Kangoo, en maðurinn var talinn hafa komið með sprengjuna í miðbæinn. Fjölmargir hafa verið kallaðir til skýrslutöku undanfarna daga, sam- kvæmt upplýsingum lögreglu. Tveir voru handteknir í gær í tengslum við rannsókn málsins, auk þess sem nú er í haldi lögreglu, en þeim var báðum sleppt úr haldi. Roskinn maður í haldi vegna sprengju Morgunblaðið/Júlíus Vettvangur Sprengt var á Hverfisgötunni, steinsnar frá stjórnarráðinu.  Fjölmargir kallaðir til skýrslutöku vegna rannsóknar á sprengjumálinu á Hverfisgötu  Þrír hand- teknir en tveimur sleppt aftur  Bíll mannsins sem er í haldi er sömu gerðar og sá sem lýst var eftir Fjöldi fólks beið í röð í Bessastaðastofu eftir að skrá heimsókn sína í gestabókina en vel á annað þúsund manns lagði leið sína á Bessastaði í gær. Fólk á öllum aldri kynnti sér staðinn og sögu hans. Mikið var um fjölskyldufólk og ungt fólk og þótti takast afar vel til samkvæmt upplýs- ingum frá skrifstofu forseta. Bæði Bessastaða- stofa og Bessastaðakirkja voru opnar í tilefni Safnanætur og Vetrarhátíðar í Reykjavík. Morgunblaðið/Ómar Gestir staðfesta komu sína á Bessastaði Opið hús á þjóðarheimilinu Bessastöðum Sveitarstjórnir sveitarfélaga á Norðurlandi vestra sam- þykktu í vik- unni ályktun þar sem skorað var á Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráð- herra að funda með þeim og gagnrýndu að hafa engin svör fengið við bréfi frá 21. nóvember í fyrra. Jóhann Hauksson, upplýsinga- fulltrúi ríkisstjórnarinnar, segir fulltrúa SSVN hafa afþakkað að koma til fundar í ráðuneytinu hinn 9. febrúar sl. „Það hefur ver- ið boðaður fundur 23. febrúar næstkomandi með fulltrúum allra landshlutasamtaka. Sérstakur fundur Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra með Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra hefur ekki verið ákveðinn. Hún mun tjá sig um málið þegar hún kemur aftur til landsins,“ segir Jóhann. sigrunrosa@mbl.is »14 Ekki búið að ákveða fund með Jóhönnu  Segir sveitarstjórn- ina hafa afþakkað fund Jóhann Hauksson Mikill viðbúnaður var á Hverfis- götu að morgni þriðjudagsins 31. janúar, eftir að þar fannst sprengja. Hús við Hverfisgötu var rýmt og hluti götunnar girt- ur af. Stjórnarráðshúsið var ekki rýmt en þar var haldinn ríkis- stjórnarfundur þennan morgun. Hús rýmt RÍKISSTJÓRNIN FUNDAÐI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.